Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fóru 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Á­tök Ás­laugar og Guð­laugs Þórs ekki endur­tekin

Allar líkur eru á því að stillt verði upp á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmum fyrir komandi Alþingiskosningar sem flest bendir til að verði í lok nóvember. Mikill hiti var í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þremur árum þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson börðust af miklum krafti um oddvitasæti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana

Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Ástarvika

Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­stilling hjá Miðflokknum

Nokkrir þingflokkar hafa þegar ákveðið hvort þeir hyggist stilla upp listum fyrir komandi Alþingiskosningar  eða halda prófkjör. Miðflokkurinn ætlar að stilla upp listum í öllum kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn keppast um sætin: „Ég las Morgun­blaðið eins og aðrir“

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, hyggst ekki láta það trufla sig ef varaformaður flokksins sækist eftir sæti á lista í sama kjördæmi. Þá íhugar Teitur Björn Einarsson þingmaður hvort hann muni sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem hefur verið orðuð við framboð fyrir flokkinn segist ekki vera á leið í landsmálin.

Innlent
Fréttamynd

Hall­dóra vill vera á­fram á þingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hyggst áfram gefa kost á sér til að gegna þingmennsku í komandi alþingiskosningum. Þannig hafa þrír af sex sitjandi þingmönnum flokksins gefið það út að þeir hyggi aftur á framboð. Auk Halldóru ætla Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson að gefa kost á sér áfram, en Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ætlar hins vegar ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Reglan að for­seti fari fram á starfsstjórn

Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum í á­kveðnu óvissutímabili“

Það ríkir óvissuástand um framhald þingstarfa í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í íslenskum stjórnmálum. Þetta sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis að loknum fundi sínum með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Það muni ráðast síðar í dag hvernig þingstörfum verður háttað í vikunni. Þess má vænta að forsætisráðherra muni síðar í dag biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Innlent
Fréttamynd

Píratar komnir í kosningaham

Píratar eru komnir í kosningaham og hafa nokkrir þeirra þegar gefið út að þeir muni sækjast eftir sæti á lista. Þeirra á meðal eru þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn. Öll hafa þau birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þau kalla eftir stuðningi.

Innlent
Fréttamynd

Birgir mættur á fund for­seta Ís­lands

Birgir Ármannsson forseti Alþingis gekk á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands nú klukkan níu í morgun til að ræða við hana stöðu mála. Í framhaldinu má búast við að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gangi á fund forseta Íslands og biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís gæti boðið sig fram í Kraganum

Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í kosningum sem fara fram í næsta mánuði. Hún segist íhuga það alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Enginn þing­fundur í dag og ó­vissa um fram­haldið

Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varar við „hægriglundroða” Bjarna og Sig­mundar og lands­fundi frestað

Formaður Samfylkingarinnar varar við mögulegum „hægriglundroða með flokksbrotum Bjarna og Sigmundar og fylgitunglum þeirra,“ að afstöðnum alþingiskosningum sem framundan eru. Þá hefur framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar ákveðið að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram um miðjan nóvember. Er það mat framkvæmdastjórnarinnar að það sé best fyrir flokkinn og að öllum kröftum flokksins verði beint í kosningabaráttu. Þess í stað verði stefnt að landsfundi í mars eða apríl.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ein­hugur meðal for­manna flokkanna um fram­haldið

Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti Íslands eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof, eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forsetinn ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Formaður Vinstri grænna lýsti því yfir snemma í kvöld að hún gæti vel séð fyrir sér minnihlutastjórn hennar flokks með Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins í embætti forsætisráðherra fram að kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Dag­björt stendur við færsluna sem hún eyddi

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert eðli­lega leiðin­leg, þessi ríkis­stjórn“

Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn.

Innlent
Fréttamynd

Blönduð leið lík­leg hjá Við­reisn og bar­átta um oddvitasætin

Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ekkert of­boðs­lega hrifin af þessari dramatík“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi.

Innlent
Fréttamynd

Staðan ó­ljós eftir at­burða­rás gær­dagsins

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Skondið að sjá á­greininginn koma upp á yfir­borðið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“

Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“.

Innlent