Tröppugangur til himnaríkis Þó að allar kynslóðir þekki lagið Stairway to Heaven hef ég nýlega komist að því að kynslóðin sem tilheyrði hópi unglinga þegar það var efst á vinsældalistum lumar á leyndarmáli. Lagið er nefnilega ekki aðeins undurfögur klassík heldur ku það víst einnig geyma afar leynilega uppskrift af því sem flestir menn leita eftir en fæstir ná fullum tökum á. Bakþankar 20. maí 2008 06:00
Góði Geir, gerðu það, vertu memm! Fyrir helgi kvað Geir H. Haarde formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands upp úr með skoðanir sínar á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bakþankar 19. maí 2008 06:00
Neyðin á Skaganum Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist. Bakþankar 18. maí 2008 06:00
Íslenska sólin Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Bakþankar 17. maí 2008 06:00
Grillir í sumar Hamingjan þarf ekki að fara með himinskautum, segir í ágætri bók. Það eru orð að sönnu og sést sjaldan jafn greinilega á Íslandi og um kvöldmatarleytið á sólríkum sumardögum, þegar svalir, bakgarðar, verandir og pallar iða af lífi. Bakþankar 16. maí 2008 06:00
Við vinnum Eurovision Það lyftist brúnin á mörgum þegar Eurobandið komst upp úr undankeppninni. Nei sko, hugsaði fólk. Eurovision-partíiin voru fjölmenn út um allan bæ á laugardeginum, enda í fyrsta sinn síðan 2004 sem við vorum með í aðalkeppninni. Bakþankar 15. maí 2008 06:00
Ósýnilega lífstykkið Mikið getum við konur þakkað fyrir að vera uppi nú en ekki fyrir til dæmis sextíu árum. Burtséð frá því að þá var eigi ætlast til annars af okkur en að sveipa heimilið hreingerningarilmi og okkur sjálfar dulúð, þá var hvorki búið að finna upp hárblásarann né sléttujárnið. Bakþankar 14. maí 2008 06:00
Þjóðarsálir Sé eitthvað til í raun og veru sem heitir þjóðarsál, svona fyrir utan útvarpsþáttinn góðkunna, held ég að óhætt sé að segja að sú sál hafi verið nokkuð þjökuð að undanförnu. Bakþankar 13. maí 2008 06:30
Heiður hússins Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast. Bakþankar 10. maí 2008 04:00
Galdrafár Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt. Bakþankar 9. maí 2008 06:00
Fólkið í kjallaranum Mikið óskaplega hefur fólk nú gaman af illsku. Það er ekki margt sem fangar athygli okkar og ímyndunarafl betur en yfirgengileg og tryllt mannvonska eða geðveiki. Bakþankar 8. maí 2008 00:01
Drama- drottning Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfinum. Sem spons var ég í hefðbundnum álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kvenlegg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin. Bakþankar 7. maí 2008 00:01
Æðruleysi og þolinmæði Í æsku minni á Akranesi var mér sagt að íþróttafélagið ÍA væri besta lið í heimi. Skagamaðurinn amma Lóa sagði mér stolt frá því að faðir hennar hann Ingólfur hefði verið einn af stofnendum þessa liðs. Bakþankar 6. maí 2008 06:00
Af bláum kjólum Þegar að Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástarleikjum við unga konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eiginkonunnar. Bakþankar 5. maí 2008 06:00
Einkunnir í tossabekk Miðað við að það sé hlutverk ráðherra að vinna sér inn virðingu hjá þjóð sinni fyrir vinnusemi, hugmyndaauðgi, manngæsku, verklagni, heiðarleika og fleiri kosti er það fræðandi hjá fyrirtæki eins og Capacent að birta vorprófseinkunnir úr Skóla lífsins fyrir þá sem nú stjórna landinu, um sama leyti og próflestrarhrina brestur á hjá skólafólki. Bakþankar 4. maí 2008 06:00
Ekki gott Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist landslýð í beinni útsendingu. Bakþankar 3. maí 2008 00:01
Þegar Musso var málið Munið þið þegar þeirri skrítnu hugmynd skaut niður á Íslandi að enginn væri maður með mönnum nema hann eignaðist straumlínulagaðan jeppa sem hét hinu afspyrnu kjánalega og óþjála nafni SsangYong Musso? Bakþankar 2. maí 2008 00:01
Dagur þakklætis Í dag er góður dagur til að þakka fyrir þá dásamlegu tilviljun að þú fæddist í besta landi í heimi. Að þú sért hluti af hamingjusömustu þjóð í heimi og hafir ítrekað borið gæfu til að kjósa þér bestu leiðtoga alheimsins. Bakþankar 1. maí 2008 00:01
Hressandi kreppa Þótt samúð með vörubílstjórum hafi runnið út í sandinn fer ekki hjá því ópin um eldsneytishækkun hafi orðið bensín á dýrtíðarhræðsluna. Sniðugt, ekki satt? Hroðaleg verðbólga ekki lengur bara bráðum heldur núna. Bakþankar 30. apríl 2008 00:01
Allt er í allra besta lagi Það skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verðlaunuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Bakþankar 29. apríl 2008 00:01
Ofbeldi og fasismi Árið 1209 höfðu „rétttrúaðir" kaþólikkar nógu að sinna í krossferð gegn „villutrú" Kaþara í Suður-Frakklandi. Þar kom að krossfaraherinn sat um Beziersborg, eitt höfuðvirkja Kaþara. Bakþankar 28. apríl 2008 07:00
Timburmenn mótmælanna Ég hef aðeins einu sinni á ævinni átt frumkvæði að mótmælaaðgerðum. Ætli ég hafi ekki verið svona þrettán ára, alla vega nógu gömul til að finnast á mér brotið og of ung til að hugsa dæmið til enda. Bakþankar 25. apríl 2008 06:00
Hommahasar Þeirri staðreynd var vandlega haldið leyndri fyrir Íslendingum á sínum tíma að Júróvisjón-keppnin væri risavaxin hommaárshátíð. Hommar voru enda enn álitnir kynvillingar, ekki síst af því hégómlega fólki sem í alvöru hafði metnað fyrir því að vinna söngvakeppnina. Bakþankar 24. apríl 2008 00:01
Ást við fyrstu sýn Þrátt fyrir allskyns uppsteyt í garð dæmigerðrar kynjaskiptingar hef ég með sóma haldið uppi merkjum kvenlegs yndisþokka með því að vera átakanlega seinfær þegar kemur að vélbúnaði. Bakþankar 23. apríl 2008 06:00
Spegillinn Árið 2003 voru boðaðar skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins í framhaldi af tölvupósti Markúsar Arnar Antonssonar þáverandi útvarpsstjóra til samstarfsmanna. Bakþankar 22. apríl 2008 00:01
Óheppileg umræða! Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif.“ Geir H. Haarde, formaður Flokksins og forsætisráðherra Íslands, á fundi með Samtökum atvinnulífsins 18. apríl 2008. Bakþankar 21. apríl 2008 06:00
Bensín og brauð Ég hlustaði á merkilegt spjall hjá dætrum mínum á leið heim úr leikskólanum um daginn þar sem þær sátu saman í aftursæti bílsins. Systurnar eru þriggja og sex ára. Bakþankar 20. apríl 2008 07:00
Drama Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í enn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Bakþankar 19. apríl 2008 07:00
Rónaspónar Þar sem miðborg Reykjavíkur var orðin hættuleg að mati nítjándualdargötumyndarmannsins og ekki þverfótað fyrir sprautunálum og sjónvarpsvænum sveðjumorðingjum á Laugavegi, var ekki seinna vænna en borgaryfirvöld efndu til ímyndarherferðar og hreinsunarátaks. Bakþankar 18. apríl 2008 06:00
Pabbi minn, Hugh Hefner Þar sem ég sveimaði um Alnetið, eins og of oft vill gerast, í algjöru innihalds- og tilgangsleysi, rakst ég á myndir úr afmæli Playboy-kóngsins Hughs Hefners. Bakþankar 17. apríl 2008 07:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun