Tíðindi úr tómarúminu Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána Bakþankar 6. júlí 2009 00:01
Hámarkslaunin Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta undirbúa löggjöf um hámarkslaun, þar sem kveðið verði á um að ekki megi greiða hærri laun hér á landi en sem svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku." Bakþankar 1. júlí 2009 06:00
Fjarri viftum og tölvuskjám Það er víst haft fyrir satt að sumarið nú hafi átt lélegustu innkomu í líf sólþyrstra Íslendinga í einn og hálfan áratug. Þetta las ég í það minnsta á fréttavefnum pressan.is og varð þó nokkuð hissa. Í fyrsta sinn frá því ég var barn að leik við læki og á melum og í móum hafði mér tekist að taka lit sem ekki var ættaður frá ströndum sólarlanda eða ljósabekkja, nú eða kemískum áburði. Bakþankar 30. júní 2009 06:00
Nýting og niðurrif Nú á miðju sumri hopar jafnvel ljótleiki kreppunnar dálítið fyrir birtunni, næstum allt virðist fallegra í góðu veðri. Ummerki hrunsins eru þó hvarvetna sýnileg, jafn sorglega æpandi og daglegar fréttir af atvinnuleysi og gjaldþrotum. Enginn er ósnortinn, nema að því er virðist þeir sem í eigin þágu hjuggu harðast í undirstöðurnar en sýna nú ekki snefil af eftirsjá. Bakþankar 29. júní 2009 06:00
Fimm ára gelgja Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga-opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum. Bakþankar 26. júní 2009 00:01
Heimspeki á laugardagskvöldi Ætlarðu að drulla þér frá eða á ég að þurfa að ýta þér?" spurði maður sem langaði að komast að barboðinu þar sem ég sat nokkra stund á laugardagsnótt. Ég leit á manninn og átti satt best að segja von á því að sjá ógæfulegan og sauðdrukkinn mann fyrir aftan mig en svo var ekki. Hann var samkvæmt mínum fordómum afar ólíklegur til að gera sig sekan um slíkan dónaskap. Bakþankar 24. júní 2009 06:00
Fjandskapur við skriðsóley Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni. Bakþankar 23. júní 2009 06:00
Sómi Íslands Vinur minn er í Jónafélaginu. Í því eru allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, sem heita nöfnum sem dregin eru af nafni Jóhannesar skírara í Biblíunni. Í Jónafélaginu eru því allir Jónar, Jónasar, Jensar, Jóhannesar og Jóhannar, og svo líka þeir sem heita Hannes, Ívan, Jean og John, Sean, Giovanni og öðrum skyldum nöfnum. Og svo auðvitað allar Jónur, Hönnur og Jóhönnur. Bakþankar 19. júní 2009 06:00
Dauðum hrafni veifað Félagi minn, sem telur sig allra manna fróðastan um bíla, bauðst fyrir nokkru til að aka fjölskyldubílnum á bílasölu til þess að kanna hvort fyrir hann mætti fá góðan jeppa. Nokkrum mínútum eftir að hann kom á staðinn hringdi bílaáhugamaðurinn og spurði hvort fjölskylda mín gæti hugsað sér að skipta á Volvónum góða og svörtum Range Rover með „milljón á milli“ eins og hann orðaði það. Bakþankar 18. júní 2009 06:00
Sumarið er tíminn... Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Bakþankar 16. júní 2009 00:01
Pómóbolti Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum. Bakþankar 12. júní 2009 06:00
Með peninga á heilanum Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Þetta segir á draumaráðningasíðunni draumur.is og varla lýgur hún. Hvernig ætli standi á þessu? Eru draumarnir að segja okkur einhvern hyldjúpan sannleika? Eru peningar, þegar betur er að gáð, bara jafn ómerkilegt fyrirbæri og úrgangurinn úr okkur? Er þá fólk sem lifir í stanslausum eltingaleik við peninga í raun bara að veltast upp úr eigin saur? Bakþankar 11. júní 2009 06:00
Icesave á forngrísku Í Grikklandi hinu forna voru eftirmál ósigra býsna hörð en að sama skapi skýr. Þá voru ekki settar saman samninganefndir sem skröfuðu á leynilegum fundum uns komin var flókin niðurstaða sem allir gætu sætt sig við…nema Íslendingar. Bakþankar 10. júní 2009 06:00
Allt í fári Þeir segja sumir að við plummum okkur best í fári, einhverjum djöfulgangi þegar allar hendur eru kallaðar á dekk og hver maður dreginn í aðgerð. Þetta er vitaskuld erfðabundinn fjandi fólki sem varð að vinna í törnum og hamaðist í kappi við tímann: þurrkurinn var úti, sól farin bak við ský, vindátt að breytast. Hvort sem það var hey á velli, kös á bryggju, það varð að koma heyjum í hús, fiski í salt, fé af fjalli. Lífsafkoman var undir því komin að unnið væri hratt og allir hjálpuðust að. Svo mátti dóla sér við rólegri verkefni vetrarlangt. Vefa, prjóna sokkaplögg, annað smálegt. Við erum hrotufólk. Bakþankar 9. júní 2009 06:00
Stríðið hans pabba Hverjum þeim sem heillast af bók ber skylda til að segja frá henni," segir í lögum bókaáhugafólks og nú hef ég hnotið um eina slíka. Fars krig heitir hún og er eftir Norðmanninn Bjørn Westlie. Landar hans voru svo hrifnir af henni að þeir veittu honum Brageprisen í fyrra. Fars krig er sannsöguleg bók þar sem Bjørn segir frá föður sínum, Petter, sem skráði sig í Waffen-SS í Seinna stríði og var sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. Hrifning hans á Þjóðverjum var slík að hann breytti ættarnafninu Vestli í Westlie. Bakþankar 8. júní 2009 06:00
Fer hver að verða sér næstur? BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Bakþankar 4. júní 2009 06:00
Slóðir rabarbarans Í garði foreldra minna fyrir austan fjall sneiddi ég tíu kíló af rabarbara um hvítasunnuna og sá vel spírað kartöfluútsæði af ýmsum gerðum hverfa ofan í mjúka sunnlenska mold. Sólin skein inn á milli hárra aspanna í garðinum og á pallinn þar sem ég stóð og skar súruna; úr heitum potti við hlið mér rauk úr hlýju og ilmandi hreinu vatni. Skyndilega varð ég andaktug yfir rabarbaranum og fannst aldingarður ekkert of fínt nafn fyrir þessa paradís foreldra minna, svona jafnvel þótt rabarbari sé í raun grænmeti fremur en ávöxtur og svo súr að það þarf víst ekki að innbyrða sérlega mikið af honum til að hann hafi truflandi áhrif á nýrun. Bakþankar 2. júní 2009 06:00
Svefnrof Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. Bakþankar 29. maí 2009 06:00
Landkynning Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Bakþankar 28. maí 2009 06:00
Allt með kossi vekur Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar. Bakþankar 26. maí 2009 06:00
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun