Barist um nýjan bikar á Hlíðarenda í kvöld Meistarakeppni Knattspyrnusambands Íslands í kvennaflokki fer fram í kvöld. Þar verður í fyrsta skipti keppt um „Svanfríðarbikarinn.“ Frá þessu greindi KSÍ nú rétt í þessu. Íslenski boltinn 17. apríl 2023 10:30
„Fólk gerir mistök en mistök trekk í trekk eru ekki boðleg“ „Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma. Íslenski boltinn 16. apríl 2023 18:15
ÍTF hefur boðað forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna á fund Hagsmunasamtökin Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gefið út tilkynningu eftir umræðu undanfarna daga. Þar segir að ÍTF hafi boðið forsvarsmenn félaga í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á fund til að ræða málin. Íslenski boltinn 16. apríl 2023 17:08
Yfirlýsing knattspyrnukvennanna „það ómerkilegasta sem hann hefur séð“ Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, KSÍ og starfsmaður ÍTF, gagnrýnir yfirlýsingu fyrirliða liða í Bestu deild kvenna harðlega en þar var voru vinnubrögð ÍTF gagnvart liðum í deildinni fordæmd. Íslenski boltinn 16. apríl 2023 10:44
Yfirlýsing fyrirliða Bestu deild kvenna: „Hörmum það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót“ Fyrirliðar liða í Bestu deildar kvenna í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna undirbúnings og vinnubragða Íslensks Toppfótbolta, ÍTF. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Íslenski boltinn 15. apríl 2023 20:10
Valskonur fá bandarískan markvörð í stað Söndru Bandaríski markvörðurinn Kelly Rowswell er genginn í raðir Vals frá Orlando Pride. Rowswell er ætlað að leysa Söndru Sigurðardóttur af hólmi sem lagði hanskana á hilluna í síðasta mánuði. Fótbolti 5. apríl 2023 17:01
Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Fótbolti 5. apríl 2023 12:00
Brenna frá Íslandi með gullskó í tösku Brenna Lovera, einn af betri framherjum Bestu deildarinnar í fótbolta síðustu ár, er farinn frá Selfossi til bandaríska félagsins Chicago Red Stars. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 13:00
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 4. apríl 2023 08:01
Selfoss sendir tvær heim áður en mótið hefst Selfoss hefur ákveðið að senda tvo leikmenn sem áttu að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar heim á leið. Um er að ræða framherjann Mallory Olsson og markvörðinn Amöndu Leal. Íslenski boltinn 2. apríl 2023 11:31
Þórdís Hrönn ekki með Val í sumar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu, mun ekki spila neitt á komandi tímabili þar sem hún sleit krossband nýverið. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum sínum. Íslenski boltinn 1. apríl 2023 23:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 2-2 | Stjarnan Lengjubikarsmeistari eftir sigur í vítakeppni Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Þór/KA í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr öllum sínum spyrnan á meðan Þór/KA brenndi af einni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 1. apríl 2023 18:00
Emelía lánuð á Selfoss Selfoss hefur fengið framherjann Emelíu Óskarsdóttur á láni frá Kristianstad út tímabilið. Íslenski boltinn 31. mars 2023 10:31
Sjáðu nýja auglýsingu fyrir Bestu deildina: Mafíósar messa yfir Heimi og ískaldir Víkingar biðja um vægð „Þetta er að byrja. Besta deildin, síson tvö. Reddí?“ segir Jón Jónsson í upphafi nýrrar og bráðfyndinnar auglýsingar úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar fyrir Bestu deildina í fótbolta. Auglýsinguna má nú sjá á Vísi. Fótbolti 28. mars 2023 14:38
Selfoss vann sinn annan sigur í Lengjubikarnum Selfoss vann 4-1 sigur á KR þegar liðin mættust í Lengjubikar kvenna á Selfossi í kvöld. Fótbolti 22. mars 2023 20:42
Drottningin af Boganum bankar á landsliðsdyrnar Sandra María Jessen hefur heldur betur farið á kostum með liði Þór/KA í Lengjubikarnum en Akureyrarkonur eru komnar í undanúrslit keppninnar. Fótbolti 22. mars 2023 15:01
Þróttarakonur bæta McManus í vörnina hjá sér Mikenna McManus hefur gert samkomulag við Þrótt um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 21. mars 2023 14:30
Samdi við Val og skoraði á móti KR í fyrsta leik Haley Lanier Berg spilar með Valskonum í Bestu deild kvenna í sumar og hún var ekki lengi að koma sér á blað. Íslenski boltinn 17. mars 2023 16:31
„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Íslenski boltinn 15. mars 2023 08:30
Valur fær Kana sem spilaði í Danmörku og ungan KR-ing Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna sömdu í dag við tvo leikmenn. Um er að ræða hina bandarísku Haley Lanier Berg sem og hina efnilegu Ísabellu Söru Tryggvadóttur. Íslenski boltinn 14. mars 2023 20:01
Tvíhöfði í beinni frá Kópavognum: Sjáðu geggjað mark Birtu í síðasta leik Breiðablik og ÍBV mætast tvívegis í Lengjubikarnum í fótbolta í dag og báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 14. mars 2023 15:19
Krossbandið slapp og Katrín snýr fljótt aftur Betur fór en á horfðist þegar knattspyrnukonan Katrín Ásbjörndóttir meiddist á hné í leik með Breiðablik gegn Stjörnunni í Lengjubikar kvenna síðastliðinn föstudag. Fótbolti 13. mars 2023 19:30
Þróttur fær bandarískan miðvörð Þróttur Reykjavík hefur sótt miðvörð fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. Sú heitir Mikenna McManus og kemur frá Bandaríkjunum. Íslenski boltinn 11. mars 2023 12:31
Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023. Íslenski boltinn 10. mars 2023 15:30
Sandra leggur skóna á hilluna Sandra Sigurðardóttir, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í fótbolta, hefur lagt skóna á hilluna. Hún greindi frá þessu á Instagram í dag. Íslenski boltinn 3. mars 2023 12:55
Samþykkt ársþings KSÍ kosti sveitarfélög hundruði milljóna Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl. Íslenski boltinn 3. mars 2023 08:00
Vilja ekki að KSÍ bíði eftir að UEFA taki löngu tímabær skref Ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði á morgun og eru áhugaverðar tillögur sem verða ræddar á þinginu. Tillaga sem snýr að karla- og kvennaliðum er meðal þeirra sem vakið hafa athygli en bæði stjórn KSÍ sem og Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna leggjast gegn tillögunni. Fótbolti 24. febrúar 2023 22:30
Flóðljós og ljósleiðari verði skylda á Íslandi Heimavellir allra liða í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta á Íslandi verða vel flóðlýstir og með ljósleiðaratengingu innan 1-3 ára samkvæmt tillögum sem kosið verður um á ársþingi KSÍ á Ísafirði um helgina. Fótbolti 23. febrúar 2023 12:00
Stjarnan fær liðsstyrk frá Blikum Stjarnan hefur fengið unglingalandsliðskonuna Eyrúnu Völu Harðardóttur til liðs við sig fyrir komandi átök í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Fótbolti 18. febrúar 2023 10:01
Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Fótbolti 15. febrúar 2023 09:01