Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og áætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun á rafbílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Citroën ë-C4 100% rafbíll með 7 ára ábyrgð

Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Citroën hefur verið í fararbroddi tækninýjunga í bílgreininni alla tíð í 100 ára sögu sinni og stígur enn eitt mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með 100% hreina rafbílnum Citroën ë-C4.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class var frumsýndur á dögunum og er þetta líklega mesta lúxuskerra sem fyrirfinnst í heiminum í dag. Bíllinn er gríðarlega vel búinn þægindum og tækninýjungum og má segja að lúxus í bifreið sé skilgreindur upp á nýtt með þessum nýja bíl, segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Ný kynslóð Isuzu D-MAX komin til landsins

BL hefur fengið fyrstu sendingu nýrrar og glæsilegrar kynslóðar pallbílsins Isuzu D-MAX sem vinsæll hefur verið hér á landi, en ekki síst meðal atvinnurekenda, verktaka og opinberra aðila á borð við sveitarfélög, segir í fréttatilkynningu frá BL.

Bílar
Fréttamynd

Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP

Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni.

Bílar
Fréttamynd

McLaren selur 15% hlut í Formúlu 1 liðinu

McLaren Group hefur selt hluta af Formúlu 1 liði sínu. Kaupandinn er bandarískt íþróttafjárfestingafélag. Kaupin tryggja enn frekar framtíð McLaren liðsins og hjálpa liðinu að komast í fremstu röð.

Bílar
Fréttamynd

Forsala hafin á MG EHS Plug-in Hybrid jeppling

MG frumsýndi fyrr í vikunni nýjan framhjóladrifinn jeppling með tengiltvinntækni sem ber heitið EHS. Þessi rúmgóði bíll sem er í svokölluðum SUV-C-flokki kemur á markaði Evrópu í byrjun janúar og er forsala þegar hafin hjá BL við Sævarhöfða.

Bílar
Fréttamynd

Kia Sorento valinn Bíll ársins hjá Carbuyer

Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílafjölmiðlinum Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda viðurkenningu því hann vann einnig flokkinn Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Kia kynnir nýjan og háþróaðan undirvagn fyrir rafbíla

Kia í samvinnu við Hyundai Motor Group kynnti í dag nýjan og háþróaðan E-GMP undirvagn (Electric-Global Modular Platform) sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá samsteypunni.

Bílar
Fréttamynd

EQV og eVito Tourer frumsýndir í sýndarsal Öskju

Bílaumboðið Askja frumsýndi í gær tvo nýjustu rafbíla Mercedes-Benz, EQV og eVito Tourer. EQV og eVito eru 100% rafmagnaðir fjölnotabílar. Um er að ræða nýja valmöguleika í rafmögnuðum samgöngum en bílanir henta vel fyrir akstur með minni hópa eða allt að níu manns.

Bílar
Fréttamynd

Flest nýskráð ökutæki af gerðinni Toyota

Flestar nýskráningar ökutækja í nóvember voru á ökutækjum framleiddum af Toyota, eða 71 ökutæki. Næst flestar Mitsubishi eða 69 og KIA var í þriðja sæti með 57. Athygli vekur að Ezbike var í fjórða sæti með 53. Ezbike framleiðir rafhjól.

Bílar
Fréttamynd

Jóladagatal Samgöngustofu hefst á morgun

Jóladagatal Samgöngustofu hefur göngu sína á morgun, 1. desember. Að þessu sinni verður spurt úr þáttunum Úti í umferðinni þar sem Erlen umferðarsnillingur rifjar upp helstu umferðarreglurnar. Sérstök keppni er fyrir bekki grunnskóla.

Bílar
Fréttamynd

Williams vinnur að raf-snekkju

Hátækni verkfræðideild Williams vinnur að raf-drifkerfi fyrir 40 feta lúxus snekkju. Hátækni verkfræðideild Williams er afsprengi Williams Formúlu 1 liðsins.

Bílar
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Peugeot 3008 á leiðinni til landsins

Glænýr Peugeot 3008 er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann í bensín, dísil og í tengiltvinn rafútfærslu með ríkulegum staðalbúnaði, sjö ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn Mazda MX-30 með 5 stjörnur í öryggisprófun Euro NCAP

Nýi rafbíllinn Mazda MX-30, fær 5 stjörnur í nýjasta árekstrarprófi Euro NCAP. Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda kom vel út í öryggisprófun hjá Euro NCAP öryggisstofnunni og fékk fimm stjörnur. EuroNCAP er í eigu bifreiðaeigandafélaga í Evrópu og sér um árekstrarpróf og mat öryggis nýrra bíla.

Bílar
Fréttamynd

Rafbílaframleiðandinn Arrival ætlar á markað

Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG.

Bílar
Fréttamynd

Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla

Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku.

Innlent