„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2021 12:16 Tómas Kristjánsson er formaður Rafbílasambands Íslands. VÍSIR Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum. Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“ Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að Orku Náttúrunnar hefði ekki verið heimilt að taka gjald fyrir afnot af stöðvunum. Í kjölfarið hætti félagið að rukka fyrir notkun þeirra en hélt straumi á þeim. Ísorka kvartaði yfir því til nefndarinnar og í kjölfarið fór borgin fram á að straumur til stöðvanna yrði rofinn. „Það er búið að slökkva á stöðvunum. Við höfum sent Kærunefnd útboðsmála beiðni um frestun réttaráhrifa þannig að við getum haldið stöðvunum gangandi fyrir rafbílaeigendur þar til búið er að vinna úr málinu, hvernig sem það verður gert. Kærunefndin sendir þessa beiðni til kæranda, Ísorku og ON og óskar eftir umsögn þeirra, þau hafa frest til 30. júní til að skila umsögnum og eftir það fer kærunefndin yfir þessa beiðni,“ sagði Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni. Hann býst við því að stöðvarnar verði lokaðar út vikuna. „Vonandi ekki lengur en hugsanlega fram í byrjun næstu.“ Leiðinlegt að staðan bitni á rafbílaeigendum Formaður Rafbílasambands Íslands segir stöðuna hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur. „Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu, afhverju að þurfa að slökkva á stöðvunum af því að þessi úrskurður er ekki endanlegur? Hann er alltaf kæranlegur þannig það væri eðlilegast að þetta ætti ekki að bitna á rafbílaeigendum á meðan það væri verið að ljúka þessu máli,“ sagði Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands. Hann skilur þó stöðu borgarinnar enda á hún von á himinháum dagsektum hlíti borgin ekki úrskurðinum. Hann vonast til að aðilar leysi málin sem fyrst. „Það er mjög leiðinlegt að við skyldum vera komin þangað að þetta hafi svona neikvæð áhrif á svona mikinn fjölda fólks þannig eins og ég segi vonandi leysist þetta sem allra fyrst.“
Vistvænir bílar Bílar Reykjavík Orkumál Tengdar fréttir Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32 Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01 Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Slökkva á 156 götuhleðslum í borginni og kenna Ísorku um Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní. 25. júní 2021 14:32
Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. 25. júní 2021 18:01
Ísorka minnti kærunefnd á sektarheimildir vegna hleðslustöðva Lögmaður Ísorku sendi kærunefnd útboðsmála bréf með athugasemdum við að rafmagn væri áfram veitt í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar í Reykjavík þrátt fyrir að nefndin hefði úrskurðað samning um þær óvirkan. Framkvæmdastjóri Ísorku fullyrti í gær að engin samskipti hefðu átt sér stað við kærunefndina. 26. júní 2021 18:23