Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Hyundai Nexo er Nýorkubíll ársins að mati GQ

Tímaritið GQ í Bretlandi veitti í vikunni Hyundai Nexo verðlaunatitilinn Nýorkubíll ársins 2021 (Alternative Energy Car of the Year) á árlegu verðlaunahátíð sinni í London. Í umsögn dómnefndar er Hyundai hrósað fyrir sína djörfu einstöku þróunarleið sem farin var við hönnun aflgjafa Nexo og sem fáir aðrir framleiðendur hafi fetað við þróun nýrra orkugjafa fyrir samgöngur.

Bílar
Fréttamynd

Maxus e-Deliver 3 - Góður kostur með mikla burðargetu

Maxus e-Deliver 3 er rafsendibíll frá bílaframleiðandanum Maxus, sem er ný kominn inn á íslenskan markað. Vatt ehf. er umboðsaðili Maxus á Íslandi, en Vatt er rekið af sömu aðilum og reka Suzuki á Íslandi og á sama stað í Skeifunni. Bíllinn er góður kostur fyrir fyrirtæki sem notast við sendibíla.

Bílar
Fréttamynd

Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla

Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Toyota byrjar árið á toppnum

Toyota var með flestar nýskráningar nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum janúar. En 113 nýjar Toyota bifreiðar voru nýskráðar. Kia var í öðru sæti með 63 og Mitsubishi var í þriðja sæti með 54 nýskráningar.

Bílar
Fréttamynd

Bílgreinasambandið og SVÞ í öflugt samstarf

Bílgreinasambandið og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hófu á dögunum öflugt samstarf með undirritun samstarfsyfirlýsingar. Markmiðið er að efla þjónustu við félagsmenn í samskiptum við stjórnvöld, í lögfræðilegum álitamálum og í fræðslu- og menntunarmálum ásamt því að styrkja rekstur beggja samtaka.

Bílar
Fréttamynd

Kappakstur á RIG í beinni á Stöð 2 e-sport

Klukkan 16:00 í dag hefst stafrænt kappakstursmót sem hluti af Reykjavík International Games íþróttahátíðinni #RIG21. Keppnin fer fram í gegnum netið og notast er við hermikappaksturs forritið iRacing. Margir af fremstu akstursíþróttamönnum landsins taka þátt, þar á meðal ríkjandi Íslandsmeistari í Rallakstri 2020 Gunnar Karl Jóhannesson, og fyrrum formúlu 3 ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson. Gert er ráð fyrir þátttöku nokkurra erlendra ökumanna.

Bílar
Fréttamynd

Nissan E-NV200 - Lipurðin situr eftir

E-NV200 er hreinn raf-sendibíll sem hægt er að útfæra sem tveggja-, fimm- og sjö manna bíl. Prófaður var bíll í tveggja sæta útfærslu, fagurrauður að lit.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai birtir fyrstu myndir af sportlegum Tucson N Line

Á dögunum kynnti Hyundai á Íslandi nýjan og gjörbreyttan Tucson; fjórðu kynslóð þessa vinsæla sportjepplings, sem er mest seldi bíll framleiðandans á Evrópumarkaði. Nýi bíllinn er mikið breyttur í útliti bæði að utan og innan. Auk þess sem öryggis- og þægindabúnaður hefur verið uppfærður. Í vor kynnir Hyundai Motor svo formlega sportlega N Line útgáfu Tucson á 19“ felgum og birti framleiðandinn fyrstu tvær myndirnar af bílnum í síðustu viku.

Bílar
Fréttamynd

Blóðhundurinn er til sölu

Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn er til sölu. Ian Warhurst, maðurinn sem bjargaði verkefninu fyrir tveimur árum hefur tilkynnt að hann sé að leita að nýjum eigendum eða styrktaraðilum. Warhurst tókst ásamt teyminu sem vinnur í kringum bílinn að koma honum yfir 1000 km/klst. múrinn.

Bílar
Fréttamynd

Kia eykur markaðshlutdeild sína í Evrópu

Kia hefur náð hæstu markaðshlutdeild sem bílaframleiðandinn hefur nokkru sinni náð í Evrópu. Alls seldust 416.715 Kia bílar í Evrópu árið 2020 og hefur markaðshlutdeild Kia hækkað úr 3,2 í 3,5% í álfunni. Hlutdeild rafmagnsbíla Kia fór upp um 197% og tengiltvinnbílarbíla (Plug-in Hybrid) upp um +112%. Sala á rafbílum og tengiltvinnbílum er nú um 25% af sölu Kia bíla í Evrópu. Sala á rafbílum Kia fór 100 þúsund eintök á einu ári í fyrsta skipti í Evrópu.

Bílar
Fréttamynd

Bílaleiga Akureyrar með 20 Hyundai Kona EV til leigu

Bílaleigan Akureyrar - Höldur ehf., hefur tekið við tuttugu bílum af gerðinni Hyundai Kona EV sem bílaleigan fékk afhenta nýlega hjá Hyundai á Íslandi við Kauptún í Garðabæ. Um er að ræða Premium útgáfu þessa 100% rafbíls sem búinn er ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði ásamt stærri og langdrægari rafhlöðunni, 64 kWh, sem skilar 204 hestöflum og allt að 449 km drægni á rafhlöðunni.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Mercedes-Benz EQA rafbíll frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz EQA rafbíll var heimsfrumsýndur í dag en bíllinn var frumsýndur á öllum mörkuðum í gegnum stafræna miðla. Mercedes-Benz sýndi hugmyndaútgáfu bílsins í Frankfurt árið 2017.

Bílar
Fréttamynd

Af hverju er Orka náttúrunnar í orkuskiptum?

Orka náttúrunnar (ON) framleiðir og selur rafmagn á landsvísu. Framtíðarsýn fyrirtækisins er sú að auka lífsgæði og skapa verðmæti á sjálfbæran hátt og vera leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku, en rafmagn er innlend endurnýjanleg orka.

Skoðun
Fréttamynd

Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði

Olís hefur opnað nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð félagsins á Reyðarfirði. Hraðhleðslustöðvar Olís eru þar með orðnar fjórar; í Álfheimum í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, Siglufirði og Reyðarfirði.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai i10 besti borgarbíllinn 2021 að mati What Car

Breski bílavefurinn What Car? hefur útnefnt nýjan Hyundai i10 besta borgarbíl ársins 2021. Þetta var tilkynnt á árlegri verðlaunahátíð What car? sem fram fór á netinu fyrr í vikunni, þar sem i10 var lofaður fyrir hagkvæmni í rekstri, góðan tæknibúnað og ekki síst þægindi þar sem i10 þykir meðal annars einkar hljóðlátur.

Bílar
Fréttamynd

Segir leitt að missa 4×4 og hafnar á­sökunum um harð­línu­stefnu

„Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu.

Innlent
Fréttamynd

2021 og hraðari orkuskipti

Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðshlutdeild Mercedes-Benz tvöfaldaðist á Íslandi

Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið og jók söluna verulega á síðasta ári miðað við árið á undan. Alls voru nýskráðir 324 Mercedes-Benz bílar á árinu 2020. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz hér á landi tvöfaldaðist á milli ára, fór úr 1,7% árið 2019 í 3,5% árið 2020 á sama tíma og sala nýrra fólksbíla dróst saman um 20,1% á síðasta ári.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi

Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kia kynnir nýtt merki

Kia kynnti í dag nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýnar og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins.

Bílar
Fréttamynd

Kona innkölluð vegna villu

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendur
Fréttamynd

Rafmagn í fyrsta skipti vinsælasti orkugjafinn

Samtals voru nýskráðir 2356 rafbílar á síðasta ári. Bensín bílar voru 2139 og 1805 dísil bílar. Til samanburðar voru nýskráðir 917 nýir rafbílar árið 2019. það er því aukning um 157% á milli ára. Tesla Model 3 er lang mest selda undirtegund rafbíla með 856 bíla nýskráða.

Bílar