Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Framleiðslu á BMW i8 hætt í apríl

BMW tilkynnti í september í fyrra að það stæði til að hætta framleiðslu á tengiltvinn sportbílnum i8. Nú hefur verið staðfest að framleiðslan hættir í apríl.

Bílar
Fréttamynd

Tesla hefur framleitt milljón bíla

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði á Twitter á dögunum að Tesla hefði framleitt sinn milljónasta bíl. Það var þessi rauða Model Y bifreið sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Bílar
Fréttamynd

Myndum af nýjum Ford Bronco lekið

Bílaframleiðandinn Ford hefur ekki farið neitt leynt með að vinna að nýrri kynslóð af Ford Bronco. Óvíst er þó hvenær bíllinn verður formlega frumsýndur en myndum af honum hefur verið lekið á netið.

Bílar
Fréttamynd

Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai kynnir hugmyndabílinn Spádóm

Hyundai kynnti á þriðjudagsmorgunn hugmyndabílinn Prophecy sem þýðir spádómur, en hann sýnir spá Hyundai um hvað muni einkenna í megindráttum þróun í hönnun næstu kynslóða rafbíla frá fyrirtækinu.

Bílar
Fréttamynd

Peugeot 208 er bíll ársins 2020 í Evrópu

Peugeot 208 fékk afgerandi flest stig í kjöri evrópskra bílablaðamanna á bíl ársins 2020. Hann fékk 281 stig á meðan Tesla Model 3 fékk 242 og Porsche Taycan fékk 222 stig. Það var því ekki við neina aukvisa að etja.

Bílar
Fréttamynd

Bílaleigur draga saman seglin um fjörutíu prósent

Samkvæmt frétt á vef Bílgreinasambandsins seldust alls 694 fólksbílar í febrúar. Það er 13,4% samdráttur miðað við sölu í febrúar í fyrra. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára.

Bílar
Fréttamynd

Bílasýningunni í Genf aflýst vegna kórónuveirunnar

Svissnesk yfirvöld bönnuðu á föstudag í síðustu viku samkomur þar sem þúsund eða fleiri munu koma saman. Ástæðan er ótti um frekari útbreiðslu kórónaveirunnar. Af þessu leiðir að bílasýningunni í Genf hefur verið aflýst.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Kia Ceed SW tengiltvinnbíll frumsýndur

Bílaumboðið Askja mun frumsýna nýjan Kia Ceed Sportswagon í tengiltvinn útfærslu í Kia húsinu að Krókhálsi á morgun, laugardag kl 12-16 samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen Golf Mk8 GTI

Nýr Golf GTI verður frumsýndur á bílasýningurinni í Genf í Sviss í næstu viku. Bíllinn verður aðalstjarna Volkswagen á sýningunni. Golf GTI er sportútgáfa af Volkswagen Golf.

Bílar
Fréttamynd

Polestar Precept rafbíll úr endurunnu plasti

Polestar, rafsportbílamerki Volvo hefur kynnt nýjan bíl. Polestar Precept er afar umhverfisvænn bíll, ekki nóg með að hann sé rafbíll heldur er hann að miklu leyti úr endurunnum plastvörum.

Bílar
Fréttamynd

Rafmagnaður strætó til reynslu á Íslandi

Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti mikla athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Defender stekkur 30 metra í James Bond

Nýr Land Rover Defender fékk það óþvegið í nýrri James Bond mynd, No Time To Die. Í hverri tökunni á fætur annarri flugu þeir í loftköstum í æsilegum eltingarleikjum eins og myndirnar sýna. Þar á meðal er eitt 30 metra stökk og heilhringur.

Bílar
Fréttamynd

Dacia rafbíll væntanlegur á næsta ári

Eitt vinsælasta bílavörumerki landsins, Dacia sem leggur sig fram við að framleiða einfalda bíla á lágum verðum ætlar að fara að bjóða rafbíl til sölu innan Evrópu á næsta ári.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Peugeot e-208 hreinn rafbíll frumsýndur á morgun

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot e-208 100% hreinan rafbíl með 340 km drægni og engri CO2 losun. Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Með þessu afli kemst Peugeot e-208 frá 0 upp í 100 á 8,1 sekúndu. Glænýr undirvagn Peugeot e-208 er hannaður með innbyggðri 50 kwh rafhlöðu svo að innra rýmið er jafnstórt og í hefðbundnum Peugeot 208. Peugeot e-208 rafbíll er með fimm ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

Bílar
Fréttamynd

Dreifing á bílum BL til allra helstu kaupendahópanna

Í janúar voru 838 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 14% færri en í fyrra. Af þeim voru 280 af merkjum frá BL og var markaðshlutdeild BL 33,4% á markaðnum í heild, samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Hér er yfirlit yfir nákvæma skiptingu seldra bíla.

Bílar
Fréttamynd

Árið fer vel af stað hjá Heklu

Samkvæmt fréttatilkynningu frá bílaumboðinu Heklu fer árið 2020 vel af stað. Umboðið er í efsta sæti í sölu vistvænna bifreiða í janúar með 39,4% af nýjum seldum vistvænum bílum. Volkswagen er með flestar nýskráningar fólksbifreiða í janúar eða 13,5% markaðshlutdeild. Vörumerkið Volkswagen er líka með flestar nýskráningar á heildarmarkaði fólks- og sendibifreiða í janúar, eða 107 bifreiðar í heildina og 13% markaðshlutdeild.

Bílar
Fréttamynd

Nýr og hátæknivæddur E-Class á leiðinni

Mercedes-Benz E-Class er vinsælasti bíll þýska lúxusbílaframleiðandans og í huga margra hjarta þríhyrndu stjörnunnar. Alls hafa yfir 14 milljónir eintaka selst af E-Class á heimsvísu síðan bíllinn kom á markað árið 1946 og er hann söluhæsti bíll Mercedes-Benz í sögunni. E-Class hefur ávallt haft voldugt og virðulegt útlit og er af mörgum talin táknmynd Mercedes-Benz.

Bílar
Fréttamynd

Árið 2020 hjá Hyundai

Heiðar Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi gerir ráð fyrir aukningu á sölu frá síðasta ári og segir að starfsfólk Hyundai fari bjartsýnt inn í árið. Þá eru margar nýjungar væntanlegar sem tengjast aukinni rafvæðingu.

Bílar
Fréttamynd

Mazda fagnar 100 ára afmæli

Mazda fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir og Brimborg, umboðsaðili mazda á Íslandi ætlar að taka þátt með stórsýningu. Gleðin hefst laugardaginn 8. febrúar með stórsýningu í Reykjavík og á Akureyri.

Bílar
Fréttamynd

16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar

Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílar