Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég hef ekkert með einka­skóla að gera“

Mennta og barnamálaráðherra hafnar alfarið ásökunum um valdníðslu af hálfu rektors Kvikmyndaskóla Íslands. Umtalsverðu fjármagni hafi verið veitt í skólann fyrir áramót sem hafi átt að duga út árið. Það sé við engan að sakast nema Kvikmyndaskólann. 

Innlent
Fréttamynd

Lausn mennta­mála­ráð­herra sé vald­níðsla

Rektor, starfsfólk og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands er ekki ánægt með tillögu mennta- og barnamálráðherra um að nemendur við skólann gætu lokið námi sínu við Tækniskólann. Rekstrarfélag Kvikmyndaskólans er farið í gjaldþrotameðferð.

Innlent
Fréttamynd

Kveðju kastað á Megas í til­efni dagsins

Einhver áhrifamesti tónlistar- og kvæðamaður landsins – Magnús Þór Jónsson aka Megas – er áttræður í dag. Á Facebook má sjá marga kasta kveðju á skáldið. Lausleg rannsókn leiðir í ljós að aðdáendur hans eru einkum karlmenn þó stöku kvenmaður slæðist með.

Lífið
Fréttamynd

Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes

Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stjörnum prýdd stikla Black Mirror

Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er að segja að þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Getur Sturlunga snúið aftur?

Kvikmyndagerð á Íslandi er ekki aðeins listform, heldur öflugur drifkraftur sem mótar og styrkir sjálfsmynd okkar sem þjóðar hér heima og erlendis á sama tíma og hún skapar umtalsverð efnahagsleg verðmæti fyrir þjóðarbúið.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég verð dauður áður en kvik­mynda­húsin loka“

Finninn Mika Juhani Kaurismäki er frumkvöðull í kvikmyndagerð. Hann, ásamt yngri bróður sínum Aki, hristu af sér ok Sovéttímans á sínum tíma sem lá eins og mara yfir finnsku þjóðlífi og breyttu finnskri kvikmyndagerð svo um munar. Segja má að þeir hafi samhliða breytt kvikmyndagerð í allri Skandinavíu og víðar. Áhrif þeirra bræðra verða seint ofmetin.

Menning
Fréttamynd

Kvikmyndaskóli Ís­lands er gjald­þrota

Rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands er farið í gjaldþrotameðferð. Þetta kemur fram í tölvupósti Hlínar Jóhannesdóttur rektors til starfsfólks og kennara í morgun. Hún biðlar til starfsfólks að halda starfsemi gangandi þótt margir eigi inni laun hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Eins­leit Edda

Hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðalleikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki?

Skoðun
Fréttamynd

Happy Gilmore snýr aftur

Happy Gilmore snýr aftur á golfvöllinn eftir tæplega þrjátíu ára fjarveru þann 25. júlí þegar framhald sígildu golfgrínmyndarinnar kemur út á Netflix. Ný stikla úr myndinni var frumsýnd í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn

Vesturport hyggst ráðast í framhaldsþáttaseríu af Verbúðinni, seríu sem sló í gegn á Ríkisútvarpinu fyrir nokkrum árum síðan. Nýja serían hefur enn ekki fengið íslenskt heiti en heitir Stick 'Em Up á ensku, eða Hendur upp og verður hún kynnt nánar á kvikmynda- og sjónvarpshátíðinni Series Mania síðar í mánuðinum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skarp­héðinn til Sagafilm

Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Anora sigur­vegari á Óskarnum

Kvikmyndin Anora fékk flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór vestanhafs í nótt. Myndin fékk alls fimm verðlaun og var meðal annars valin besta myndin. Þá varð leikstjóri myndarinnar Sean Baker sá fyrsti til að vinna fern verðlaun fyrir sömu myndina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo

„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Lífið
Fréttamynd

Bezos bolar Broccoli burt frá Bond

Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds.

Bíó og sjónvarp