Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Gísli Snær segir ekki litið til þess hvar eigi að sýna af­urðina

Gísli Snær Erlingsson hjá Kvikmyndamiðstöð segir það rangt hjá Magnúsi Ragnarssyni hjá Símanum að horft sé til þess hvar sýna eigi þætti sem styrktir hafa verið af Kvikmyndasjóði. Styrkirnir séu ekki til sjónvarpsstöðvanna heldur er litið fyrst og síðast til möguleika handritsins.

Innlent
Fréttamynd

Allir styrkirnir í RÚV-verkefni

Kvikmyndasjóður hefur verið tæmdur til Ríkisútvarpsins þetta árið en engin verkefni hjá öðrum miðlum virðast fá styrk. Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segir jafnræðis ekki gætt og að þetta sé enn eitt dæmið um slæma samkeppnisstöðu, en Ríkisútvarpið hafi þegar gríðarlegt forskot. Ríkið leiti lausna en það sé í raun vandinn.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ráð­gjafi van­hæfur vegna fjár­hags­legra hags­muna og fyrrverandi for­­stöðu­­maður fær vonda um­­­sögn

Menningamálaráðuneytið úrskurðaði kvikmyndaráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar vanhæfan vegna fjárhagslegra hagsmuna til að taka ákvörðun tengda umsókn um eftirvinnslustyrk kvikmyndar. Synjun umsóknarinnar var snúið við vegna þess að ekkert benti til þess að forstöðumaður sjóðsins hefði komið að ákvörðuninni og vegna skorts á rökstuðningi.

Innlent
Fréttamynd

Kim Kar­dashian sýnir ógn­vekjandi hliðar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tjörvi tekur við af Hilmari

Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri

Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki

Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Mike Down­ey heiðraður á Stock­fish

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning