Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Töff skepnur og gervimenni í tilvistarkreppu

Með myndinni Alien: Covenant er reynt að brúa bilið á milli forverans, Prom­etheus, og fyrstu Alien-myndarinnar. Í henni er allt reynt til að láta hana fylgja formúlu upprunalegu myndarinnar en í senn halda áfram að stúdera sömu hugmyndir og Prometheus gerði. Alien: Covenant spilast á margan hátt út eins og tvær bíómyndir sem hefur verið klesst saman í eina; Prom­etheus framhaldið og Alien "endurgerðin“.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sverð, seiðkarlar og konungleg vitleysa

Það er erfitt að halda tölu á því hversu margar myndir hafa verið gerðar um Artúr konung, riddara Camelots eða galdrana þar í kring, alvarlegar sem yfirdrifnar, en þar bætist núna Guy Ritchie í hópinn og matreiðir goðsagnirnar með sínum brögðum, bæði til hins betra og verra.

Gagnrýni
Fréttamynd

Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð

Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni.

Lífið
Fréttamynd

Stílrænn óhugnaður en takmarkaður hrollur

Íslensk kvikmyndagerð hefur margt getið af sér; spennusögur, gamanmyndir, barnamyndir, fjölskyldudrama eða þroskasögur í bílförmum, nefnið það. Þökk sé leikstjóranum Óskari Þór Axelssyni eigum við líka að minnsta kosti eina frábæra glæpamynd til á skrá. Geiramyndir eru hins vegar eitthvað sem við höfum ekki alveg náð þéttum tökum á, hvað þá hrollvekjur eða draugamyndir. En sökum slaks framboðs er öruggt að gefa Ég man þig heiðurinn af því að vera besta íslenska mynd beggja tegunda frá því að Húsið var og hét.

Gagnrýni
Fréttamynd

Dásamlegt að geta bara búið til bíó

Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Íslandi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans.

Menning