Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Svakaleg fyrsta stikla úr nýrri íslenskri hrollvekju

Þann 27. október næstkomandi verður ný íslensk kvikmynd frumsýnd en hún ber heitið Rökkur. Um er að ræða dramatíska hrollvekju um dáið ástarsamband en með aðalhlutverk fara Björn Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vitleysingar Vetrarbrautarinnar í góðum fíling

Þegar Guardians of the Galaxy kom út fyrir þremur árum þótti Marvel-stúdíóið taka mikla áhættu með myndinni, enda könnuðust fáir við hetjurnar fyrirfram og þá var óvíst hvort almenningur myndi tengja sig við súran og ærslafullan tón hennar. Þess vegna sló það marga út af laginu hvað útkoman reyndist vera þrusuvel heppnuð og náði leikstjórinn, sérvitringurinn og atvinnu­nördið James Gunn að stuða heljarinnar ferskleika, gríni og slettu af sál í létta og óvenjulega geim­óperu. Eðlilega er þá staðallinn fyrir framhaldsmyndina nokkuð hár.

Gagnrýni
Fréttamynd

Happy Days leikkona látin

Erin Moran, sem þekktust er fyrir túlkun sína á persónunni Joanie Cunningham í gamanþáttaröðunum Happy Days og Joanie Loves Chachi, er látin. Hún var 56 ára.

Lífið
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­sam­tök vara við 13 Rea­sons Why

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Charlie Murphy látinn

Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði.

Bíó og sjónvarp