Sænski sjónvarpsmaðurinn Ingvar Oldsberg fallinn frá Ingvar Oldsberg, einn þekktasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 10. febrúar 2022 13:15
Tökur eru hafnar við Mývatn á nýrri mynd Hafsteins Tökur eru hafnar á nýrri mynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem er að gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á ensku. Hafsteinn er meðal annars þekktur fyrir myndirnar Undir trénu og París norðursins. Bíó og sjónvarp 9. febrúar 2022 15:38
„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. Innlent 8. febrúar 2022 20:31
Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. Lífið 8. febrúar 2022 19:30
Dýrið ekki tilnefnt til Óskarsverðlaunanna Íslenska kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hlaut ekki Óskarstilnefningu í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 13:38
Tilnefningar til Óskarsins hafa verið kynntar en Dýrið komst ekki áfram Í dag verða tilnefningar til Óskarsins árið 2022 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Í ár eru það Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan sem afhjúpa hverjir eiga möguleika á því að vinna verðlaunin þetta árið. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 11:29
Telur framtíð Nágranna ekki í hættu Fyrrverandi stjórnandi hjá BBC, ITV og Channel 4 í Bretlandi hefur ekki trú á því að framtíð áströlsku sápuóperunnar Nágranna sé í hættu. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 11:24
Bruce Willis fær sinn eigin flokk á Razzie-verðlaununum Í gær var tilkynnt hvaða myndir eru tilnefndar til Razzie-verðlaunanna í ár. Á hátíðinni er kastljósinu beint að því versta í kvikmyndum. Verðlaunin eru afhent degi á undan Óskarnum, þar sem það besta fær alla athyglina. Bíó og sjónvarp 8. febrúar 2022 09:24
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. Bíó og sjónvarp 7. febrúar 2022 08:55
Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið. Innlent 4. febrúar 2022 21:27
Fyrsta sýnishornið úr Allra síðustu veiðiferðinni Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýnum hér fyrsta sýnishornið úr myndinni. Bíó og sjónvarp 3. febrúar 2022 14:00
Áramótaskaupið telst í ófyndnara lagi Könnun Maskínu leiðir í ljós að Áramótaskaup Ríkisútvarpsins að þessu sinni þótti ekki sérstaklega gott. Bíó og sjónvarp 3. febrúar 2022 13:42
Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Erlent 2. febrúar 2022 22:02
„Við erum öll í þessu af hjartans list“ „Manni finnst eins og það sé svolítið fullorðins að vinna þessi verðlaun.“ Bíó og sjónvarp 2. febrúar 2022 20:01
Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum. Menning 2. febrúar 2022 16:03
Goldberg skikkuð í tveggja vikna frí þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur verið skikkuð í tveggja vikna leyfi í kjölfar ummæla sem hún lét falla um Helförina. Erlent 2. febrúar 2022 07:06
Heimildarmynd um lífið bakvið tjöldin á And Just Like That Sex and The City framhaldinu And Just Like That verður fylgt eftir með heimildarmynd um gerð þáttanna þannig að aðdáendur þurfa ekki að örvænta þegar þáttaröðin klárast. Lífið 1. febrúar 2022 19:31
Nightmare Alley: Oftast eru hinar troðnu slóðir betri Bradley Cooper leikur Stanton Carlisle, dularfullan mann sem rambar í starf í ferðatívolí í Nightmare Alley, nýjustu kvikmynd Guillermo del Toro. Þessi nýjasta mynd mexíkóska Óskarsverðlaunahafans lítur mjög vel út á pappír en þegar á hólminn er komið ræður del Toro ekki við verkefnið. Gagnrýni 31. janúar 2022 13:32
„Tilvalið tækifæri fyrir íslenskt kvikmyndafólk“ Sprettfiskur er stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar þar sem markmiðið er að vekja athygli á upprennandi íslensku kvikmyndagerðarfólki. Menning 30. janúar 2022 13:00
Beinstífur við barinn á Glaumbæ í öðru lífi Skemmtiþátturinn Glaumbær hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld þar sem Björn Stefánsson ætlar að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum. Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971. Lífið 28. janúar 2022 13:30
Dómur Joe Exotic styttur í dag Bandarískur dómari í Oklahoma-borg mun í dag ákveða nýja refsingu fyrir Joseph Maldonado -Passage, sem er betur þekktur sem Joe Exotic eða „Tígrisdýrakonungurinn“. Það er eftir að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að stytta ætti dóm sem hann hlaut fyrir að reyna að ráða leigumorðingja til að myrða óvin sinn. Erlent 28. janúar 2022 13:19
Viðtalið sem allir Spider-Man aðdáendur hafa beðið eftir Aðdáendur Spider-Man myndanna hafa beðið spenntir eftir viðtali þar sem allir leikarnir sem hafa leikið hann koma saman. Draumurinn rættist og komu þeir Tom Holland, Andrew Garfield og Tobey McGuire saman í viðtali hjá Pete Hammond. Viðtalið fór fram í gegnum fjarskiptabúnað og virtust þeir allir vera hæstánægðir með hvorn annan. Lífið 27. janúar 2022 16:16
Netverjar elska Verbúðina og vilja sambærilega þætti fyrir önnur mál Sjónvarpsþátturinn Verbúðin úr smiðju Vesturports hefur vakið mikla lukku meðal Íslendinga og velta netverjar nú fyrir sér hvaða íslensku mál þurfi að taka fyrir á sambærilegan hátt. Lífið 27. janúar 2022 13:01
Mjallhvít og dvergarnir sjö endurgerðin er ekki vinsæl hjá Peter Dinklage Leikaranum Peter Dinklage finnst það taktlaust af Disney að vera að búa til mynd um sjö dverga sem búa í helli og opnaði hann sig um málið. Umræðan átti sér stað í viðtali hjá Marc Maron´s WTF hlaðvarpinu. Lífið 26. janúar 2022 14:15
Yfirvöld vinna í nýjum enda Fight Club í Kína Fight Club, kvikmyndin víðfræga frá 1999, hefur tekið breytingum í Kína. Hin klassíska mynd David Fincher með þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverkum, birtist nýlega á streymisveitunni Tencent Video í Kína með mikið breyttum endi. Bíó og sjónvarp 25. janúar 2022 14:02
Bubbi um svörtu gleraugun hjá Hemma Gunn: „Ég var bara út úr stónd“ Bubbi Morthens kveðst muna eftir nánast öllum þeim skiptum sem hann kom fram í þáttum Hemma Gunn. „Það er ástæða fyrir því að ég var alltaf með kolsvört Ray-Ban gleraugu í öllum Hemma Gumm þáttunum, það var bara vegna þess að ég var út úr stónd,“ segir hann. Lífið 24. janúar 2022 20:40
We Don't Talk About Bruno vinsælasta lag Disney í 26 ár Bíómyndin Encanto frá Disney hefur farið sigurför um heiminn síðustu mánuði og hefur lagið We Don´t Talk About Bruno nú slegið met ísdrottningarinnar Elsu við á bandaríska topplistanum Billboard Hot 100. Tónlist 24. janúar 2022 16:30
Afþreying í einangrun Nú eru mörg þúsund manns í einangrun eða sóttkví og margir bætast í hópinn á degi hverjum. Í þeirri stöðu er fátt hægt að gera til að stytta sér stundir. Við hjá Stöð 2+ tókum því saman nokkrar þáttaraðir sem hafa verið vinsælar og eru tilvaldar til að háma í sig í þessu ástandi. Lífið samstarf 24. janúar 2022 16:19
Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. Lífið 23. janúar 2022 10:01
Aníta Briem stígur sín fyrstu skref sem handritshöfundur Aníta Briem, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir leik sinn, hefur lokið skrifum á sjónvarpsþáttaröðinni Svo lengi við lifum. Þáttaröðin er framleidd af Glassriver í samstarfi við Stöð 2. Hún segir þáttaröðina vera óð sinn til ástarinnar. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2022 09:01