Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt fer úrskeiðis hjá konunni í glugganum

Woman in the Window átti að vera svokölluðu „prestige picture“ fyrir FOX 2000. Hér átti að hóa í mannskap sem myndi skila FOX-apparatinu Óskarstilnefningum. Svo fór því miður ekki, þar sem myndin endaði á Netflix, sem er hið nýja beint á VHS.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar

Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar.

Innlent
Fréttamynd

Leikarinn Charles Grodin er látinn

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Charles Grodin, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í myndunum Midnight Run, The Heartbreak Kid og Beethoven, er dáinn. Hann var 86 ára gamall og dó úr krabbameini í dag.

Lífið
Fréttamynd

Óvissunni um Stockfish eytt

Eftir töluverða óvissu er ljóst að hægt verður að standa fyrir kvikmyndahátíðinni Stockfish frá 20. maí til 30. maí í Bíó Paradís.

Lífið
Fréttamynd

Vinamótin fá sýningardag

Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Myndin sem smíðakennarinn vill að þú sjáir

Laugarásbíó tók nýverið til sýningar Óskarsverðlaunamyndina Promising Young Woman, en hún hlaut verðlaunin eftirsóttu í flokknum besta frumsamda handrit. Það að horfa á hana nú í miðri annarri #metoo-bylgju gefur henni enn meira vægi og vigt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ellen segir skilið við skjáinn

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta.

Lífið
Fréttamynd

Ný stikla úr Venom 2

Nú er komin út glæný stikla úr kvikmyndinni Venom: Let There Be Carnage sem er væntanleg í kvikmyndahús þann 24. september á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Bachelor Par­ty-stjarnan Tawny Kitaen er látin

Bandaríska leikkonan Tawny Kitaen er látin, 59 ára að aldri. Kitaen sló í gegn í kvikmyndinni Bachelor Party, Steggjaveislunni, frá árinu 1984 sem skartaði Tom Hanks í aðalhlutverki, en hún átti síðar eftir að birtast í fjölda annarra kvikmynda og tónlistarmyndböndum, meðal annars með rokksveitinni Whitesnake.

Lífið
Fréttamynd

„Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“

„Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag.

Lífið
Fréttamynd

Tökur hafnar á House of the Dragon

Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Keeping Faith: Nýtt í maí á Stöð 2+

Þættirnir Keeping faith gerast í friðsælum smábæ í Wales. Þar býr lögfræðingurinn Faith Howells og í fyrstu virðist lífið leika við hana. Hins vegar snýst veröld hennar á hvolf þegar eiginmaður hennar hverfur sporlaust. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti

Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit.

Bíó og sjónvarp