Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Körfubolti 8. apríl 2010 20:58
Spilar til að heiðra minningu föður síns Svitaböndin sem Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, ber í leikjum hafa vakið athygli enda ekki hefðbundin og skarta áletruninni: GÞS. Körfubolti 8. apríl 2010 14:15
Páll: Við höfum fengið allskonar gagnrýni síðustu daga KR-ingar voru í miklu stuði allir sem einn í 19 stiga sigri liðins á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Þjálfarinn Páll Kolbeinsson var líka ánægður með sína menn. Körfubolti 7. apríl 2010 22:48
Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:42
Skarphéðinn: Búinn að vera ferskur á bekknum að bíða eftir tækifæri Skarphéðinn Freyr Ingason hefur lifað tímanna tvenna með KR-ingum og er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið með í báðum Íslandsmeistaraliðum félagsins síðustu þrjú ár. Skarphéðinn átti flotta innkomu í KR-liðið í 19 stiga sigri á Snæfelli í Hólminum í kvöld eftir að hafa fengið ekkert að spila í fyrsta leiknum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:32
Tommy fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn KR-ingurinn Tommy Johnson átti sinn langbesta leik í langan tíma þegar KR-ingar unnu 19 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Tommy hafði aðeins skorað 11 stig í fyrstu þremur leikjum KR í úrslitkeppninni en skoraði 18 stig í kvöld. Tommy setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:18
Ingi Þór: Þeir svöruðu vel í dag enda með frábært lið Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að horfa upp á sína menn tapa með 19 stigum fyrir KR á heimavelli sínum í Hólminum í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell gat komist í 2-0 í einvíginu og þar með í algjöra lykilstöðu en nú er staðan orðin 1-1 og KR er aftur komið með heimavallarréttinn. Körfubolti 7. apríl 2010 22:09
Stuðningsmenn KR fögnuðu með klósettrúllukasti KR vann í kvöld afar góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi og jafnaði þar með rimmu félaganna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Staðan í einvíginu, 1-1. Körfubolti 7. apríl 2010 21:06
Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. Körfubolti 7. apríl 2010 15:00
Er kominn tími fyrir Tommy að skipta aftur í gamla treyjunúmerið? Það hefur lítið gengið hjá KR-ingnum Tommy Johnson að undanförnu. Leikbann, meiðsli og hver slaki leikurinn á fætur öðrum hefur séð til þess að KR-ingar hafa lítið getað treyst á annan erlenda leikmanninn sinn. Körfubolti 7. apríl 2010 14:30
Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2010 14:00
1-0 fyrir Snæfell - myndir Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 6. apríl 2010 08:58
Ingi Þór: Við vorum mjög góðir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kampakátur eftir sigurinn á KR í DHL-höllinni í gær. Körfubolti 6. apríl 2010 08:31
Brynjar: Við vinnum í Hólminum „Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2010 08:28
Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Körfubolti 6. apríl 2010 08:23
Keflvíkingar unnu heimasigur á Njarðvík í jöfnum leik Keflvíkingar unnu granna sína í Njarðvík í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Iceland Express-deildarinnar. Körfubolti 5. apríl 2010 22:05
Snæfell skellti KR í Vesturbænum Snæfell er komið með yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu gegn KR eftir magnaðan útisigur í Vesturbænum í kvöld, 84-102. Körfubolti 5. apríl 2010 20:50
Einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur: Hafa alltaf náð að hefna árið eftir Nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Liðin mættust í átta liða úrslitunum í fyrra og þá vann Keflavík 2-0. Keflavík er einnig með heimavallarréttinn í ár og hefst fyrsti leikurinn í Toyota-höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2010 15:15
Undanúrslitin í körfunni hefjast í kvöld Það er lítið páskafrí hjá körfuknattleiksmönnum því undanúrslitin í Iceland Express-deild karla fara af stað með látum í kvöld. Körfubolti 5. apríl 2010 13:15
Bestu mennirnir í einvígum 8 liða úrslitanna - Hlynur skilaði mestu Bæði undanúrslitaeinvígin í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta hefjast í kvöld og það er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn stóðu sig best í átta liða úrslitunum. Körfubolti 5. apríl 2010 10:00
Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum. Körfubolti 2. apríl 2010 15:30
Keflavík og Njarðvík komin í undanúrslitin í 23. sinn - eiga metið Keflavík og Njarðvík bættu bæði við metið sem þau eiga saman þegar lið félaganna tryggðu sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi. Keflavík vann þá öruggan 107-78 sigur á Tindastól en Njarðvík vann 88-72 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Körfubolti 2. apríl 2010 12:00
Undanúrslitin hefjast á mánudag Í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Það varð einnig ljóst í kvöld á hvaða dögum liðin munu mætast. Körfubolti 1. apríl 2010 22:31
Magnús: Elska að fá Keflavík núna Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans. Körfubolti 1. apríl 2010 21:39
Teitur: Menn trúa ekki hvað þeir geta spilað vel Sá mikli keppnismaður, Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld en Teitur er sanngjarn maður og hann viðurkenndi að Njarðvík hefði unnið verðskuldað. Körfubolti 1. apríl 2010 21:29
Guðjón Skúlason: Kláruðum þá mjög fljótlega „Vörnin var rosalega sterk og þeir áttu engin svör gegn henni,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur , eftir 29 stiga sigurinn á Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar eru því komnir í undanúrslitin. Körfubolti 1. apríl 2010 21:23
Karl Jónsson: Ósáttir við að tapa með þessum hætti „Keflvíkingar voru númeri of stórir fyrir okkur í kvöld," sagði Karl Jónsson, þjálfari Tindastóls, eftir tapið í Keflavík. Heimamenn unnu oddaleikinn 107-78 og sendu Tindastól í sumarfrí. Körfubolti 1. apríl 2010 21:12
Umfjöllun: Njarðvík númeri of stórt fyrir Stjörnuna Njarðvík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Stjörnunni, 72-88, í oddaleik í Ásgarði í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík í undanúrslitunum. Körfubolti 1. apríl 2010 20:49
Umfjöllun: Létt verk og löðurmannlegt hjá Keflavík Keflavík er komið í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar eftir að hafa unnið Tindastól örugglega í oddaleik í Toyota-sláturhúsinu í kvöld 107-78. Keflvíkingar hertu tökin í öðrum leikhluta og gestirnir áttu aldrei möguleika eftir það. Körfubolti 1. apríl 2010 20:47
Aðeins fjórum sinnum verið eintómir útisigrar í þriggja leikja seríu Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í Ásgarði í Garðabæ í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta. Liðin hafa skipts á að vinna hvort annað á útivelli og nú er komið að oddaleiknum sem verður á heimavelli Stjörnumanna. Körfubolti 1. apríl 2010 17:45