Iceland-Express deildin: KR vann Stjörnuna KR vann frábæran sigur á Stjörnunni í stórskemmtilegum leik í Garðabænum í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland-Express deildinni og voru þeir allir jafnir og spennandi. Körfubolti 12. mars 2010 20:45
43 prósent karfanna hans Jón Orra á árinu 2010 hafa verið troðslur Eins og fram kom í viðtali við Fannar Ólafsson, fyrirliða KR, á heimasíðu félagsins þá voru leikmenn KR-liðsins einstaklega duglegir að troða í síðasta leik liðsns. KR-ingar tróðu alls átta sinnum í þessum 96-72 sigri á Blikum en enginn tróð þó oftar en Jón Orri Kristjánsson. Körfubolti 12. mars 2010 15:30
Grindvíkingar sýna beint frá leik sínum í Hólminum í kvöld Það verður stórleikur í Stykkishólmi í kvöld þegar heimamenn í Snæfelli taka á móti einu heitasta liði Iceland Express deildarinnar, Grindavík. Snæfell vann bikarúrslitaleik liðanna í dögunum en Grindavík hefur unnið sex deildarleiki í röð og rokið við það upp stigatöfluna. Körfubolti 12. mars 2010 13:30
Fannar Ólafsson: Átta troðslur hjá KR-liðinu í síðasta leik Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum. Körfubolti 12. mars 2010 11:30
Keflavík vann stórleikinn gegn Njarðvík Keflavík vann Njarðvík 82-69 í Iceland Express-deildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 37-23 en Njarðvíkingar skoruðu aðeins fimm stig í öðrum leikhluta. Körfubolti 11. mars 2010 21:03
Halda Keflavík og Njarðvík áfram að bursta hvort annað? Reykjanesbæjarstórveldin í körfunni, Keflavík og Njarðvík, mætast í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í Toyota-höll þeirra Keflvíkinga og hefst klukkan 19.15. Körfubolti 11. mars 2010 16:00
Umfjöllun: Njarðvíkingar í annað sætið eftir baráttusigur Teitur Örlygsson þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigrinum í Ljónagryfjunni sem þjálfari Stjörnunnar eftir 72-67 tap fyrir Njarðvík í miklum baráttuleik í gær. Njarðvík fór upp í annað sætið með sigrinum. Körfubolti 6. mars 2010 06:00
Nick Bradford: Ég elska að spila þessa stöðu Nick Bradford átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda þegar Njarðvík vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Nick var með 19 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum. Körfubolti 5. mars 2010 22:00
Teitur Örlygsson: Neistinn kemur á hárréttum tíma Teitur Örlygsson náði ekki að stýra sínum strákum í Stjörnunni til sigurs á móti hans gömlu félögum í Njarðvík í kvöld en hann var ánægður með baráttuanda og varnarleik sinna manna í naumu 67-72 tapi. Körfubolti 5. mars 2010 21:56
Njarðvík lagði Stjörnuna - ÍR vann FSu Njarðvík sigraði Stjörnuna 72-67 í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deildinni. Garðbæingar hleyptu mikilli spennu í leikinn undir lokin með góðri rispu þegar Njarðvíkingar virtust hafa stungið af. Körfubolti 5. mars 2010 21:16
Stórleikur í Njarðvík í kvöld Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Njarðvík verður boðið upp á stórleik þegar heimamenn taka á móti Stjörnunni. Körfubolti 5. mars 2010 16:00
Guðjón: Dapur varnarleikur framan af „Fyrst og fremst er ég ósáttur við mitt lið. Við vorum lengi af stað," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir tapleik hans manna í Grindavík í kvöld. Körfubolti 4. mars 2010 21:24
Friðrik: Liðsvörnin vann leikinn Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum hæstánægður með sigur liðsins í grannaslagnum gegn Keflavík í kvöld. Körfubolti 4. mars 2010 21:19
Brynjar áfram í stuði og KR með fjögurra stiga forskot á toppnum Brynjar Þór Björnsson var áfram í stuði þegar KR-ingar unnu 24 stiga sigur á Blikum í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-ingar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með þessum sigri þar sem Keflavík tapaði í Grindavík. Körfubolti 4. mars 2010 21:07
Hamarsmenn skrefi nær úrslitakeppninni eftir sigur á Fjölni Hamarsmenn komust skrefi nær úrslitakeppninni eftir fimm stiga sigur á Fjölnismönnum, 89-84, í Hvergerði í kvöld. Fjölnismenn höfðu verið á miklu flugi í síðustu leikjum og voru komnir upp fyrir Hamar eftir þrjá sigra í síðustu fimm leikjum. Körfubolti 4. mars 2010 20:59
Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í spennuleik Grindvíkingar jöfnuðu Keflvíkinga að stigum með því að leggja þá 76-72 á heimavelli sínum í Iceland Express-deildinni í kvöld. Spennan undir lokin var mjög mikil. Körfubolti 4. mars 2010 20:46
Morgan Lewis: Veit ekki hvor var meira hissa, ég eða varnarmaðurinn Morgan Lewis er í viðtali á heimasíðu KR en kappinn spilar sinn fyrsta heimaleik með KR á móti Breiðabliki í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Morgan Lewis hrósar mikið sendingunum frá Pavel Ermolinskij en Pavel átti fimm stoðsendingar á hann í fyrsta leiknum á móti Hamar. Körfubolti 4. mars 2010 17:30
Stórt kvöld í körfubolta og handbolta Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla. Körfubolti 4. mars 2010 14:30
IE-deild karla: Snæfell með góðan sigur gegn ÍR Einn leikur fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þar sem Snæfell vann 96-86 sigur gegn ÍR í Hólminum en staðan var 48-42 heimamönnum í vil í hálfleik. Körfubolti 28. febrúar 2010 21:10
IE-deild karla: KR enn á toppnum Þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson fóru hamförum í liði KR þegar KR-ingar völtuðu yfir Hamar í Hveragerði. Körfubolti 26. febrúar 2010 20:53
IE-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks. Körfubolti 26. febrúar 2010 12:15
Fannar: Áttum að vinna þennan leik „Við vorum betri framan af en förum í einstaklingsframtök og eitthvað helvítis kjaftæði í lokin," sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2010 21:23
Friðrik: Eitt hænufet í einu Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, var ánægður með sína menn sem náðu í bæði stigin gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2010 21:19
Umfjöllun: Grindavík lagði Stjörnuna aftur Grindvíkingar náðu í tvö stig til viðbótar úr greipum Stjörnumanna í Garðabænum í kvöld. Lokastaðan var 76-81 eftir jafnan leik. Körfubolti 25. febrúar 2010 21:08
IE-deild karla: Sigrar hjá Grindavík og Fjölni Grindavík er komið í toppbaráttuna í Iceland Express-deild karla af fullum krafti með sigri á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2010 20:53
IE-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst ber viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur í Ásgarði í Garðabæ. Körfubolti 25. febrúar 2010 12:45
Snæfellingar bikarmeistarar í dag - myndaveisla Ljósmyndarinn Daníel Rúnarsson var í Laugardalshöllinni í dag þegar Snæfellingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í annað skiptið á þremur árum með 92-81 sigri á Grindavík í úrslitaleiknum. Körfubolti 20. febrúar 2010 22:30
Hlynur: Það þarf lið til þess að stoppa svona menn Hlynur Bæringsson lyfti bikarnum í annað skiptið á þremur árum eftir 92-81 sigur á Grindavík í úrslitaleik Subwaybikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Hlynur var með 10 stig og 19 fráköst í leiknum. Körfubolti 20. febrúar 2010 18:31
Þorleifur: Það voru allir að klikka hjá okkur í dag „Við gerðum ekki það sem við lögðum upp með og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Maður getur aldrei verið sáttur með að tapa þegar frammistaðan er ekki betri en hún var í þessum leik," sagði Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson eftir 81-92 tap fyrir Snæfelli í úrslitaleik Subwaybikars karla í dag. Körfubolti 20. febrúar 2010 18:21
Þorleifur: Vinnum ef við spilum okkar besta leik Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson segir að spenningurinn sé mikill fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Snæfelli í dag. Körfubolti 20. febrúar 2010 14:00