Jalen Jackson til Hauka Haukarnir eru búnir að finna nýjan bandarískan leikmann í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa verið án bandarísks leikmanns eftir áramót. Körfubolti 8. febrúar 2021 14:05
Hlynur fimm sóknarfráköstum frá því að eiga öll frákastametin Hlynur Bæringsson er aðeins fimm sóknarfráköstum frá því að jafna met Guðmundar Bragasonar yfir flest sóknarfráköst í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta. Körfubolti 8. febrúar 2021 14:01
Sakar Val um „algjöra meðalmennsku“ Jón Halldór Eðvaldsson skilur ekki hvað Valsmönnum gengur til og sakar þá um meðalmennsku. Körfubolti 8. febrúar 2021 11:31
Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. Körfubolti 8. febrúar 2021 09:30
Dagskráin í dag - Handboltaveisla á Stöð 2 Sport Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Sport 8. febrúar 2021 06:01
Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum bara of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. Körfubolti 7. febrúar 2021 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 7. febrúar 2021 21:50
Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð. Körfubolti 7. febrúar 2021 21:49
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 7. febrúar 2021 20:49
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 90-68 | Frábær sigur Þórs á andlausum Njarðvíkingum Þórsarar komu sér aftur á beinu brautina með öruggum sigri á Njarðvík á Akureyri í kvöld. Körfubolti 7. febrúar 2021 20:27
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Körfubolti 7. febrúar 2021 19:42
Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 7. febrúar 2021 19:28
Dagskráin í dag - Orrustan um Ofurskálina Úrslitin ráðast í ameríska fótboltanum þegar Tom Brady og félagar taka á móti Patrick Mahomes og félögum. Sport 7. febrúar 2021 06:02
Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Körfubolti 6. febrúar 2021 14:02
„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“ Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður. Körfubolti 6. febrúar 2021 10:31
Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. Körfubolti 6. febrúar 2021 10:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 74-98 | Keflavík á toppinn Keflvíkingar komst aftur í efsta sætið Domino´s deildar karla í körfubolta er þeir sóttu tvö stig til erkifjenda sinna í KR í DHL-höllinni í kvöld. Körfubolti 5. febrúar 2021 22:44
Helgi: Við erum með hörkulið og hefðum alveg að getað unnið þá KR-ingar voru sýnilega svekktir með úrslitin í leik sínum á móti Keflavík fyrr í kvöld en þeir töpuðu leiknum með 24 stiga mun sem væntanlega er allt of mikill munur fyrir lið eins og KR á heimavelli. Körfubolti 5. febrúar 2021 22:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-76 | ÍR-ingar tóku fram úr í seinni hálfleik ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:47
Daníel: Þetta var galið, algjörlega galið Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR, 98-76, í kvöld. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:44
Dagskráin i dag: Stórleikur í Vesturbæ Reykjavíkur, úrslitaleikur RIG í eFótbolta og margt fleira Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en alls eru níu beinar útsendingar á dagskrá. Sport 5. febrúar 2021 06:00
Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:15
Lárus: Finnst við eiga slatta inni Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 67-86 | Þriðji útisigur Þórsara í röð Þór Þ. vann sinn öruggan sigur á Val, 67-86, þegar liðin áttust við í Origo-höllinni í 9. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji útisigur Þórsara í röð og fjórði sigur þeirra í síðustu fimm leikjum. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:00
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. Körfubolti 4. febrúar 2021 21:21
Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 86-73 | Loksins unnu Stólarnir heimaleik Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:15
Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 4. febrúar 2021 14:31
Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2021 08:00