Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 66-109 | Íslandsmeistararnir fóru illa með Tindastól Ísak Óli Traustason skrifar 16. desember 2021 22:35 Þór Þorlákshöfn vann virkilega sannfærandi sigur gegn Tindastól í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta betur en gestirnir svöruðu og unnu fyrsta leikhluta með níu stiga mun og bættu síðan jafnt og þétt í forustuna út leikinn og unnu mjög sannfærandi sigur. Lokatölur 66-109. Þór Þorlákshöfn unnu fyrsta leikhluta 22-31 og héldu áfram í þeim öðrum í sama ham og leiddu leikinn í hálfleik 40-60. Glynn Watson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar var gjörsamlega frábær, kominn með 16 stig og sjö stoðsendingar í hálfleik. Skotsýning gestanna hélt áfram í seinni hálfleik, Þór vann þriðja leikhlutann 14-29 og þann fjórða 12-20 og sigruðu leikinn með 43 stiga mun. Lokatölur 66-109. Seinni hálfleikurinn var aðeins formsatriði fyrir Þór og voru heimamenn aldrei nálægt því að minnka niður mun gestanna. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans. Sóknarlega frábærir og varnarlega skelltu þeir í lás. Þeir enda með 28 stoðsendingar sem lið og spiluð hraðan og skemmtilegan sóknarleik þar sem að sjö leikmenn skora meira en tíu stig í leiknum hjá þeim. Sem lið er Þór að skjóta 61 prósent í tveggja stiga skotum og 50% í þriggja stiga skotum, þá héldur þeir liði Tindastóls í 47 prósent tveggja stiga nýtingu og 18 prósent þriggja stiga nýtingu. Tindastóll tapaði 19 boltum í leiknum og skoruð Þór 25 stig eftir tapaða bolta. Þetta var í raun og veru einstefna frá upphafi. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, átti þennan leik, hann var frábær hér í kvöld. Hann endaði með 25 stig, 12 stoðsendingar, fimm fráköst og sex stolna bolta. Tindastóll réðu ekkert við hann. Luciano Massarelli og Daniel Mortensen, leikmenn Þórs, áttu einnig sína kafla í leiknum þar sem þeir tóku yfir. Ronaldas Rutkauskas, leikmaður Þórs, var mjög traustur og skilaði vinnu fyrir sitt lið sem sést kannski ekki á tölfræðiblaðinu. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, endaði stigahæstur heimamanna með 16 stig og Taiwo Badmus, leimaður Tindastóls, skoraði 15. Hvað hefði betur mátt fara? Tindastóll fór inn í skelina þegar að Þórsarar komu með sitt áhlaup og héldu áfram að hamra á þá. Tindastóll duttu niður á ansi lágt plan sem má ekki gerast á móti eins góðu liði og Þór frá Þorlákshöfn er. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór Akureyri á meðan að Þór Þorlákshöfn taka á móti Grindavík. Emil Karel: Eru hér til þess að spila fyrir liðið ekki fyrir sína eigin tölfræði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórsara, var himinlifandi með sigurinn í kvöld.vísir/hulda margrét Emil Karel Einarsson, leimaður Þórs Þorlákshafnar átti flottan leik í kvöld. „Við spiluðum vel, mér fannst við spila sérstaklega vel varnarlega,“ sagði Emil. „Jordi aðstoðarþjálfari kom með frábært scouting report sem að við framkvæmdum eins vel og hægt var og svo hittum við vel í þriggja stiga skotum þannig að það hjálpar,“ sagði Emil. „Við vorum óeigingjarnir og vorum að finna hvorn annan og ef eitthvað var að virka þá héldum við áfram með það, við vorum að komast inn í teiginn og henda boltanum út,“ sagði Emil og bætti við að „það eru í raun og veru auðveldustu þriggja stiga skotin þegar að maður fær hann beint á móti körfunni.“ „Þetta er ekki bara að skjóta, heldur er þetta líka að finna skotið í réttu tempói og eftir gott boltaflæði,“ sagði Emil. Þór Þorlákshöfn mætir til leiks þetta tímabilið með fjóra nýja erlenda leikmenn í liðið. Emil er ánægður með þá. „Þetta eru allt karakterar sem að passa mjög vel inn í hópinn, allt topp menn innan sem utan vallar og eru hér til þess að spila fyrir liðið ekki fyrir sína eigin tölfræði,“ sagði Emil og bætir við að „mér finnst æðislegt að spila með þeim og þetta verður gaman.“ Glynn Watson, leikmaður Þórsara var frábær leiknum og tók Emil undir þau orð. „Hann er ótrúlegur leikstjórnandi, hann er mjög óeigingjarn og hann er algjör herforingi, hann stjórnar leiknum, passar svolítið að allir fái sitt. Ég vill sjá hann oftar svona reiðann eins og hann var í fyrsta leikhluta, það var eitthvað brotið á honum og hann var reiður, þá er hann stórhættulegur. Maður þarf kannski eitthvað að fara að pirra hann fyrir leiki,“ sagði Emil að lokum. Baldur: Við vorum algjörlega off í dag og þetta var til skammar Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var allt annað en sáttur í leikslok.Vísir/Daníel Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur í lok leiks. „Ég er virkilega ósáttur,“ sagði Baldur. „Ég er aðallega ósáttur með það að þeir skoruðu 109 stig á okkur í kvöld og svo er fullt af opnum skotum sem við fáum sóknarlega,“ sagði Baldur og bætti við að „við réðum ekkert við þá í kvöld og þeir spiluðu frábærlega.“ Sóknarleikurinn gekk brösulega hjá Tindastól hér í kvöld, aðspurður út í hann sagði Baldur að „ég er svo sem ekki með hugann við sóknarleik eins og staðan er núna, í þessari deild þá er alltaf einhver opin skot sem menn fá og þú vinnur engan leik ef þú skýtur 33 prósent af vellinum, það segir sig sjálft.“ „Við vorum bara algjörlega off í dag og þetta var til skammar“, sagði Baldur. Næstheimsækir Tindastóll Þór frá Akureyrir í baráttunni um norðurlandið. Baldur var sammála því að nú þyrftu þeir að halda áfram og „það þýðir ekkert að væla,“ sagði Baldur að lokum. Subway-deild karla Tindastóll Þór Þorlákshöfn
Tindastóll fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta betur en gestirnir svöruðu og unnu fyrsta leikhluta með níu stiga mun og bættu síðan jafnt og þétt í forustuna út leikinn og unnu mjög sannfærandi sigur. Lokatölur 66-109. Þór Þorlákshöfn unnu fyrsta leikhluta 22-31 og héldu áfram í þeim öðrum í sama ham og leiddu leikinn í hálfleik 40-60. Glynn Watson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar var gjörsamlega frábær, kominn með 16 stig og sjö stoðsendingar í hálfleik. Skotsýning gestanna hélt áfram í seinni hálfleik, Þór vann þriðja leikhlutann 14-29 og þann fjórða 12-20 og sigruðu leikinn með 43 stiga mun. Lokatölur 66-109. Seinni hálfleikurinn var aðeins formsatriði fyrir Þór og voru heimamenn aldrei nálægt því að minnka niður mun gestanna. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þeir voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans. Sóknarlega frábærir og varnarlega skelltu þeir í lás. Þeir enda með 28 stoðsendingar sem lið og spiluð hraðan og skemmtilegan sóknarleik þar sem að sjö leikmenn skora meira en tíu stig í leiknum hjá þeim. Sem lið er Þór að skjóta 61 prósent í tveggja stiga skotum og 50% í þriggja stiga skotum, þá héldur þeir liði Tindastóls í 47 prósent tveggja stiga nýtingu og 18 prósent þriggja stiga nýtingu. Tindastóll tapaði 19 boltum í leiknum og skoruð Þór 25 stig eftir tapaða bolta. Þetta var í raun og veru einstefna frá upphafi. Hverjir stóðu upp úr? Glynn Watson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, átti þennan leik, hann var frábær hér í kvöld. Hann endaði með 25 stig, 12 stoðsendingar, fimm fráköst og sex stolna bolta. Tindastóll réðu ekkert við hann. Luciano Massarelli og Daniel Mortensen, leikmenn Þórs, áttu einnig sína kafla í leiknum þar sem þeir tóku yfir. Ronaldas Rutkauskas, leikmaður Þórs, var mjög traustur og skilaði vinnu fyrir sitt lið sem sést kannski ekki á tölfræðiblaðinu. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, endaði stigahæstur heimamanna með 16 stig og Taiwo Badmus, leimaður Tindastóls, skoraði 15. Hvað hefði betur mátt fara? Tindastóll fór inn í skelina þegar að Þórsarar komu með sitt áhlaup og héldu áfram að hamra á þá. Tindastóll duttu niður á ansi lágt plan sem má ekki gerast á móti eins góðu liði og Þór frá Þorlákshöfn er. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Þór Akureyri á meðan að Þór Þorlákshöfn taka á móti Grindavík. Emil Karel: Eru hér til þess að spila fyrir liðið ekki fyrir sína eigin tölfræði Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórsara, var himinlifandi með sigurinn í kvöld.vísir/hulda margrét Emil Karel Einarsson, leimaður Þórs Þorlákshafnar átti flottan leik í kvöld. „Við spiluðum vel, mér fannst við spila sérstaklega vel varnarlega,“ sagði Emil. „Jordi aðstoðarþjálfari kom með frábært scouting report sem að við framkvæmdum eins vel og hægt var og svo hittum við vel í þriggja stiga skotum þannig að það hjálpar,“ sagði Emil. „Við vorum óeigingjarnir og vorum að finna hvorn annan og ef eitthvað var að virka þá héldum við áfram með það, við vorum að komast inn í teiginn og henda boltanum út,“ sagði Emil og bætti við að „það eru í raun og veru auðveldustu þriggja stiga skotin þegar að maður fær hann beint á móti körfunni.“ „Þetta er ekki bara að skjóta, heldur er þetta líka að finna skotið í réttu tempói og eftir gott boltaflæði,“ sagði Emil. Þór Þorlákshöfn mætir til leiks þetta tímabilið með fjóra nýja erlenda leikmenn í liðið. Emil er ánægður með þá. „Þetta eru allt karakterar sem að passa mjög vel inn í hópinn, allt topp menn innan sem utan vallar og eru hér til þess að spila fyrir liðið ekki fyrir sína eigin tölfræði,“ sagði Emil og bætir við að „mér finnst æðislegt að spila með þeim og þetta verður gaman.“ Glynn Watson, leikmaður Þórsara var frábær leiknum og tók Emil undir þau orð. „Hann er ótrúlegur leikstjórnandi, hann er mjög óeigingjarn og hann er algjör herforingi, hann stjórnar leiknum, passar svolítið að allir fái sitt. Ég vill sjá hann oftar svona reiðann eins og hann var í fyrsta leikhluta, það var eitthvað brotið á honum og hann var reiður, þá er hann stórhættulegur. Maður þarf kannski eitthvað að fara að pirra hann fyrir leiki,“ sagði Emil að lokum. Baldur: Við vorum algjörlega off í dag og þetta var til skammar Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var allt annað en sáttur í leikslok.Vísir/Daníel Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var svekktur í lok leiks. „Ég er virkilega ósáttur,“ sagði Baldur. „Ég er aðallega ósáttur með það að þeir skoruðu 109 stig á okkur í kvöld og svo er fullt af opnum skotum sem við fáum sóknarlega,“ sagði Baldur og bætti við að „við réðum ekkert við þá í kvöld og þeir spiluðu frábærlega.“ Sóknarleikurinn gekk brösulega hjá Tindastól hér í kvöld, aðspurður út í hann sagði Baldur að „ég er svo sem ekki með hugann við sóknarleik eins og staðan er núna, í þessari deild þá er alltaf einhver opin skot sem menn fá og þú vinnur engan leik ef þú skýtur 33 prósent af vellinum, það segir sig sjálft.“ „Við vorum bara algjörlega off í dag og þetta var til skammar“, sagði Baldur. Næstheimsækir Tindastóll Þór frá Akureyrir í baráttunni um norðurlandið. Baldur var sammála því að nú þyrftu þeir að halda áfram og „það þýðir ekkert að væla,“ sagði Baldur að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum