Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stelpur, nú þurfið þið að hjálpa mér

    Birnu Valgarðsdóttur vantar sextán stig til að komast í 5.000 stigin í efstu deild kvenna og jafnframt bara eitt stig til viðbótar til að slá stigametið í deildinni. Hún fær kannski síðasta tækifærið í lokaumferðinni á móti Fjölni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór verður með Snæfell til ársins 2016

    Ingi Þór Steinþórsson hefur gert nýjan samning við Snæfell og mun því starfa í Stykkishólmi í það minnsta til ársins 2016. Ingi Þór gerði Snæfell að Íslandsmeisturum og bikarmeisturum karla vorið 2010 og stelpurnar hafa náð sínum besta árangri undir hans stjórn. Þetta kemur fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur unnu 1. deildina í kvöld

    Kvennalið Hamars tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir 79-56 sigur á Stjörnunni í Hveragerði. Liðin mætast síðan í úrslitakeppninni þar sem það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Dominos-deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Úrslitakeppnin er klár í kvennakörfunni - úrslit kvöldsins

    Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í úrslitakeppni Dominos-deild kvenna í körfubolta en allt þetta er komið á hreint þrátt fyrir að enn sé ein umferð eftir. Valskonur urðu fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Haukakonur sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur á KR. Keflavík, Snæfell og KR höfðu áður tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

    Kvennalið Vals tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna fjögurra stiga sigur á deildarmeisturum Keflavíkur, 96-92 í Vodfone-höllinni í kvöld. Valsliðið endar í fjórða sæti deildarinnar sama hvernig fer í lokaumferðinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellskonur tryggðu sér annað sætið

    Snæfell tryggði sér annað sætið í Dominos-deild kvenna í kvöld með því að vinna ellefu stiga heimasigur á Njarðvík, 80-69, en þetta er besti árangur kvennaliðs Snæfells frá upphafi í deildarkeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann deildarmeistarana

    KR á enn möguleika á að ná öðru sæti Domino's-deildar kvenna en liðið hafði betur gegn nýkrýndum deildarmeisturum Keflavíkur í framlengdum leik í kvöld, 93-88.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurstúlkur unnu deildina

    Keflavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfubolta þó svo tveim umferðum sé enn ólokið í deildinni. Reyndar á Keflavík eftir að spila fjóra leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    McCallum tryggði KR sjötta sigurinn í röð - úrslit kvöldsins

    KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ná Haukakonur aftur Suðurnesjaþrennunni?

    Heil umferð fer fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld og þar gætu línur skýrst út um alla töflu. Keflavík og Snæfell berjast um deildarmeistaratitilinn, KR og Valur berjast um 3. sætið, Haukakonur lifa í voninni um sæti í úrslitakeppninni og Fjölnir þarf að vinna til að setja spennu í fallbaráttuna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir mæta á Ásvelli

    Dominos-deild kvenna fer aftur af stað í kvöld eftir smá hlé vegna bikarúrslitanna og verður þá heil umferð spiluð. Þetta er 22. umferðin af 28 í deildinni. Nýkrýndir bikarmeistarar Keflavíkur heimsækja Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarkóngarnir tveir

    Stjarnan og Keflavík tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í körfubolta í Laugardalshöllinni um helgina en þjálfarar liðanna eru tveir sigursælustu menn í bikarúrslitunum, Teitur Örlygsson og Sigurður Ingimundarson.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna spilar sinn tíunda bikarúrslitaleik í dag

    Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, spilar tímamóta bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag þegar Keflavíkurkonur mæta Val í úrslitaleik Poweradebikars kvenna í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 13.30.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tveir risaleikir í Höllinni í dag

    Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, þjálfara beggja Snæfellsliðanna, til þess að spá í úrslitaleiki Powerade-bikarsins sem fram fara í Laugardalshöllinni í dag. Hann spáir Keflavík og Grindavík sigri í leikjunum og flestir aðrir spámenn Fréttablaðsin eru sammála.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Færri dómarar í bikarúrslitaleiknum í ár

    Grindavík og Stjarnan mætast á morgun í bikarúrslitaleik karla í körfubolta í Laugardalshöllinni og dómaranefnd KKÍ hefur raðað niður dómurum á leikinn sem og á kvennaleikinn sem er á milli Keflavíkur og Vals.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Er hún með svona lélegan umboðsmann?

    KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu til sín bandarísku körfuboltakonuna Shannon McCallum. Shannon McCallum skoraði 45 stig um helgina í átta stiga sigri KR á Snæfelli, 72-64, í Hólminum.

    Körfubolti