Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Birti nektarmyndir af konu á sjónvarpsskjá

Karlmaður á Vestfjörðum gekkst í morgun við því að hafa sýnt gesti á heimilinu nektarmyndir af konu. Myndirnar sýndi hann viðkomandi á sjónvarpsskjá en á þeim lá hún nakin í rúmi.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir innflutning á amfetamíni og sterum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 900 millilítra af vökva sem innihélt amfetamín sem hafði 47 prósent á styrkleika.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri í farbann

Á síðasta ári voru kveðnir upp 214 farbannsúrskurðir hjá héraðsdómstólum landsins.

Innlent
Fréttamynd

Stíga­mót á­kveða að kæra niður­felld kyn­ferðis­brota­mál til mann­réttinda­dóm­stólsins

Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir íslenska ríkinu

Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu en hún krefst þess að niðurstaða endurupptökunefndar verði ógild.

Innlent
Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent
Fréttamynd

Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing

Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp.

Innlent