Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni

Lögmannsstofa fyrir Universal og Warner fékk leyfi dómara til að kalla til lögmenn frá New York til að annast málsvörn tónlistarrisanna í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar í Los Angeles. Leggja á fram greinargerðir fyrir 7. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Mun alltaf bera ör eftir árásina

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manni fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar í nóvember. Þolandinn hlaut tíu stungusár og tvö höfuðkúpubrot og verður lengi að jafna sig af áfallinu.

Innlent
Fréttamynd

Ók þrettán sinnum undir áhrifum efna

Á rúmlega árs tímabili árin 2017 og 2018 var maðurinn stöðvaður þrettán sinnum af lögreglu undir áhrifum amfetamíns eða kannabis. Maðurinn var án ökuréttinda í öll þrettán skiptin.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlögregluþjónn keypti vændi

Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi var í nóvember dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa keypt vændi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana

Í fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra, sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, mun Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur um Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði lögreglu lífláti og kynferðislegu ofbeldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa hótað lögreglumönnum eftir að hafa verið handtekinn í Vestmannaeyjum febrúar á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Geturðu hjálpað mér því ég er að deyja“

Dyravörður sem varð fyrir árás fjögurra manna fyrir utan Shooters aðfaranótt 26. ágúst segir það hafa verið mikið áfall að sjá kollega sinn liggjandi á gólfinu inni á staðnum eftir slagsmál við hóp manna sem hafði flestum verið vísað af staðnum um hálftíma fyrr.

Innlent
Fréttamynd

„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“

Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld.

Innlent