Niðurstaðan í máli Bjarna sú sama og í máli Jóns Ásgeirs Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2019 18:00 Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar gætti hagsmuna hans í málinu fyrir MDE í Strassborg. Vísir/ÞÞ „Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag. Bjarni var forstjóri Glitnis banka frá september 1997 til loka apríl 2007. Hinn 30. júní 2009 hóf embætti skattrannsóknastjóra rannsókn á skattskýrslum hans og var hann yfirheyrður hinn 17. ágúst og 2. október sama ár. Að lokinni rannsókn var máli hans vísað til ríkisskattstjóra. Embættið endurákvarðaði svo skatta hans með 25 prósent álagi með ákvörðun hinn 15. maí 2012. Bjarni ákvað að una niðurstöðunni í stað þess að kæra hana til yfirskattanefndar og greiddi það sem vangreitt var með álagi. Skattrannsóknarstjóri taldi hins vegar skattalagabrot hans stórfelld og ákvað því að visa þeim til sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur Bjarna fyrir stórfellt skattalagabrot hinn 27. desember 2012. Það var svo niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp 28. júní 2013 að Bjarni hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framtalningu skatta og dæmdi hann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 35 milljónir króna í sekt. Hæstiréttur þyngdi dóminn um tvo mánuði með dómi sem kveðinn var upp 14. maí 2014 en hreyfði ekki við sektarfjárhæðinni. Bjarni fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg og kærði íslenska ríkið fyrir brot á 4. gr. sjöunda samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæðið felur í sér að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi. Með dómi sem Mannréttindadómstóllinn (MDE) kvað upp í morgun var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þessari grein með því að ákæra og dæma Bjarna fyrir skattalagabrotið eftir að honum höfðu verið endurákvarðaðir skattar með álagi. Í forsendum dómsins, sem kveðinn var upp í dag, segir í þýðingu fréttastofunnar: „Kærandi var ákærður og dæmdur fyrir sömu eða að miklu leyti sömu háttsemi af tveimur mismunandi stjórnvöldum í tveimur mismunandi málum sem voru án nauðsynlegra tengsla við hvort annað.“ Í forsendum dómsins er meðal annars vitnað til dóms í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu þar sem niðurstaðan var sú sama. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Bjarna 5 þúsund evrur, jafnvirði 680 þúsund króna, í miskabætur og 29.800 evrur, jafnvirði fjögurra milljóna króna, í málskostnað.Íslenskt réttarkerfi lengi að taka við sér Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar gætti hagsmuna hans fyrir MDE. Stefán Geir segist telja að flestir átti sig á því að endurákvörðun skatts með álagi feli í sér refsingu. Hann segist hins vegar ekki kunna skýringar á því hversu lengi íslenskt réttarkerfi hefur verið að taka við sér til að breyta frá þessari réttarframkvæmd. „Ég held að það skilji allir að í álaginu felist refsing. Ég held að það sé ekki vandamálið. En hvers vegna haldið er áfram á þessari braut skil ég hreinlega ekki. Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir. Reglan um að mönnum skuli ekki refsað tvívegis fyrir það sama eða bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi þekkist alþjóðlega undir fræðiheitinu Ne bis in idem.Það var svokölluð þriggja dómara deild sem dæmdi málið í Strassborg en MDE starfar í fjórum deildum. Þess má geta að íslenski dómarinn við MDE, Róbert Ragnar Spanó fyrrverandi prófessor við lagadeild HÍ, gaf út fræðirit um nákvæmlega þetta álitaefni, Ne bis in idem, sem kom út hjá Bókaútgáfunni Codex árið 2012. Róbert, sem í dag er varaforseti Mannréttindadómstólsins, var þó ekki á meðal þeirra dómara sem dæmdi í máli Bjarna Ármannssonar. Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar sem vann mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu með dómi sem kveðinn var upp í dag. Bjarni var forstjóri Glitnis banka frá september 1997 til loka apríl 2007. Hinn 30. júní 2009 hóf embætti skattrannsóknastjóra rannsókn á skattskýrslum hans og var hann yfirheyrður hinn 17. ágúst og 2. október sama ár. Að lokinni rannsókn var máli hans vísað til ríkisskattstjóra. Embættið endurákvarðaði svo skatta hans með 25 prósent álagi með ákvörðun hinn 15. maí 2012. Bjarni ákvað að una niðurstöðunni í stað þess að kæra hana til yfirskattanefndar og greiddi það sem vangreitt var með álagi. Skattrannsóknarstjóri taldi hins vegar skattalagabrot hans stórfelld og ákvað því að visa þeim til sérstaks saksóknara sem gaf út ákæru á hendur Bjarna fyrir stórfellt skattalagabrot hinn 27. desember 2012. Það var svo niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp 28. júní 2013 að Bjarni hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framtalningu skatta og dæmdi hann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 35 milljónir króna í sekt. Hæstiréttur þyngdi dóminn um tvo mánuði með dómi sem kveðinn var upp 14. maí 2014 en hreyfði ekki við sektarfjárhæðinni. Bjarni fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg og kærði íslenska ríkið fyrir brot á 4. gr. sjöunda samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæðið felur í sér að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli innan lögsögu sama ríkis fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur um með lokadómi. Með dómi sem Mannréttindadómstóllinn (MDE) kvað upp í morgun var komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þessari grein með því að ákæra og dæma Bjarna fyrir skattalagabrotið eftir að honum höfðu verið endurákvarðaðir skattar með álagi. Í forsendum dómsins, sem kveðinn var upp í dag, segir í þýðingu fréttastofunnar: „Kærandi var ákærður og dæmdur fyrir sömu eða að miklu leyti sömu háttsemi af tveimur mismunandi stjórnvöldum í tveimur mismunandi málum sem voru án nauðsynlegra tengsla við hvort annað.“ Í forsendum dómsins er meðal annars vitnað til dóms í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu þar sem niðurstaðan var sú sama. Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Bjarna 5 þúsund evrur, jafnvirði 680 þúsund króna, í miskabætur og 29.800 evrur, jafnvirði fjögurra milljóna króna, í málskostnað.Íslenskt réttarkerfi lengi að taka við sér Stefán Geir Þórisson lögmaður Bjarna Ármannssonar gætti hagsmuna hans fyrir MDE. Stefán Geir segist telja að flestir átti sig á því að endurákvörðun skatts með álagi feli í sér refsingu. Hann segist hins vegar ekki kunna skýringar á því hversu lengi íslenskt réttarkerfi hefur verið að taka við sér til að breyta frá þessari réttarframkvæmd. „Ég held að það skilji allir að í álaginu felist refsing. Ég held að það sé ekki vandamálið. En hvers vegna haldið er áfram á þessari braut skil ég hreinlega ekki. Refsivörslukerfið á ekki að virka þannig að það taki ein yfirvöld við af öðrum við að rannsaka og refsa mönnum fyrir sömu háttsemina,” segir Stefán Geir. Reglan um að mönnum skuli ekki refsað tvívegis fyrir það sama eða bann við endurtekinni málsmeðferð vegna refsiverðrar háttsemi þekkist alþjóðlega undir fræðiheitinu Ne bis in idem.Það var svokölluð þriggja dómara deild sem dæmdi málið í Strassborg en MDE starfar í fjórum deildum. Þess má geta að íslenski dómarinn við MDE, Róbert Ragnar Spanó fyrrverandi prófessor við lagadeild HÍ, gaf út fræðirit um nákvæmlega þetta álitaefni, Ne bis in idem, sem kom út hjá Bókaútgáfunni Codex árið 2012. Róbert, sem í dag er varaforseti Mannréttindadómstólsins, var þó ekki á meðal þeirra dómara sem dæmdi í máli Bjarna Ármannssonar.
Dómsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira