Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“

Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Ný á­kæra í hryðju­verka­málinu

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Dómur yfir Snapchat-perranum stað­festur

Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisvist yfir Herði Sigurjónssyni fyrir kynferðisbrot gegn sextán ólögráða stúlkum. Í ágúst 2022 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Hörð í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn en sá ákærði áfrýjaði málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk blóð­nasir af á­lagi eftir að hafa séð til­boð borgarinnar

Kona sem átt hefur í lögfræðideilu við Reykjavíkurborg í áratug vegna svokallaðs „Shaken baby“-máls segir mikinn létti að geta lokið málinu. Borgarráð samþykkti í dag samkomulag hennar við borgina um tugmilljóna króna bætur. Hún segir fyrsta tilboð borgarinnar um bætur hafa verið svívirðilegt. 

Innlent
Fréttamynd

Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Leikstjóri Grimmdar dæmdur fyrir umfangsmikinn fjárdrátt

Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Hann er dæmdur fyrir að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt

Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali.

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði vin­konu sinni og bar fyrir sig kyn­ferðis­lega svefn­röskun

Karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun, með því að hafa haft samræði við konu án hennar samþykkis. Maðurinn hafði fengið að gista heima hjá konunni og unnusta hennar, besta vini sínum. Fyrir dómi kom fram að maðurinn þjáist af svokallaðri kynferðislegri svefnröskun.

Innlent
Fréttamynd

Mál­skots­beiðni móður sem dæmd var fyrir tálmun sam­þykkt

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni móður sem var dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tálmun. Var hún dæmd í bæði héraðsdómi og Landsrétti fyrir að fara með börn sín úr landi og halda þeim þar í tvö ár og þar með svipta föður forsjá.

Innlent
Fréttamynd

Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi

Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla að áfrýja launamáli dómara beint til Hæstaréttar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggst óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem deilt var um endurgreiðslu launa dómara, beint til Hæstaréttar. Héraðsdómur taldi að ríkið hefði ekki mátt endurskoða laun dómara, lækka þau og krefjast endurgreiðslu á því sem ráðuneytið taldi ofgreidd laun.

Innlent
Fréttamynd

„Saga sem aldrei má gleymast“

„Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. 

Innlent
Fréttamynd

Fagna rétt­læti fyrir dóttur sem kennari sló

Magnea Rún Magnúsdóttir, móðir unglingsstúlku sem var löðrunguð af kennara í Dalvíkurskóla árið 2021, segir viðsnúning Landsréttar í máli kennarans létti. Málið sé búið að liggja eins og mara á fjölskyldunni í langan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Kennari mátti ekki löðrunga barn eftir allt saman

Dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra um skaðabætur til handa konu, sem var rekin úr starfi grunnskólakennara fyrir að löðrunga þrettán ára stúlku, hefur verið snúið við í Landsrétti. Landsréttur telur háttsemi konunnar hafa falið í sér gróft brot í starfi sem heimilaði skólanum að segja henni fyrirvaralaust upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn „með puttana“ í lykilþáttum málsins

Verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild sakaði Landspítalann um að vera með puttana í lykilgögnum málsins og skipta sér af framburði lykilvitna. Ákæruvaldið hafi skautað létt fram hjá ábyrgð spítalans sjálfs á andlátinu.

Innlent