Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Viðskipti innlent 12. apríl 2023 21:36
Fjórir játa að hafa stolið tonni af bjór á Akureyri Fjórir karlmenn hafa játað að hafa stolið 1.890 dósum af 500 millilítra bjór úr Fjölsmiðjunni á Akureyri árið 2019. Tveir mannanna voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar en tveir sluppu án refsingar. Innlent 12. apríl 2023 19:41
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. Innlent 11. apríl 2023 20:37
Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Innlent 11. apríl 2023 17:52
Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Innlent 11. apríl 2023 16:42
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Innlent 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Innlent 10. apríl 2023 19:20
Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Innlent 10. apríl 2023 16:57
1,2 milljón krónur safnast í söfnun Eddu á Karolina Fund Alls hafa nú safnast 1,2 milljón krónur í söfnun sem hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak stendur fyrir á Karolina Fund en markið er sett á 1,5 milljón krónur. Innlent 8. apríl 2023 09:14
Edda hyggst áfrýja málinu að ósk dótturinnar Edda Falak hyggst áfrýja máli, þar sem hún var dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs, til Landsréttar. Í aðsendri grein á Vísi, sem unnin er í samráði við Eddu og dóttur móðurinnar sem höfðaði málið, er niðurstaða dómsins harðlega gagnrýnd. Blásið hefur verið til söfnunar til að gera Eddu kleift að áfrýja dómnum. Innlent 7. apríl 2023 22:03
Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. Innlent 5. apríl 2023 22:37
Páll timbursali hlaut þyngsta dóminn í stóra kókaínmálinu Fjórir íslenskir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í sex til tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu svokallaða. Tólf ára fangelsi er hámarksrefsing í málaflokknum. Elsti sakborningurinn er tæplega sjötugur og hlaut þyngstu refsinguna. Hinir þrír um þrítugt. Innlent 5. apríl 2023 10:04
Dæmdur fyrir að hafa káfað á ólögráða kærustu frænda síns Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa káfað á þáverandi kærustu frænda síns. Manninum ber að greiða 500 þúsund í miskabætur og rúmar 2,2 milljónir í sakarkostnað. Innlent 4. apríl 2023 18:57
Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. Innlent 4. apríl 2023 14:02
Safnaðist fyrir tveimur þriðjuhlutum dómssektarinnar Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, segir að um hundrað manns hafi lagt til samtals tvo þriðjuhluta þeirrar upphæðar sem hann var dæmdur til að greiða blaðamönnum vegna ummæla sem hann viðhafði á blogginu sínu. Innlent 4. apríl 2023 07:04
Tekin með kókaínpakkningar límdar við lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins. Konan kom til landsins frá Barcelona á Spáni og var með efnin falin í tveimur pakkningum sem voru límdar á læri hennar við komuna til landsins. Innlent 3. apríl 2023 12:55
Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Innlent 2. apríl 2023 13:19
Héraðsdómari kærir Margréti fyrir meiðyrði Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra frettin.is, fyrir meiðyrði. Margrét var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag. Innlent 1. apríl 2023 11:05
Edda Falak dæmd fyrir brot á friðhelgi einkalífsins Edda Falak hefur verið dæmd fyrir brot gegn friðhelgi einkalífsins fyrir að hafa spilað tiltekið hljóðbrot í þættinum Eigin konur. Viðmælandi þáttarins sagðist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu móður og spilaði hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna. Innlent 31. mars 2023 15:59
Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. Innlent 31. mars 2023 14:49
Fara fram á tólf til sextán ára fangelsi yfir Magnúsi Ákæruvaldið fer fram á að Magnús Aron Magnússon verði dæmdur í tólf til sextán ára fangelsi fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson í júní árið 2022. Verjandi Magnúsar fer fram á að Magnús verði sakfelldur fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða en ekki fyrir manndráp. Innlent 31. mars 2023 14:06
Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Innlent 30. mars 2023 15:31
Mikil vanræksla og ofbeldi í æsku Geðlæknar og sálfræðingar sem mátu andlegt ástand Magnúsar Arons Magnússonar segja hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en hann sé líklegast á einhverfurófinu. Faðir Magnúsar neitaði að senda hann í greiningarviðtal eftir að hann hitti sálfræðing á unglingsaldri. Innlent 30. mars 2023 15:10
Áverkar eftir skósóla Magnúsar á þeim látna Mynstur var á áverkum á hægri hlið ennis Gylfa Bergmann Heimissonar sem samsvara skósóla Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa. Höggin sem ollu áverkunum komu ofan frá. Innlent 30. mars 2023 12:22
SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Viðskipti erlent 30. mars 2023 11:53
Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á nýársnótt Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt árið 2020. Fórnarlambs manndrápstilraunarinnar var sýknað af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás. Innlent 30. mars 2023 11:12
Dæmdur fyrir að nauðga konu með þroskahömlun í tvígang Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa í tvígang nauðgað konu sem er með þroskahömlun í júní 2021. Innlent 30. mars 2023 10:32
„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. Innlent 30. mars 2023 07:27
Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. Innlent 29. mars 2023 22:01
Grunaður um að hafa siglt undir fölsku flaggi á Íslandi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður skyldi sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Maðurinn er grunaður er um að hafa búið og starfað hér frá árinu 2021 á grundvelli dvalarleyfis á nafni annars manns. Hann er einnig grunaður um skjalafals og peningaþvætti, auk þess að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Sterkar vísbendingar eru uppi um að nokkur fjöldi einstaklinga geti mögulega tengst sakarefni málsins. Innlent 29. mars 2023 20:46