Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hafa selt mikinn meirihluta eigna HD verks eftir brunann

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar þess efnis að sýslumanni beri að gera kyrrsetningu hjá HD verki ehf, í tengslum við skaðabótakröfur vegna brunans sem varð þegar Bræðraborgarstígur 1 brann síðasta sumar. Félagið hefur selt stóran hluta eignasafns síns.

Innlent
Fréttamynd

Stal fimm lítra vín­flösku með um 60 þúsund króna þjór­fé starfs­fólks

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið föt fyrir 150 þúsund krónur úr verslun 66° norður, og vínflösku í eigu starfsmanna veitingastaðarins Lebowski bar á Laugavegi sem innihélt þjórfé að andvirði um sextíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda annarra brota.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki krónu þrátt fyrir mistök lögmanns

Íslenska ríkið og fyrrverandi lögmaður hjóna hafa verið sýknuð af kröfu hjónanna um að ríkinu og lögmanninum bæri að greiða þeim 25,8 milljónir króna vegna mistaka lögmannsins og meintrar ólögmætrar nauðungarsölu sýslumanns á íbúð í þeirra eigu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi bæjar­stjóri dæmdur fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot

Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu

Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni.

Innlent
Fréttamynd

Dómur Jóns Páls þyngdur í Lands­rétti

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var í dag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Brotið átti sér stað fyrir þrettán árum eða árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um þyngd refsingar í nauðgunarmáli í Landsrétti

Karol Wasilewski hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur staðfesti dóm héraðdóms í dag en einn Landsréttardómari vildi þyngja dóminn í þriggja ára fangelsi. Karol þarf að greiða konunni sem hann braut á 1,8 milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný

Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir árás og hótanir með sveðju

Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið mann í þriggja mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir minniháttar líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að ráðast á og ógna manni með sveðju.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps

Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu.

Innlent
Fréttamynd

Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni

Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug

Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. 

Innlent
Fréttamynd

Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón.

Innlent