Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Opið þing­hald í fimmta nauðgunar­máli „með­höndlara“

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bryn­dís í upp­námi í dóm­sal: „Allt í einu var hún bara um­snúin“

Bryn­dís Schram, eigin­kona Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, virtist vera í tals­verðu upp­námi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðs­sak­sóknara gegn Jóni Bald­vini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Car­menar Jóhanns­dóttur í matar­boði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018.

Innlent
Fréttamynd

Telur mögulegt að mæðgurnar hafi sett leikþátt á svið

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, neitar sök í máli héraðssaksóknara gegn sér þar sem hann er sakaður um að hafa strokið rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann telur að Carmen og Laufey Ósk, móðir hennar, hafi mögulega komið í heimsókn til sín gagngert til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Bryndís og Jón Baldvin flugu til Íslands frá Spáni til að gefa skýrslu

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni, fyrir kynferðisbrot á heimili hans á Spáni hefst klukkan 9:15 í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Baldvin var ákærður árið 2019 en síðan hefur málinu endurtekið verið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Pól­verji í átján ára út­­legð frá Ís­landi

Pólskum manni hefur verið meinuð endurkoma til Íslands næstu átján ár. Kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis nýverið. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að Hvalfjarðargangamálinu.

Innlent
Fréttamynd

Stað­festu dóm fyrir brot gegn stjúp­syni

Landsdómur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsyni hennar á unglingsaldri. Konan var í júlí árið 2020 dæmd í 2ja ára og níu mánaða fangelsi fyrir brotin.

Innlent
Fréttamynd

Blómasalar ákærðir fyrir tollsvik

Tveir stjórnendur innflutningsfyrirtækis eru ákærðir fyrir að hafa blekkt tollayfirvöld í því skyni að greiða minni toll af innfluttum blómum frá Hollandi. 

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur

Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi.

Innlent
Fréttamynd

Fimm ára fangelsi eftir sýknudóm í héraði

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag en karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska.

Innlent
Fréttamynd

Of­beldis­maður sem hótaði að hringja inn sprengju­hótun færi kærasta hans í flug á sér engar máls­bætur

Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum

Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

„Lög­regla sleppir fram­burði sem hreinsar manninn af þátt­töku í mann­­drápi“

Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana.

Innlent