Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi fyrir inn­brot og nauðgun

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Innlent
Fréttamynd

Isavia sýknað af bóta­kröfu vegna út­boðs á verslunar­rými

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hárrétt niðurstaða“

Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Með óað­finnan­lega hnýtta þver­slaufu á Kvía­bryggju

Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni.

Menning
Fréttamynd

Héraðs­dómur hafnaði nauða­samningi Gray Line

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar

Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins.

Innlent
Fréttamynd

Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar

Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. 

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði af krafti í brjóstkassa sambýliskonu sinnar

Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni og sparkað af afli í brjóstkassa hennar. Landsréttur þyngdi dóminn yfir manninum í héraði hvar hann hlaut þriggja mánaða dóm fyrir sparkið.

Innlent
Fréttamynd

Skalf og kastaði upp í af­töku í Okla­homa

Hinn sextíu ára gamli John Marion Grant var tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrr í dag. Grant hlaut dauðadóminn fyrir að hafa stungið starfsmann mötuneytis í fangelsi árið 1998. Áður hafði hann verið dæmdur í 130 ára fangelsi fyrir rán.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma yfir­lýsingu bæjar­stjórnar á Horna­firði vegna kyn­ferðis­brota­máls

Nokkrir tugir íbúa og aðila tengdum sveitarfélaginu Hornafirði fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar í kjölfar dóms í kynferðisbrotamáli aðila tengdum bæjarstjóra sveitarfélagsins. Telja þeir illa hafa verið staðið að málum á meðan rannsókn lögreglu stóð og vísa til þess að starfsmanni, sem grunaður var um kynferðisbrot, hefði ekki verið vikið frá störfum.

Innlent