Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Musk og Trump valda upp­námi í Washington

Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman

Meðlimir siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings héldu fyrr í desember leynilega atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var um skýrslu nefndarinnar um Matt Gaetz, umdeildan fyrrverandi þingmann Repúblikanaflokksins sem Donald Trump tilnefndi um tíma í embætti dómsmálaráðherra, og var samþykkt að birta skýrsluna.

Erlent
Fréttamynd

Við­ræður um vopna­hlé sagðar á lokametrunum

Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið.

Erlent
Fréttamynd

Sakfelling Trumps stendur

Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa.

Erlent
Fréttamynd

Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur

Fréttaveita ABC hef­ur samþykkt að greiða Don­ald Trump bæt­ur upp á 15 millj­ón Bandaríkjadali, sem nemur rúmlega tveimur milljörðum ís­lenskra króna, vegna rangra yfirlýsinga fréttaþularins George Stephanopoulos um að Trump hefði gerst sekur um nauðgun.

Erlent
Fréttamynd

Hvað er eigin­lega í gangi í New Jersey?

Íbúar í New Jersey furða sig á dularfullum flygildum sem lýst hafa upp næturhimininn yfir ríkinu undanfarnar vikur. Stjórnvöld segja ekkert benda til þess að hætta sé á ferðum - en hafa ekki náð að stöðva samsæriskenningar, sem náð hafa miklu flugi.

Erlent
Fréttamynd

Viður­kennir tveimur ára­tugum síðar að hafa logið um nauðgun

Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps

Amazon, fyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, mun gefa eina milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna. Þá verður einnig sýnt frá athöfninni á Prime, streymisveitu Amazon, þegar hún fer fram þann 20. janúar.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa undir­búa lang­varandi á­tök við NATO

Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð.

Erlent
Fréttamynd

Trump yngri er al­gjör kvenna­bósi

Hinn átján ára gamli Barron Trump er kvennabósi. Svo segir sagan í erlendum slúðurmiðlum en þar segir að Barron sé afar vinsæll þangað sem hann sækir nám í viðskiptaháskólann Stern School of Business sem staðsettur er í New York.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“

Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra.

Erlent
Fréttamynd

Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps

Meta, móðurfélag Facebook sem er í eigu Mark Zuckerberg, hefur gefið milljón dala (um 139 milljónir króna) í embættistökusjóð Donalds Trump. Forsetinn verðandi hefur ítrekað gagnrýnt auðjöfurinn á undanförnum mánuðum og einnig hótað aðgerðum gegn Facebook og öðrum fyrirtækjum sem hann sakar um að hafa farið gegn sér.

Erlent
Fréttamynd

For­stjóri FBI hyggst stíga til hliðar

Christopher Wray forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) hyggst láta af störfum sem forstjóri embættisins áður en Donald Trump verður formlega settur inn í forsetaembættið í janúar. 

Erlent
Fréttamynd

Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim.

Erlent
Fréttamynd

Nóbelsverðlaunahafar mót­mæla út­nefningu Kennedy

Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum

Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump.

Erlent
Fréttamynd

Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætlaði að tilnefna auðjöfurinn Jared Isaacman sem yfirmann Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA). Auðjöfurinn hefur verið viðloðinn geimiðnað Bandaríkjanna og fór meðal annars í fyrstu borgaralegu geimgönguna, fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast niður­fellingar í þöggunarmálinu

Lögmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á það við dómara í New York að sakfelling Trumps í þöggunarmálinu svokallaða verði felld niður. Vísa þeir til þess að það að halda málinu áfram myndi fela í sér truflanir á forsetaembættinu sem færi gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmalaus náðun Bidens

Náðun Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, á syni hans Hunter Biden, þykir einstaklega umfangsmikil og virðist hafa fallið í grýttan jarðveg víðast hvar. Náðunin þykir fordæmalaus, bæði sökum tengsla feðganna og vegna umfangs hennar, og þar að auki eru Demókratar ósáttir við fordæmið sem Biden hefur sett.

Erlent
Fréttamynd

Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum

Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í gær að til greina kæmi að beita eigin tollum á vörur frá Bandaríkjunum. Er það eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hótaði því að setja 25 prósenta toll á vörur frá Mexíkó, stöðvi yfirvöld þar ekki flæði fíkniefna og farand- og flóttafólks yfir landamæri ríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vildi pening í skiptum fyrir fal­leg orð í eyru Trumps

Einn af helstu ráðgjöfum Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, er grunaður um að hafa beðið fólk sem var til skoðunar fyrir nýja ríkisstjórn Trumps um peninga. Í staðinn myndi hann leggja inn gott orð um fólkið í eyru Trumps.

Erlent