Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttir tengdar sjö eldgosum á Reykjanesskaga. Það fyrsta varð í mars 2021 í Geldingadölum og það sjöunda norðan Grindavíkur í mars 2024.

Fréttamynd

„Alltaf jafn ó­nota­legt að sjá þetta“

„Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs.

Innlent
Fréttamynd

Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu

„Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svarts­engi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búið að rýma Bláa lónið

Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Eld­gos hafið við Sundhnúksgíga

Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 

Innlent
Fréttamynd

„Þá er þetta bara búið hjá okkur“

Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Frétta­t­eymi RÚV lét sig hverfa í Grinda­vík

Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að  starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

130 starfs­menn Vísis falla af launa­skrá

Í dag fengu 130 starfsmenn Vísis bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos

Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram kvikusöfnun undir Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legt að smærri við­burður valdi gosi

Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi.

Innlent
Fréttamynd

Nálgast sömu stöðu og fyrir gos

Sama magn kviku, eða um 6,5 milljón rúmmetrar, hefur flætt inn í kvikuholfið undir Svartsengi frá goslokum og talið er að hafi flætt inn í kvikuinnskotið í aðdraganda eldgoss 14. janúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Yfir þúsund manns til Grinda­víkur í dag

Þúsund manns munu fara inn til Grindavíkur í dag að vitja eigna sinna og/eða aðstoða við að pakka og/eða flytja búslóð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Gengur vel að undir­búa verð­mæta­björgun í Grinda­vík

Lögreglustjóri segir viðbragðsaðila á fullu við að undirbúa vitjanir Grindvíkinga á heimilum sínum á morgun. Grindvíkingum verður hleypt inn í bæinn á morgun og á mánudag til að sækja verðmæti. Samskiptastjóri almannavarna segir í boði að samnýta bíla.

Innlent