„Við höfum ekki séð svona áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 15:48 Ísak Finnbogason var með beina útsendingu frá því þegar hraun byrjaði að flæða inn í Melhólsnámu. Um fimmtán þúsund manns fylgdust með þegar mest var. Ísak Finnbogason hefur á undanförnum árum verið iðinn við að sýna frá eldgosum á Íslandi í beinni útsendingu með drónum. Í gær fangaði hann hraun flæða inn í Melhólsnámu og fylgdust þúsundir með útsendingunni. Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Streymi gærdagsins byrjaði brösuglega vegna vinda og snjókomu og lýsir Ísak því sem „harki“. Þegar leið á kvöldið skánaði veðrið og síðar byrjaði hraunið að flæða í námuna. Fyrst vildi Ísak fylgjast með hrauni sem flætt hafði yfir veg sem notaður hefur verið til að komast að eldstöðvunum. „Við sáum allt,“ segir Ísak í samtali við Vísi. Hann fylgdist með því þegar jarðýtum var ekið yfir hraunið eftir að leka fór yfir varnargarðanna og seinna þegar hann sá hraunið stefna að námunni færði hann sig um set. Streymi Ísaks í gær var um fimm klukkustunda langt og þegar mest var horfðu fleiri en tíu þúsund manns á það á Youtube og á sama tíma um fimm þúsund manns á X (áður Twitter). „Fólk læstist í streyminu. Við höfum ekki séð svona áður.“ Ísak segir jákvætt að hann hafi tök á því að fanga eldgosið með þessum hætti. Hann sé með tímastimpla á upptökunum og sé í raun að skrásetja eldgosið. Streymið hjá Ísak slitnaði í gær og má sjá báða hluta þess hér að neðan. Hraunið byrjaði að renna niður í námuna klukkan sjö í gærkvöldi en tímann má sjá niðri til hægri á myndbandi Ísaks. Þegar gosið var byrjað að renna í námuna sat Ísak í bíl sínum rétt við námuna og segist hann hafa fundið fyrir hitanum þegar hann opnaði gluggann. „Í fyrri gosum gat maður verið nær þeim en það hefur ekki verið í boði núna,“ segir Ísak. Hann segir aðstæður í gær hafa verið góðar. Hraunið hafi flætt í námuna og hann hafi verið undan vindi. Hann var þó með gasmæla og annan öryggisbúnað. Flaug í gegnum hraun Ísak segir gærkvöldið standa að miklu leyti uppúr þegar hann hugsar um fyrri streymi sín frá eldgosum. Hann minnist þess einnig þegar hann fangaði fyrsta dag eldgossins við Litla-Hrút í júlí í fyrra. Þá hafi rúmlega tíu þúsund manns horft á þegar mest var, enda hafi hann nánast einn að sýna frá gosinu þann dag. Annar dagur sem tengist sama eldgosi stendur einnig upp úr en þá flaug Ísak svokölluðum „fyrstu persónu dróna“ í gegnum hraun sem skvettist upp úr gígnum við Litla-Hrút. Þá slitnaði sambandið við drónann og Ísak taldi sig hafa tapað honum. Hann sneri þó aftur á sjálfstýringu Ísak tog voru hlutar hans brotnir og gúmmí á vírum bráðnað. Ísak tapaði sínum fyrsta dróna á miðvikudaginn. Sá lenti í miklum vindi yfir hrauninu og og lenti á hættusvæði, svo Ísak gat ekki náð í hann. Fékk samviskubit erlendis Þegar litið er til þess hvort hann ætli að halda áfram að streyma frá eldgosum segir hann ekkert annað koma til greina. „Þegar það er gos þarf maður að skila af sér efni.“ Ísak var í Taílandi þegar eldgosið varð í febrúar og segist hafa fengið samviskubit. „Fólk sér myndir og slíkt en svona myndefni gefur miklu meira, fyrir þá sem vilja horfa á svona langt efni,“ segir Ísak. Hann segist eingöngu vilja sýna frá eldgosum eins og þau eru, án alls hræðsluáróðurs eða slíks. „Ég vil bara sýna þetta eins og þetta gerist,“ segir Ísak.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ljósmyndun Tengdar fréttir Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38 Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25 Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33 Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. 21. mars 2024 19:38
Fangaði augnablikið þegar veggur hrundi í hraunið: „Stórkostlegt að verða vitni að þessu“ Myndband náðist af því þegar hraunáin úr gosinu við Litla-Hrút gleypti jarðveg sem myndað hafði vegg við hraunána í gær. Augnablikið má horfa á hér að neðan. 21. júlí 2023 20:25
Fólk nálægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu. 10. júlí 2023 21:33
Gengu út á hraunið og upp að gígunum Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. 14. ágúst 2022 08:40