Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. Fótbolti 22. júlí 2017 19:08
Mikil óánægja með dómgæsluna á Twitter: Fengu þær dómararéttindin úr kornflexpakka? Íslendingar furðuðu sig á dómgæslunni í seinni hálfleik í leik Íslands og Sviss en það var hreint út sagt ótrúlegt að Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, hafi ekki fengið rautt spjald í leiknum. Fótbolti 22. júlí 2017 18:37
Gunnhildur um áreksturinn: Ætlaði ekkert að fara útaf Gunnhildur Yrsa var að vonum svekkt eftir 1-2 tap gegn Sviss í viðtali á Rúv eftir leik en hún ræddi meðal annars höfuðhöggið sem átti sér stað þegar hún lenti í samstuði við markvörð svissneska landsliðsins. Fótbolti 22. júlí 2017 18:28
Freyr: Enginn með stjórn á þessum leik Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var að sjálfsögðu ekki sáttur með tapið fyrir Sviss í Doetinchem í C-riðli Evrópumótsins í dag. Fótbolti 22. júlí 2017 18:28
Einkunnir íslensku stelpnanna: Fanndís besti leikmaður Íslands í dag Fanndís Friðriksdóttir var besti leikmaður Íslands í 1-2 tapi gegn Sviss á EM í Hollandi í dag að mati íþróttadeildar 365 en leikmenn íslenska liðsins áttu misgóðan leik. Fótbolti 22. júlí 2017 18:09
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Tár á hvarmi eftir svekkjandi tap Ísland náði forystunni gegn Sviss en það dugði ekki til. Íslenska liðið er án stiga eftir tvo leiki og útlitið svart. Fótbolti 22. júlí 2017 18:00
Twitter í hálfleik: Verð að öskra hér því barnið er sofandi | Sýklalyf á ferð og flugi Twitter-samfélagið fylgist að sjálfsögðu vel með Stelpunum Okkar í leiknum gegn Sviss en íslenskir áhorfendur eru að fylgjast með víðsvegar úr heiminum og tók Vísir saman nokkur skemmtileg tíst. Fótbolti 22. júlí 2017 16:53
Fanndís braut ísinn fyrir Ísland á EM | Fyrsta mark Íslands í fimm leikjum Fanndís Friðriksdóttir kom Íslandi yfir með snyrtilegu skoti nú rétt í þessu gegn Sviss á EM í Hollandi en þetta var fyrsta mark íslenska liðsins í rúmlega 400 mínútur frá 2-0 sigri gegn Slóveníu í apríl. Fótbolti 22. júlí 2017 16:39
Svona var stemningin meðal stuðningsmanna Íslands í Doetinchem Gleði gleði gleði, gleði lífið er í Doetinchem þar sem Ísland mætir Sviss í dag. Vísir var í beinni útsendingu frá stuðningsmannasvæðinu. Fótbolti 22. júlí 2017 14:45
Byrjunarliðið á móti Sviss: Katrín kemur inn fyrir Öglu Maríu Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu gegn Sviss í öðrum leik Íslands á Evrópumótinu í Hollandi. Fótbolti 22. júlí 2017 14:30
Mamma þjálfarans, goðsagnir og krúttsprengjur í Fan Zone | Myndir Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér stuðningsmannasvæðið í Doetinchem í dag. Fótbolti 22. júlí 2017 14:20
Stressið fór með Sviss gegn Austurríki Það er ný staða fyrir liðið að vera í þeirri stöðu að eiga að vinna Austurríki og Ísland, sagði þjálfari Sviss. Fótbolti 22. júlí 2017 13:15
Stelpurnar klárar í slaginn: Í dag spilum við með íslenska hjartanu Íslensku leikmennirnir senda skilaboð til þjóðarinnar í gegnum samfélagsmiðla. Fótbolti 22. júlí 2017 13:15
Segir íslensku stelpurnar frægar fyrir grófar tæklingar Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari Sviss, segir íslenska kvennalandsliðið vel hafa átt eitt til tvö rauð spjöld skilið í leiknum gegn Frakklandi Fótbolti 22. júlí 2017 12:30
Von á sól, 26 stiga hita og rússneskum dómara Sólin hefur skinið á stelpurnar okkar stærstan hluta þess tíma sem liðið hefur dvalið í Hollandi Fótbolti 22. júlí 2017 12:15
Liðsstjórinn og reitaboltakóngurinn voru með á æfingu á Tjarnarhæðinni Laufey Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, er önnur af tveimur liðsstjórum íslenska liðsins á EM. Fótbolti 22. júlí 2017 12:00
Guðni forseti tók sjálfu með „dökkbláa teyminu“ Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur, segir forseti Íslands. Fótbolti 22. júlí 2017 11:45
Lukkudýrið Kicky orðið Íslandsvinur | Myndir Íslenskir stuðningsmenn eru byrjaðir að mála Doetinchem bláa en von er á 3.000 áhorfendum frá Íslandi á leikinn í dag. Fótbolti 22. júlí 2017 11:28
Þjálfari Sviss: Verkefni fyrir Herkúles að sigra víkingana frá Íslandi Við kunnum að meta andann sem íslenska liðið hefur og viljum gefa allt í þetta, segir Martina Voss-Tecklenburg. Fótbolti 22. júlí 2017 11:00
EM í dag: Peningar undir borðinu sem ættu að fara í stelpurnar Svisslendingar ætla að mæta grófum íslenskum stelpum með hörðu. Fótbolti 22. júlí 2017 10:00
Systurnar földu tárin undir sólgleraugunum Systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur ætluðu að vera í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Hollandi. Meiðsli í aðdraganda mótsins, krossbandsslit í báðum tilfellum, slökktu í EM draumi systranna frá Heimaey. Fótbolti 22. júlí 2017 09:30
EM kvenna - þá og nú Valkyrjurnar í landsliðinu sem nú keppir á EM eru orðnar stjörnur. Um 3.000 Íslendingar eru staddir í Hollandi að hvetja liðið. Fyrir átta árum voru íslenskir áhorfendur innan við 100. Fótbolti 22. júlí 2017 07:30
Markmiðið var að vera með besta varnarliðið á EM Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik liðsins á EM 2017 á morgun. Stelpunum hefur ekki tekist að skora í síðustu fjórum leikjum en það verður helst að breytast á morgun. Markmiðið var að vera með bestu vörnina á mótinu. Fótbolti 22. júlí 2017 06:00
Þýsku stelpurnar unnu í kvöld á vítaspyrnumarki Evrópumeistarar Þýskalands lönduðu fyrsta sigri sínum á EM í ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Ítalíu í seinni leik dagsins í B-riðli. Fótbolti 21. júlí 2017 20:30
Sænsku stelpurnar skutu Rússana aftur niður á jörðina Svíar fögnuðu sínum fyrsta sigri á EM kvenna í fótbolta í kvöld þegar sænska liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Rússum í fyrri leik dagsins í B-riðli. Fótbolti 21. júlí 2017 17:45
Á þriðja stórmótinu en aldrei spilað leik: "Þetta tekur á en ég er alltaf tilbúin“ Sandra Sigurðardóttir, varamarkvörður íslenska kvennalandsliðsins, æfir vel og er klár í slaginn ef eitthvað kemur upp á. Fótbolti 21. júlí 2017 17:30
Fyrirliðinn skellihló á Tjarnarhæðinni | Myndir Stelpurnar okkar æfðu á Tjarnarhæðinni í Doetinchem í dag þar sem þær mæta Sviss á morgun. Fótbolti 21. júlí 2017 17:00
Búinn að skila Elínu Mettu á Petersen Tók pappaspjald af landsliðskonunni ófrjálsri hendi á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 21. júlí 2017 16:30
Svona var blaðamannafundurinn með Frey, Sif og Glódísi Landsliðsþjálfarinn og miðverðirnir tveir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins á Doetinchem. Fótbolti 21. júlí 2017 14:30
Stelpurnar héldu atkvæðagreiðslu og vildu allar kenninöfnin á treyjurnar sínar Svona erum við meira lið, segir Glódís Perla Viggósdóttir. Fótbolti 21. júlí 2017 14:28
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti