Grealish gaf ungum stuðningsmanni skóna sína eftir úrslitaleikinn Þrátt fyrir að Jack Grealish vilji eflaust gleyma tapinu fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM sem fyrst gerði hann leikdaginn ógleymanlegan fyrir ungan stuðningsmann Englands. Fótbolti 13. júlí 2021 15:30
Vissi ekki að hann hafði tryggt Ítölum titilinn þegar hann varði frá Saka Athygli vakti að Gianluigi Donnarumma fagnaði ekki strax eftir að hann tryggði Ítalíu Evrópumeistaratitilinn með því að verja vítaspyrnu Bukayos Saka í leiknum gegn Englandi. Ástæðan er nokkuð skondin. Fótbolti 13. júlí 2021 13:30
Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Fótbolti 13. júlí 2021 10:00
Segir að Southgate hafi frosið í úrslitaleiknum Rio Ferdinand, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir að Gareth Southgate hafi farið illa að ráði sínu í úrslitaleik EM og hreinlega frosið. Fótbolti 13. júlí 2021 09:01
Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. Fótbolti 13. júlí 2021 08:02
Formúlu 1 ökuþór rændur eftir úrslitaleik EM og rándýru úri hans stolið Formúlu 1 ökuþórinn Lando Norris var rændur eftir úrslitaleik EM á Wembley í fyrradag. Formúla 1 13. júlí 2021 07:30
Biðst afsökunar á vítinu Marcus Rashford hefur þurft að þola mikið kynþáttaníð eftir að hafa klúðrað víti í úrslitaleik Englands og Ítalíu á EM í knattspyrnu. Fótbolti 12. júlí 2021 21:23
Sendi dæmigerða Zlatans-kveðju til hetju Ítala Zlatan Ibrahimovic óskaði „sínu öðru heimalandi“ til hamingju með Evrópumeistaratitilinn eftir að Ítalía vann England í úrslitaleik EM í fótbolta. Fótbolti 12. júlí 2021 16:31
Maður mótsins aldrei tapað í vítaspyrnukeppni Þegar ljóst var að úrslit Evrópumótsins í fótbolta yrðu útkljáð með vítaspyrnukeppni hefur eflaust farið um margan leikmanninn. Reikna má með að Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, hafi hins vegar verið sá rólegasti. Fótbolti 12. júlí 2021 16:00
Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Lífið 12. júlí 2021 15:39
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. Erlent 12. júlí 2021 12:32
„Byrjuðu að öskra nafnið hans og hvað þeir elskuðu hann“ „Ég hef aldrei upplifað svona stemningu. Maður komst varla heim og sá bara ekki fyrir sér að fagnaðarlætin myndu taka nokkurn enda,“ segir Andri Már Rúnarsson sem var svo heppinn að vera staddur á Dómkirkjutorginu í Mílanó þegar Ítalir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fótbolta. Fótbolti 12. júlí 2021 12:32
Konungurinn Chiellini mætti með bikarinn heim til Rómar Svo virðist sem ítalska landsliðið í fótbolta hafi stokkið upp í flugvél um leið og liðið var búið að fagna Evrópumeistaratitlinum sem það vann á Wembley í Lundúnum í gærkvöld. Fótbolti 12. júlí 2021 12:01
Jones úr Sex Pistols syrgir tapið með tilfinningaþrungnum blús Steve Jones, gítarleikari pönksveitarinnar Sex Pistols, syrgði tap Englendinga gegn Ítalíu á EM í gær eins og margir samlandar hans hafa líklega gert. Jones birti myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann spilar tilfinningaþrunginn blús á gítarinn inni á baðherbergi heima hjá sér. Lífið 12. júlí 2021 11:43
Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. Fótbolti 12. júlí 2021 11:01
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. Fótbolti 12. júlí 2021 10:45
Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað? Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn! Fótbolti 12. júlí 2021 10:31
Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Fótbolti 12. júlí 2021 10:01
Forsíður ensku blaðanna eftir tapið í úrslitaleik EM: Svekkelski, tár fyrir hetjurnar og stolt ljónanna Tapið sára fyrir Ítalíu var að sjálfsögðu áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Fótbolti 12. júlí 2021 09:00
Fyrsta þjóðin sem vinnur EM karla og Eurovision á sama árinu Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu. Fótbolti 12. júlí 2021 08:31
Southgate tekur tapið á sig og segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttunum sjálfur Gareth Southgate tók tap Englands gegn Ítalíu í úrslitaleik EM í gær á sig. Hann sagðist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englendinga sjálfur. Fótbolti 12. júlí 2021 08:00
Strípalingur á Wembley: „Þyrftum eiginlega að hafa Óla Kristjáns á teikniborðinu“ Strípalingur komst inn á völlinn á Wembley í gærkvöld á meðan úrslitaleikur Englands og Ítalíu stóð yfir og sá gat hlaupið töluvert um áður en öryggisverðir sneru hann niður. Farið var yfir atvikið í EM í dag eftir leik gærkvöldsins sem Ítalir unnu eftir vítakeppni. Fótbolti 12. júlí 2021 07:01
Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum. Fótbolti 11. júlí 2021 23:30
„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“ Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld. Fótbolti 11. júlí 2021 23:10
„Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“ Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum. Fótbolti 11. júlí 2021 22:55
„Hann kemur til Rómar“ Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 11. júlí 2021 22:45
Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti. Fótbolti 11. júlí 2021 22:30
Dýrkeyptar skiptingar Southgate Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu. Fótbolti 11. júlí 2021 22:10
Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan. Fótbolti 11. júlí 2021 21:55
Aldrei verið skorað eins snemma Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum. Fótbolti 11. júlí 2021 19:50