Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 11:01 Jack Grealish vildi taka víti í vítakeppninni en var ekki valinn til verksins. getty/Nick Potts Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira