„Náðum aldrei góðum takti“ Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. Handbolti 12. janúar 2024 19:15
„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. Handbolti 12. janúar 2024 19:09
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. Handbolti 12. janúar 2024 19:07
Austurríki ekki í erfiðleikum með Rúmeníu Austurríki fór létt með Rúmeníu í fyrsta leik liðsins á EM í Þýskalandi. Handbolti 12. janúar 2024 19:00
„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“ Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Handbolti 12. janúar 2024 18:57
„Mótið er alls ekki búið“ „Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta. Handbolti 12. janúar 2024 18:55
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. Handbolti 12. janúar 2024 15:30
Kristján Örn og Óðinn Þór ekki í hóp á móti Serbum í kvöld Snorri Steinn Guðjónsson hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Serbíu í dag í fyrsta leik íslenska liðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi. Handbolti 12. janúar 2024 15:19
Sjáðu íslenska stuðningsfólkið hita upp í München: Myndir og myndband Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu hefja leik í dag á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi og stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa fjölmennt til München. Þeir ætla að mála Ólympíuhöllina bláa í kvöld og voru í stuði fyrir leik eins og sjá má í myndum og myndbandi hér inn á Vísi. Handbolti 12. janúar 2024 14:00
„Þokkaleg ábyrgð á mínum herðum“ „Ég er bjartsýnn, spenntur og geðveikt til í þetta,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir fyrsta leik á EM sem er við Serba í dag. Handbolti 12. janúar 2024 13:01
Svona var EM-Pallborðið: Allt undir í fyrsta leik Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta í dag klukkan fimm. Liðið leikur einnig með Svartfellingum og Ungverjum í riðli. Sport 12. janúar 2024 13:01
Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Handbolti 12. janúar 2024 12:01
Snorra fannst ekkert fyndið við auglýsinguna Snorra Steini Guðjónssyni fannst ekki mikið koma til dönsku auglýsingarinnar þar sem grín var gert að íslenska liðinu og það sagt sækjast í silfur. Snorri svaraði kaldhæðnislega í viðtali við sjónvarpsstöðina og sagðist ekki sjá húmorinn. Handbolti 12. janúar 2024 11:37
EM í dag: Segja að Donni hafi fengið greitt fyrir að vera með húfuna EM í dag hefur göngu sína frá München í dag. Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson munu færa fólki EM-stemninguna beint í æð daglega. Handbolti 12. janúar 2024 11:00
„Held að ég sé góður í þessu“ Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum. Handbolti 12. janúar 2024 10:00
Ekki bara leikur: Þeir verða að trúa því að ég sé ruglaður Vísir birtir í dag annan þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. Handbolti 12. janúar 2024 09:00
Johnsons baby olía leynivopn handboltamanna eftir leiki Enginn handboltaleikur fer fram án harpix og tveir reynsluboltar úr boltanum sögðu frá þessu hjálparefni handboltamanna í fróðlegu innslagi. Handbolti 12. janúar 2024 08:31
„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. Handbolti 12. janúar 2024 08:00
Norðurlandaþjóðirnar byrja á öruggum sigrum Noregur, Svíþjóð og Danmörk byrja öll EM karla í handbolta með öruggum sigrum. Handbolti 11. janúar 2024 21:36
Fimm þúsund Færeyingar sáu sína menn tapa fyrsta leik naumlega Slóvenía lagði Færeyjar með þriggja marka mun, 32-29, þegar liðin mættust í fyrsta leik D-riðils á Evrópumóti karla í handbolta sem nú fer fram. Holland vann Georgíu og Portúgal lagði Grikkland. Handbolti 11. janúar 2024 19:10
Taka frá veitingastað fyrir Íslendinga á leikdögum Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær góðan stuðning á Evrópumótinu í Þýskalandi en gríðarlegur fjöldi Íslendinga mun mæta á leiki íslenska liðsins. Handbolti 11. janúar 2024 16:01
„Reynslunni ríkari í dag“ Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun. Handbolti 11. janúar 2024 14:30
„Hef verið að bíða eftir símtalinu um að mamma sé dáin“ Það er margt sem fer í gegnum huga Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar er hann undirbýr sig fyrir landsleik. Handbolti 11. janúar 2024 13:01
Myndir: Einar með húfu og Skítamórall á fyrstu æfingu Eftirvæntingin leyndi sér ekki á fyrstu æfingu strákanna okkar í Ólympíuhöllinni í Münhen í morgun, daginn fyrir fyrsta leik á EM í handbolta, en létt var yfir mannskapnum. Handbolti 11. janúar 2024 11:30
Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Handbolti 11. janúar 2024 10:30
Viktor Gísli ekki með á æfingu Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur. Handbolti 11. janúar 2024 09:18
Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk? Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti. Handbolti 11. janúar 2024 09:00
Spálíkan telur líkur á íslensku gulli á EM: „Möguleikinn er til staðar“ Líklegast þykir að Ísland endi í sjöunda til tólfta sæti á Evrópumótinu í handbolta þetta árið. Þetta leiða niðurstöður spálíkans Peter O'Donoghue, prófessors við Háskólann í Reykjavík í ljós. Líkurnar á því að liðið standi uppi sem Evrópumeistari eru taldar afar litlar en möguleikinn er þó til staðar. Handbolti 11. janúar 2024 08:31
„Held að allir viti að við eigum stóra drauma“ Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta eru mættir til München og sinna í dag lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik á EM – rimmuna mikilvægu við Serbíu á morgun. Handbolti 11. janúar 2024 08:00
Metfjöldi sá Sviss steinliggja fyrir Þjóðverjum Gestgjafaþjóð Evrópumótsins í handbolta, Þýskaland, fór létt með sinn fyrsta leik gegn Sviss á Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf í kvöld. Heimamenn unnu öruggan þrettán marka sigur, 27-14. Handbolti 10. janúar 2024 21:27