Snorri Steinn: Baráttan og hjartað til fyrirmyndar „Eins mikið og það getur sviðið. Fannst við spila vel í dag. Baráttan og hjartað til fyrirmyndar. Erfitt að biðja um meira frá sínu liði. Það var allt upp á 10 en úrslitin sem telja, stigin eru ekki að koma inn í dag,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir gríðarlega súrt tap gegn Þýskalandi í milliriðli á EM karla í handbolta. Handbolti 18. janúar 2024 21:32
Þjóðverjar klúðruðu íslenska þjóðsöngnum Gestgjafarnir í Þýskalandi gerðu slæm mistök þegar spila átti þjóðsöngvana fyrir leik Íslands og Þýskalands á EM karla í handbolta í kvöld, í Lanxess Arena í Köln. Handbolti 18. janúar 2024 20:26
Gríðarleg stemming fyrir leiknum í troðfullum Minigarðinum Stemmingin í Minigarðinum fyrir leik íslenska handboltalandsliðsins gegn Þýskalandi var gríðarlega góð og staðurinn troðfullur. Blóðheitur stuðningsmaður er vongóður og spáir jafntefli. Sport 18. janúar 2024 19:33
Karabatic tók met Guðjóns í sigri Frakka Frakkland hafði betur gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM í handbolta en í leiknum bætti Nikola Karabatic ótrúlegt met. Handbolti 18. janúar 2024 18:45
Ein breyting á íslenska liðinu í kvöld Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ákveðið að hafa þá Einar Þorstein Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps gegn Þýskalandi í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 17:37
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 26-24 | Færanýtingin kostaði sitt Ísland mátti þola grátlegt tap gegn Þýskalandi á EM karla í handbolta eftir mjög góða frammistöðu varnarlega. Því miður fyrir strákana okkar var færanýtingin enn og aftur skelfileg. Má segja að leikur dagsins hafi tapast þar. Handbolti 18. janúar 2024 17:30
Austurrískur sigur skellur fyrir Íslendinga Austurríki vann Ungverjaland, 29-30, í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Úrslitin eru slæm fyrir Ísland í baráttunni um að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Handbolti 18. janúar 2024 16:10
Svona var EM-pallborðið: Hitað upp fyrir milliriðilinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta glímir við þýsku strákana hans Alfreðs Gíslasonar í fyrsta leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 15:40
Patrekur og Ásgeir spáðu í EM-spilin og nýtt spálíkan opinberað Háskólinn í Reykjavík bauð til HR stofu í tengslum við EM í handbolta. Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, hefur gert nýtt spálíkan fyrir mótið sem tekur tillit til úrslita í riðlunum. Hann fór yfir spálíkanið og skoðaði einnig möguleika íslenska landsliðsins á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Handbolti 18. janúar 2024 15:00
„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. Handbolti 18. janúar 2024 14:31
Strákarnir okkar gefa langfæstar sendingar á Evrópumótinu Mörgum finnst vanta meiri hraða og meira tempó í sóknarleik íslenska handboltalandsliðsins á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi og tölfræðin styður þá skoðun. Handbolti 18. janúar 2024 13:01
HSÍ sendir Ölver viðvörun Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. Innlent 18. janúar 2024 12:57
„Við ætlum að skemma stemninguna þeirra“ Ómar Ingi Magnússon vonast eftir að fyrsti „heili, góði“ leikur Íslands á EM í handbolta komi í kvöld, í „geggjaðri“ stemningu í Lanxess-höllinni í Köln þar sem Ísland mætir Þjóðverjum. Handbolti 18. janúar 2024 12:01
EM í dag: Goðsögnin og túlkurinn Alfreð Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson eru líkt og íslenska landsliðið mættir í snjókomuna í Köln eftir langa lestarferð frá München í gær. Fram undan er risaleikur við Þjóðverja í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 11:00
„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 10:00
„Þeir boluðu Guðmundi í burtu, fengu sinn mann inn og verða að stíga upp“ Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta verða að girða sig í brók og sýna betri frammistöðu. Þeir geti ekki lengur skýlt sér á bak við landsliðsþjálfarann. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram. Handbolti 18. janúar 2024 09:00
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. Handbolti 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Handbolti 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. Handbolti 17. janúar 2024 22:31
Svíar með fullt hús stiga eftir sigur gegn Slóveníu Svíþjóð vann 28-22 gegn Slóveníu í fyrsta leik milliriðilsins á Evrópumótinu í handbolta. Handbolti 17. janúar 2024 21:16
Danskur stórsigur gegn hikandi Hollendingum Danmörk vann stórsigur á Hollandi í fyrsta leik milliriðilsins. Hollendingar héldu vel í framan af en hrundu algjörlega í seinni hálfleik og töpuðu að endingu 39-27 fyrir ógnarsterkum Dönum. Handbolti 17. janúar 2024 18:40
Strákarnir okkar komnir til Kölnar eftir langa lestarferð Íslenska karlalandsliðið í handbolta er loksins lent í Köln eftir fimm og hálfs klukkutíma lestarferð, sem tafðist um klukkustund vegna veðurs. Handbolti 17. janúar 2024 17:28
Slæm úrslit fyrir Ísland í fyrsta leik dagsins á EM Portúgal vann Noreg, 32-37, í fyrsta leiknum í milliriðli 2 á EM í handbolta í dag. Úrslitin voru slæm fyrir íslenska liðið í baráttunni um að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana í sumar. Handbolti 17. janúar 2024 16:12
Anton og Jónas dæma ekki meira á EM Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á Evrópumótinu í handbolta karla. Handbolti 17. janúar 2024 15:01
Handboltatuðarar verða sér til skammar Mikill ofsi greip um sig á samfélagsmiðlum eftir ljótt tap Íslands gegn Ungverjum á EM í gærkvöldi. En handboltatuðararnir eru nú óðum að jafna sig eftir að hafa fengið útrás á samfélagsmiðlum. Innlent 17. janúar 2024 14:23
„Logi vissi ekki hvað sneri upp né niður á handboltavelli“ Íslenska landsliðið vantar leikmann eins og Loga Geirsson, sem lætur vaða á markið utan af velli. Þetta er mat álitsgjafa Besta sætisins, hlaðvarps íþróttadeildar Sýnar. Handbolti 17. janúar 2024 12:01
EM í dag: Ísland átti ekki skilið að fara áfram Það var ekki hátt risið á Henry Birgi Gunnarssyni og Sindra Sverrissyni er þeir gerðu upp leikinn skelfilega gegn Ungverjum. Handbolti 17. janúar 2024 11:01
Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Handbolti 17. janúar 2024 10:30
„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. Handbolti 17. janúar 2024 10:01
Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Handbolti 17. janúar 2024 08:01