Handbolti

Strákarnir okkar komnir til Kölnar eftir langa lestar­ferð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Aron Pálmarson stígur út úr liðsrútunni
Aron Pálmarson stígur út úr liðsrútunni vísir / vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er loksins lent í Köln eftir fimm og hálfs klukkutíma lestarferð, sem tafðist um klukkustund vegna veðurs. 

Strákarnir okkar lentu á hótelinu seinni partinn. Engin æfing fer fram hjá liðinu í dag. Leikjaálagið er mikið enda spilað annan hvern dag þar til mótið klárast. Kvöldið verður nýtt í að safna kröftum fyrir átök morgundagsins þegar milliriðilinn hefst. 

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og smellti af þegar strákarnir gengu gegnum snjóbyl að hótelinu. 

Kyngir niður snjó í Kölnvísir / vilhelm
vísir / vilhelm
vísir / vilhelm

Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 

Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×