Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins. Enski boltinn 6. júlí 2024 23:16
Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Fótbolti 6. júlí 2024 22:31
Jóhann Berg áfram hjá Burnley Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Burnley. Enski boltinn 6. júlí 2024 14:18
Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“ Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain. Fótbolti 6. júlí 2024 12:30
Sky biður Nottingham Forest afsökunar Sky Sports hefur beðið Nottingham Forest afsökunar á ummælum sem sparkspekingurinn Gary Neville lét falla á síðustu leiktíð. Enski boltinn 6. júlí 2024 11:30
Man. Utd bannað að kaupa varnarmann en leyft að spila Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice. Enski boltinn 5. júlí 2024 23:00
Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Fótbolti 5. júlí 2024 20:01
Hollenska markavélin semur við Manchester City Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal. Enski boltinn 5. júlí 2024 16:01
Hringdi í Maríu á miðjum blaðamannafundi: „Ertu ekki að grínast?“ Enska knattspyrnukonan Fran Kirby er á stórum tímamótum á sínum ferli því eftir áratug hjá Chelsea þá hefur hún nú yfirgefið félagið sem sjöfaldur Englandsmeistari. Enski boltinn 5. júlí 2024 12:01
Nýi styrktaraðilinn veðmálafyrirtæki sem stuðlaði hanaat og streymdi klámi NET88 er nýr styrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Sú nýjasta í langri röð veðmálasíðna sem auglýsir framan á treyjum knattspyrnufélaga. Ýmislegt efni hefur verið fjarlægt af síðunni eftir að styrktarsamningur var kynntur, en síðan auglýsti áður beinar útsendingar af klámi og bauð viðskiptavinum upp á að veðja á hanaat. Enski boltinn 5. júlí 2024 08:31
Verður áfram hjá Manchester United Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Enski boltinn 4. júlí 2024 10:18
Evrópumeistarinn Bronze á leið til Chelsea Hin 32 ára gamla Lucy Bronze er sögð vera á leið til Englandsmeistara Chelsea en samningur hennar við Evrópumeistara Barcelona rann út á dögunum. Enski boltinn 3. júlí 2024 19:30
Ratcliffe lætur 250 starfsmenn Man United fara Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf. Enski boltinn 3. júlí 2024 18:31
Palhinha á leið til Bayern á metfé Bayern München gerði sitt besta til að festa kaup á portúgalska miðjumanninn João Palhinha á síðustu leiktíð. Loksins hefur þýska knattspyrnufélagið haft erindi sem erfiði en Fulham hefur samþykkt tilboð sem gerir hann að dýrustu sölu í sögu félagsins. Fótbolti 3. júlí 2024 17:47
Arsenal með augastað á Calafiori Arsenal, silfurlið ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár, hefur áhuga á einum af fáum Ítölum sem stóðu sig í stykkinu á EM í Þýskalandi. Enski boltinn 3. júlí 2024 17:01
Gefur aðeins grænt ljós á viðræður við Manchester United Hollenski landsliðsmaðurinn og varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hefur aðeins gefið grænt ljós á að hefja viðræður við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United þrátt fyrir áhuga annarra stórliða. Enski boltinn 3. júlí 2024 14:01
Undrabarnið Gray til Tottenham Hinn 18 ára gamli Archie Gray er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur frá Leeds United. Hann Enski boltinn 2. júlí 2024 13:30
Caldentey fer frá Evrópumeisturum Barcelona til Arsenal Hin 28 ára gamla Mariona Caldentey hefur ákveðið að færa sig um set eftir áratug hjá Barcelona. Eftir að vinna fernuna með liðinu á síðustu leiktíð hefur Caldentey samið við Arsenal. Enski boltinn 2. júlí 2024 13:01
Moldrík og virðist ætla að umturna kvennafótbolta Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi. Fótbolti 2. júlí 2024 12:01
Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lögreglan kom Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði. Lífið 2. júlí 2024 07:00
Man Utd horfir enn á ný til fyrrum lærisveins Ten Hag Manchester United hefur hafið viðræður við Bayern München um möguleg kaup á miðverðinum Matthijs de Ligt. Sá spilaði undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax á sínum tíma. Enski boltinn 1. júlí 2024 22:00
Chelsea fær framherja frá Barcelona og Earps til PSG Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain. Fótbolti 1. júlí 2024 16:01
Borga yfir þrjátíu milljarða fyrir þrjú ár framan á búningum Rauðu djöflanna Enska knattspyrnufélagið Manchester United opinberaði í dag að tæknifyrirtækið Snapdragon yrði framan á búningum félagsins næstu þrjú árin. Hljóðar samningurinn upp á 225 milljónir Bandaríkjadala yfir þrjú ár eða rúmlega 31 milljarði íslenskra króna. Enski boltinn 1. júlí 2024 13:31
Manchester United hefur gengið frá kaupum á yfirmanni knattspyrnumála Manchester United og Newcastle hafa loks gengið frá samkomulagi um kaupverð á yfirmanninum Dan Ashworth. Enski boltinn 1. júlí 2024 07:54
Chelsea fær gamlan lærisvein nýja þjálfarans Nýliðar Leicester hafa samþykkt tilboð Chelsea í enska miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall. Fótbolti 30. júní 2024 19:16
Liverpool afþakkaði boð Newcastle um Gordon fyrir Quansah Newcastle er að reyna að losa sig við vinstri vængmanninn Anthony Gordon og bauð Liverpool að semja við hann í skiptum fyrir miðvörðinn Jarrell Quansah auk ótilgreindar fjárupphæðar. Það hugnaðist rauða hernum ekki. Enski boltinn 29. júní 2024 22:31
Elísabet ekki ráðin til Villa Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við þjálfun kvennaliðs Aston Villa. Enski boltinn 29. júní 2024 14:31
Keane bað Maguire afsökunar: „Ég fór yfir strikið“ Roy Keane bað Harry Maguire, leikmann Manchester United, afsökunar á að hafa gagnrýnt hann of harkalega. Írinn kvaðst hafa farið yfir strikið. Enski boltinn 29. júní 2024 10:46
Nistelrooy snýr aftur til Manchester United Ruud van Nistelrooy hefur þegið boð um að verða aðstoðarþjálfari Erik ten Hag hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Enski boltinn 27. júní 2024 19:15
Þjálfari Willums á leið til United Svo virðist sem þjálfari Go Ahead Eagles í Hollandi sé á leið til Manchester United. Enski boltinn 27. júní 2024 14:00