Måneskin tóku á móti rokkverðlaununum í Gucci
Hljómsveitin Måneskin var valin besta rokksveit ársins á MTV EMA verðlaununum. Hljómsveitin kom fram og tók lagið MAMMAMIA en verðlaunin fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi.
Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Hljómsveitin Måneskin var valin besta rokksveit ársins á MTV EMA verðlaununum. Hljómsveitin kom fram og tók lagið MAMMAMIA en verðlaunin fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi.
A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.
Eurovision-keppnin fer fram í borginni Tórínó á Ítalíu á næsta ári. Sextán aðrar borgir kepptust um að hýsa keppnina.
Eurovisionfararnir Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eignuðust sitt annað barn í dag.
Spænska söngkonan María Mendiola, sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, er látin, 69 ára að aldri.
RÚV hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision-keppninni sem haldin verður á Ítalíu í maí á næsta ári. Samkvæmt tilkynningu frá RÚV verður aftur leitað til vinsælla og reyndra höfunda en allir geta sótt um.
Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan.
Eftir að ítalska fótboltalandsliðið vann EM í gær er Ítalía nú handhafi tveggja stærstu titlanna í íþróttum og listum í Evrópu.
„Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum.
Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin.
Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga.
Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.
Stórkostleg helgi Daða og Gagnamagnsins og HönnunarMars einkennir Stjörnulíf vikunnar. Íslendingar voru duglegir að njóta lífsins þessa vikuna og jákvæðnin var áberandi. Hækkandi sól og breytingar á takmörkunum eru greinilega að gleðja.
Árný Fjóla Ásmundsdóttir, einn meðlimur hljómsveitarinnar Gagnamagnsins sem tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd um helgina, hefur greinst með kórónuveiruna.
Niðurstöður fíkniefnaprófs söngvarans Damiano David leiddu í ljós að hann hefði ekki neytt fíkniefna á úrslitakvöldi Eurovision söngvakeppninnar. David er söngvari hljómsveitarinnar Måneskin sem fór með sigur af hólmi í keppninni í ár fyrir hönd Ítalíu.
„Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag.
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær.
Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu.
Daði og Gagnamagnið æfðu verðlaunaafhendingu á rennsli í gær vegna fjarlægðar hópsins frá sviðinu. Meðlimur Gagnamagnsins segir að þetta hafi verið gert þar sem hópurinn var talinn sigurstranglegur. Daði og Gagnamagnið eru á heimleið eftir stórkostlegan árangur í Eurovision.
Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær.
Framlag Íslands í Eurovision vakti mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter eftir keppnina í gær.
Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.
Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur.
Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld.
Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.
Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.
Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Upptaka af æfingu Daða og Gagnamagnsins á flutningi 10 Years, framlagi Íslands í Eurovision í ár, var spiluð á úrslitakvöldi keppninnar í kvöld.
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að framlag Íslands í Eurovision, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, var flutt á úrslitakvöldi keppninnar nú í kvöld.
Líkt og venja gerir ráð fyrir er líf á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Eurovision gengur í garð. Segja má að hátíðin nái hámarki þegar Ísland stígur á svið á sjálfu úrslitakvöldinu, en líkt og flestir með nettengingu hafa eflaust tekið eftir er það kvöldið í kvöld.