Páll Baldvin Baldvinsson: Draugagangur í dagsbirtu Elskan mín, þú ert svo miklu laglegri svona með alskegg, lætur Bunuel Maríu segja við son sinn Jesú í einni af kvikmyndum sínum. Er það? spyr pilturinn og strýkur á sér vanga og grön. Hinn skeggjaði unglingur hefur lengi fylgt okkur eftir píslardauða sinn og himnaför sem samkvæmt Bakþankar 13. maí 2010 10:26
Þorvaldur Gylfason: Djúpar sprungur í dómskerfinu Fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu eins og vandaðar skoðanakannanir hafa sýnt um árabil. Innan við þriðji hver Íslendingur ber nú mikið traust til dómskerfisins. Þegar spurt var um traust manna til Alþingis fyrir hrun, var hlutfallið svipað, eða tæpur þriðjungur, en eftir hrun hrapaði traustið enn neðar. Nú segist áttundi hver maður bera mikið traust til Alþingis. Einn af átta. Fastir pennar 13. maí 2010 10:19
Steinunn Stefánsdóttir: Útrás réttarríkis Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að full alvara býr að baki rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á því hvort og þá hvernig brotin hafa verið lög í aðdraganda íslenska bankahrunsins. Fastir pennar 13. maí 2010 10:13
Ólafur Stephensen: Krónan kostar Margir vilja losna við verðtrygginguna. Það er skiljanlegt, eftir að hún hefur valdið mörgum heimilum miklum búsifjum. Þeir sem voru til dæmis með húsnæðislán í íslenzkum, verðtryggðum krónum hafa horft upp á lánið sitt hækka um margar milljónir á sama tíma og þeir hafa greitt drjúgan hluta af mánaðarlaununum sínum í afborganir, vexti og verðbætur. Fastir pennar 12. maí 2010 06:00
Jón Sigurður Eyjólfsson: Brú yfir boðaföllin Ég hef bakað mér ómældar óvinsældir í spænska þorpinu Zújar með þjóðrembu minni. Sýknt og heilagt er ég að benda bæjarbúum á gæði lands og þjóðar minnar. Lengst af voru menn tilbúnir að humma þetta fram af sér en steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar ég fó Bakþankar 12. maí 2010 06:00
Ólafur Stephensen: Lítið lært? Pólitíkin sýnir á sér ýmsar sínar verstu hliðar í umræðum um almennt skynsamleg og gagnleg áform um sameiningu ráðuneyta og fækkun ráðherra, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin vill keyra málið áfram og sameina ráðuneytin sem fyrst. Fastir pennar 11. maí 2010 06:00
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir: Þar sem heilsað er með hlýju Eitt af því fyrsta sem gefur til kynna að maður sé kominn í nýtt land er hvernig samskiptavenjur íbúa snarbreytast á milli landa. Það eru ekki nema um tvö þúsund kílómetrar á milli Reykjavíkur og Óslóar (maður lærir ýmislegt af hnakkatölvunni í flugvélum Icelandair). Þetta er samt allt annar heimur. Til að mynda heilsar bláókunnugt fólk manni með vinale Bakþankar 11. maí 2010 06:00
Gerður Kristný: "Útsending frá eigin glötun" "Útsending frá eigin glötun" Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Bakþankar 10. maí 2010 09:46
Guðmundur Andri Thorsson: Excelskáldin Svo ótal margt þarf að endurskoða núna - söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orðræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið? En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endurskoðendurna. Fastir pennar 10. maí 2010 09:44
Páll Baldvin Baldvinsson: Djók Enginn heyrðist hvellurinn þegar framboðsfresti til sveitarstjórnarkosninga lauk um helgina: auk fastra viðskiptavina kjósenda í sveitarstjórnum bættust nokkur ný framboð við, svona til að sundra atkvæðamagninu og styrkja hin stærri framboð sem fyrir eru á palli. Kannanir um áhuga almennings leiða í ljós að kjósendur eru fráhverfir sveitarstjórnarmálum um þessar mundir, Það eru einkum skemmtikraftaframboðin sem vekja athygli. Sérstakt, þegar sveitarfélagið er að verða meira og meira ráðandi um okkar daglegu önn. Þangað hefur ríkisvaldið flutt æ fleiri verkefni, flest kostnaðarsöm, undir því yfirskini „að færa verði þjónustuna nær fólkinu". Og þegar kreppir að er ríkisvaldið stikkfrí og þarf ekkert að hafa áhyggjur af niðurskurði í kostnaði, les þjónustu sveitarfélaga, enda á framkvæmdavaldið nóg með sitt úttútnaða kerfi eftir áratuga stjórn þeirra sem í upphafi ferils síns hrópuðu: báknið burt! Fastir pennar 10. maí 2010 06:00
Gerður Kristný: „Útsending frá eigin glötun“ Á föstudagssíðdegi, einmitt þegar Ríkissjónvarpið skemmtir heilu kynslóðunum með teiknimyndum, gaf sjónvarpið endanlega upp öndina. Það var á fermingaraldri og tók yfir heilan fermetra af sjónvarpsskotinu. Því varð fjölskyldan alltaf að smokra sér gætilega fram hjá gripnum til að komast inn og út úr öðru barnaherberginu. Samt hafði aldrei komið til tals að skipta því út fyrir yngra módel. Í fyrsta lagi vegna þess að myndin var skýr og í öðru lagi vegna þess að mig langaði ekki að punga út fyrir flatskjá, dótaríinu sem Björgólfi Guðmundssyni tókst að gera að táknmynd góðærisins. Sjónvarpsflykkið sýndi og sannaði að ég hafði ekki orðið spillingaröflunum að bráð. Bakþankar 10. maí 2010 06:00
Ólafur Þ. Stephensen: Réttvísin hefur sinn gang Handtaka tveggja af fyrrverandi forsvarsmönnum Kaupþings og úrskurður héraðsdóms um gæzluvarðhald yfir þeim markar nokkur tímamót í rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu. Viðbrögð margra hafa verið ánægja með að saksóknarinn og hans lið sé að vinna vinnuna sína; loksins sjáist einhver merki um að lögum verði komið yfir þá sem báru ábyrgð á hruninu. Fastir pennar 8. maí 2010 07:30
Þorsteinn Pálsson: Trúin á krónuna Fjármálaráðherrann beindi athygli sinni að vanda Grikkja á dögunum. Af því tilefni lofsöng hann bæði guð og krónuna eins og hún væri hluti af sköpunarverkinu. Fastir pennar 8. maí 2010 07:00
Ólafur Þ. Stephensen: Stolið úr vasa náungans Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að bótasvikamálum, sem Tryggingastofnun kemur upp um, hefði fjölgað þrefalt eftir að stofnunin tók upp hert eftirlit í fyrra. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri stofnunarinnar, tiltók dæmi af fimm barna fjölskyldu, þar sem faðirinn skráði sig til málamynda utan heimilis og fjölskyldan fékk fyrir vikið um 170 þúsund krónur í bætur á mánuði, sem hún átti ekki rétt á. Bætur fjölskyldunnar frá Tryggingastofnun námu samtals yfir 700 þúsund krónum, sem er meira en margir launþegar á vinnumarkaði hafa í fjölskyldutekjur. Fastir pennar 7. maí 2010 10:04
Þorvaldur Gylfason: Pólska leiðin Hinn 11. febrúar í ár lagði ég hér í blaðinu einu sinni sem oftar út af eftirminnilegum ummælum Bjarna Bendiktssonar síðar forsætisráðherra frá 1934 um svik samábyrgðarinnar. Ég lýsti í því viðfangi nýrri löggjöf um skerðingu sjálftekinna hlunninda í Póllandi. Lýsingin hljóðaði svo: Fastir pennar 6. maí 2010 06:00
Ragnheiður Tryggvadóttir: Nytsemi netheima Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. Bakþankar 6. maí 2010 06:00
Ólafur Þ. Stephensen: Nú þarf aftur Landsyfirrétt Í tæplega tvö ár hefur tillaga um stofnun millidómstóls verið til umræðu. Nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, núverandi dómsmálaráðherra, lagði þetta til við þáverandi ráðherra í júní 2008. Nefndin lagði til að stofnaður yrði í Reykjavík dómstóll með að minnsta kosti sex dómurum, sem fengi það gamla heiti Landsyfirréttur, en það var millidómstóll Íslendinga í rúma öld, frá 1800 til 1919. Hæstiréttur var þá í Danmörku. Fastir pennar 5. maí 2010 06:45
Kolbeinn Proppé: Þegar valdið verður til vansa Það verður að vera agi í hernum segir Svejk og við hlæjum, því trauðla er til betra dæmi um mann sem lýtur engum aga en fyrrnefndur Svejk. Svo virðist hins vegar sem margir aðhyllist þessa speki og telji að agi verði að ríkja hvað sem kostar. Fyrir þeim er tilhliðrun á skipulagi eitur í beinum og allt skal vera eftir reglum. Skiptir engu hve vitlausar reglurnar eru, ef það stendur skal það verða. Bakþankar 5. maí 2010 06:00
Sverrir Jakobsson: Bastían bæjarfógeti Allir sem séð hafa leikrit eftir Dario Fo vita líka að mikill broddur getur fólgist í pólitískum farsa. Vel heppnaður pólitískur listagjörningur opnar nýjar víddir í hugsuninni og vinnur gegn þrengingu á möguleikum stjórnmálanna. Dæmi um það eru víðar en við höldum og ekki úr vegi að nefna til dæmis rammpólitísk barnaleikrit Egners um Dýrin í Hálsaskógi og Kardimommubæinn. Fastir pennar 4. maí 2010 17:13
Anna Margrét Björnsson: Fíla geimverur Bítlana? Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar“-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians“ sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá Bakþankar 4. maí 2010 06:00
Ólafur Þ. Stephensen : Samstaða um siðbót? Stjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannanir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var Fastir pennar 4. maí 2010 06:00
Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Fastir pennar 3. maí 2010 06:00
Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Fastir pennar 3. maí 2010 06:00
Júlía Margrét Alexandersdóttir: Hugsanlegt hjálpræði Ég hef alltaf átt erfitt með að velja mér þann stjórnmálaflokk sem ég vil kjósa. Ég hef stundum íhugað að skila auðu en hryllt við að atkvæði mitt yrði þá gjaldfellt með ógildum seðlum. Bakþankar 3. maí 2010 00:01
Þorsteinn Pálsson: Stjórnlaganefnd? Njörður P. Njarðvík hefur verið einn skeleggasti og róttækasti talsmaður þess að ráðist verði í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann hefur jafnframt verið talsmaður þess að stofna til stjórnlagaþings. Fastir pennar 1. maí 2010 11:02
Páll Baldvin Baldvinsson.: Árás á Alþingi Ákærur á hendur níu nafnkenndum einstaklingum sem tóku sannarlega þátt í andófi almennra borgara við alþingishúsið þegar ríkisstjórn landsins var sett af hafa kallað á viðbrögð fleiri sem þar voru. Fastir pennar 1. maí 2010 10:58
Kjarklaus eins og klerkur Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía. Bakþankar 1. maí 2010 06:00
Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. Bakþankar 30. apríl 2010 06:00
Steinunn Stefánsdóttir: Prestastefna móast við Góðar fréttir bárust í gær þess efnis að 91 prestur og guðfræðingur hefðu lagt tillögu fyrir prestastefnu um að giftingar samkynhneigðra yrðu leyfðar innan þjóðkirkjunnar. Verri fréttir bárust svo síðar um daginn; tillagan var ekki samþykkt heldur önnur sem vísar umfjöllun um málið til biskups og kenninganefndar, tillögu hinna framsýnu presta og guðfræðinga og tillögu séra Geirs Waage þess efnis að Alþingi létti af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Fastir pennar 30. apríl 2010 06:00
Páll Baldvin Baldvinsson: Laus sæti og staðfast fólk Rosalega sem það er erfitt að standa upp úr sætinu. Það er allt suðandi í kringum mann, endalaust kvabb. Bakþankar 29. apríl 2010 09:38
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun