Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Jólagjöfin í ár

Allt út af einni déskotans ljósakrónu og konan mín fór meira að segja út á gangstétt til að skoða hvernig nýja krónan tæki sig út, utan frá séð!

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvera við unglinga í fyrirrúmi

Það er ljóst að vinna við aðhald að unglingi hefst ekki á unglingsárum. Sú vinna þarf að eiga sér stað allt frá því að uppeldi barnsins hefst. Til þess að unglingar virði mörk sem þeim eru sett þurfa þeir frá upphafi að hafa alist upp við mörk sem þeim er gert að virða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingmenn í fallhættu – mörg ný andlit

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup eru óvenju margir þingmenn í fallhættu í næstu kosningum, fylgið er á mikilli hreyfingu, það stefnir í spennandi kosningar, erfiða stjórnarmyndun og í að margt nýtt fólk setjist á þing...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamlegt frumvarp

Þetta frumvarp er um, að sala áfengis, sem hefur að geyma minni vínanda en 22 prósent, með öðrum orðum bjór og létt vín, megi færa úr Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í venjulegar matvöruverslanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bandaríkin ráða ekki ein við Írak

Á þessu stigi virðist deginum ljósara að Bandaríkjamenn og nánustu bandamenn þeirra ráða ekki einir og sér við það ástand í Írak sem þeir eru upphafsmenn að. Þar þurfa fleiri að koma til, en hverjir má svo spyrja?

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvær bíómyndir

Hér er fjallað um nýju Bondmyndina, sem líkt og margar þær fyrri er ágætis svefnmeðal, en líka um kvikmynd sem heitir Syriana og gefur afar merkilega innsýn í alþjóðlega spillingu kringum olíuiðnaðinn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Með nærri tóman tank

Ríkissjóður þyrfti að taka mörg risalán til viðbótar til að koma gjaldeyrisforðanum upp fyrir erlendar skammtímaskuldir, og til þess hefur ríkisstjórnin ekki svigrúm. Hún hefur ekki bolmagn til að bægja frá hættunni á því, að spákaupmenn geri áhlaup á krónuna og felli gengi hennar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lipurð eða þrákelkni

Ef eitthvað er að marka málflutning stjórnarandstöðuflokkanna má ætla að þeir hafi endaskipti á þessari löggjöf fái þeir til þess styrk. Reynslan sýnir einnig að ýmis álitamál verður oft og einatt að útkljá fyrir dómstólum þegar málefnalegum sjónarmiðum er vikið til hliðar við þinglega meðferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðgerðir gegn ofbeldi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis fyrir tímabilið 2006 – 2011. Hún byggist á margvíslegum aðgerðum sem stjórnvöld munu beita sér fyrir til að sporna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisbrotum sem beinast gegn börnum auk aðgerða til að koma þeim til aðstoðar sem orðið hafa fyrir áðurnefndu ofbeldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vilji kvenna

Það þarf ekki að rýna mikið í skoðanakannanir til að sjá að konur halla sér frekar að flokkum þar sem kynsystur þeirra eru í áberandi hlutverkum. Sömu heimildir gefa líka vísbendingar um að konur kjósi á öðrum forsendum en karlar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jól við Oxford Street

Vont var að missa af Silfrinu en nú sit ég með kvíðahnút í maganum á kaffihúsi við Oxford Street og finnst að ég þurfi að fara að kaupa jólagjafir. Traffíkin er brjálæðisleg og allir að rekast utan í alla...

Fastir pennar
Fréttamynd

Misjöfn kjör meðal þjóðarinnar

Siðferði þeirra sem gegna opinberum störfum er hins vegar orðið þannig að þegar gerðar eru athugasemdir af því tagi sem ég hef gert hér, þá segja opinberu starfsmennirnir með þjósti að það sé alltaf til fólk sem vill upphefja sjálft sig með rausi af þessu tagi. Ég mun halda áfram að rausa, ég lofa því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skila auðu

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í mörgum kosningum náð að toga kjósendur á miðjunni til fylgis við sig. Breytist það er hætta á að hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins skili auðu í næstu alþingiskosningum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Messufall

Nú gerðist það sem ekki hefur orðið áður í átta ára sögu Silfurs Egils. Það var messufall hjá mér. Sem er náttúrlega vont þegar maður er að sumu leyti eins manns fjölmiðill...

Fastir pennar
Fréttamynd

Flóttinn frá Bagdad

Framsóknarflokkurinn hefur kallað herlið sitt heim frá Írak en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að gefast upp. Frambjóðendur í prófkjörum eru skikkaðir til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Bush og varaformaðurinn segist hvergi hvika í afstöðu sinni. Með Bandaríkjamönnum. Með borgarastyrjöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fram á veginn

Óhætt er að taka undir orð samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, um að hið hörmulega umferðarslys á Suðurlandsvegi á laugardag gefi tilefni til að flýta uppbyggingu Suðurlandsvegar. Slysið er óþyrmileg áminning um hversu ófullkomið vegakerfi landsins er miðað við þann umferðarþunga sem á því hvílir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Háskólinn árið 2011

Stúdentar við Háskóla Íslands hafa þann góða sið að halda sérstaklega upp á 1. desember. Þá minnast þeir fullveldis þjóðarinnar, votta minningu þeirra sem fyrir því börðust virðingu og um leið staðfesta þeir mikilvægi Háskóla Íslands fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forgjöf

samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtímabil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það sem átti ekki að vera hægt

Í dag, laugardaginn 2. desember 2006, fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkt því sem tíðkast hefur í prófkjörum annarra flokka þá hafa frambjóðendur ekki eytt milljónum í auglýsingar um hvippinn og hvappinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókmenntafélagið

Á merkum tímamótum elsta félags Íslands – 190 ára afmæli Hins íslenska bókmenntafélags – er ekki úr vegi að menn reyni að gera sér grein fyrir þeim miklu áhrifum sem félag þetta hefur haft á íslenska menningu fyrr og síðar, þótt starfsemi þess hafi ekki alltaf farið hátt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvískinnungur: Maó og Hitler

Háskóli Íslands hýsti fyrir skömmu ráðstefnu um Maó formann, sem vinir Kínverska alþýðulýðveldisins höfðu skipulagt. Einn þeirra, Arnþór Helgason, sagði í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember, að „hlutlæg umræða“ um Maó væri nauðsynleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Raup eða alvara?

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkja sem er ekki reist á kletti

Fyrir ekki svo mörgum árum gilti sú regla að þegar safnaðarbörn í Fríkirkjunni í Reykjavík fluttu frá höfuðborginni voru þau sjálfkrafa afskráð úr Fríkirkjusöfnuðinum og í þá þjóðkirkjusókn þar sem þeirra nýja lögheimili var.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innflutningur vinnuafls: Taka tvö

Eystrasaltslöndin eru næsti bær við Norðurlönd og glíma nú að sumu leyti við svipaða vaxtarverki og Íslendingar. Eistland, Lettland og Litháen hafa haft hamskipti síðan 1991, þegar þau losnuðu undan oki Sovétríkjanna og endurheimtu langþráð frelsi og sjálfstæði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fast í koki Framsóknar

Íraksmálið hefur setið fast í koki Framsóknar nærfellt heilt kjörtímabil, eins og eitraða eplið í hálsi Mjallhvítar blessaðrar, þar til nýr formaður reyndi að hósta því upp á miðstjórnarfundi flokksins fyrir helgina. Það sem nú er deilt um, er hvort allur eplisbitinn hafi komið upp með nýrri kokhreysti formannsins eða hvort eitrið sitji eftir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ræða þarf kostnaðinn

Íslendingar eru vanir því að varnir landsins kosti ekki neitt. Sumir hafa jafnvel litið á þær sem féþúfu. Feimni við að ræða innihald varnarviðbúnaðar og hernaðarlegra skuldbindinga er ríkjandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Misneyting er líka nauðgun

Kynbundið ofbeldi tekur á sig margar myndir. Nauðgun er ein þeirra. Í núgildandi hegningarlögum er kynferðisleg misneyting ekki skilgreind sem nauðgun nema misneytingin hafi átt sér stað með ofbeldi eða hótun um ofbeldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umferðarljósið

„Umferðaröryggi er meira á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum“. Þetta þótti mér áhugaverð frétt, ekki síst í ljósi þess hvernig aðrar fregnir af umferðarmálum þjóðarinnar hafa hljóðað þetta árið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjör Jóns

Forystumenn hins stjórnarflokksins verða líka að tala hreint út um málið. Það var undir forystu þeirra manns í ríkisstjórn sem þetta mál kom upp, þeir þurfa því líka, ekki síður en Framsóknarmenn, að taka til máls.

Fastir pennar