Fjör með Bylgjulestinni í Hljómskálagarðinum Það var mikið um dýrðir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík síðustu helgi þar sem hin árlega Götubitahátíð fór fram. Lífið samstarf 26. júlí 2023 08:31
Vill finna fórnarlömb fingralangra flugvallarstarfsmanna Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra. Innlent 25. júlí 2023 21:48
Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni. Innlent 25. júlí 2023 20:06
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. Erlent 25. júlí 2023 12:04
Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. Innlent 22. júlí 2023 07:46
Bylgjulest og götubiti í Hljómskálagarðinum Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum í Reykjavík næsta laugardag en sömu helgi fer fram þar hin árlega Götubitahátíð. Lífið samstarf 20. júlí 2023 09:20
Fjör með Bylgjulestinni í Hafnarfirði síðasta laugardag Bylgjulestin mætti í Hafnarfjörð síðasta laugardag. Góð stemning var í bænum enda mikið um að vera auk þess sem veðrið lék við bæjarbúa Lífið samstarf 18. júlí 2023 12:31
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. Lífið 16. júlí 2023 08:00
„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Innlent 12. júlí 2023 22:46
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. Innlent 12. júlí 2023 16:50
Icelandair flýgur til Innsbruck næsta vetur Icelandair hefur bætt nýjum skíðaáfangastað við áætlun sína næsta vetur, borginni Innsbruck í Austurríki. Flogið verður frá 27. janúar til 2. mars. Viðskipti innlent 12. júlí 2023 15:46
Sól og fjör með Bylgjulestinni á Selfossi Frábært sumarveður og sólarstemning var á Selfossi síðasta laugardag þegar Bylgjulestin mætti í bæinn. Lífið samstarf 11. júlí 2023 11:26
Skelltu þér í sólina með Úrval Útsýn Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga spennandi áfangastaði í sólinni í sumar. Samstarf 11. júlí 2023 08:31
Bylgjulestin mætir í sólina á Selfossi næsta laugardag Það verður geggjuð stemning á Selfossi á laugardag þegar Bylgjulestin mætir í bæinn. Bæjarhátíðin Kótelettan 2023 hefst í dag, fimmtudaginn 6. júlí og stendur yfir til sunnudagsins 9. júlí. Lífið samstarf 6. júlí 2023 11:41
Vísað úr pakkaferð vegna „sýnilegrar ölvunar“ og fær endurgreitt Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni. Neytendur 5. júlí 2023 06:00
Fjör með Bylgjulestinni á Írskum dögum Bylgjulestin heimsótti bæjarhátíðina Írska daga á Akranesi síðasta laugardag en hátíðin fór fram þar síðustu helgi. Lífið samstarf 4. júlí 2023 16:19
FÍB þjónustar vegaaðstoð Toyota, Lexus og BNB Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði. Samstarf 4. júlí 2023 11:23
Parka Camping auðveldar lífið í útilegunni Parka Camping appið virkar bæði sem sjálfsafgreiðslu- og forbókunarkerfi fyrir ferðalanga sem ferðast um landið með tjald, húsbíl, tjaldvagn eða fellihýsi. Samstarf 3. júlí 2023 11:22
Systurnar Sara og Erla eltu spænska drauminn: „Úlfatíminn þekkist ekki lengur“ Systurnar Erla Gunnarsdóttir og Sara Rut Agnarsdóttir höfðu lengi látið sig dreyma um að búa við suðræna strönd. Þær létu þann draum verða að veruleika í enda heimsfaraldursins. Þær segjast aldrei hafa séð eftir ákvörðuninni þrátt fyrir að flytja á milli landa með samtals fjögur börn og þrjú gæludýr. Lífið 30. júní 2023 07:01
Vildu ekki Prettyboitjokko en fengu hann samt Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan. Neytendur 29. júní 2023 17:04
Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi um helgina Laugardaginn 1. júlí mun Bylgjulestin heimsækja Akranes en búast má við fjölmenni í bænum enda fer bæjarhátíðin Írskir dagar fram sömu helgi. Lífið samstarf 29. júní 2023 14:06
Vueling glataði töskunni: „Greiðslan er fáránlega lág“ Samgöngustofa hefur úrskurðað að farþegar flugfélagsins Vueling hafi ekki geta sýnt fram á að verðmæti glataðrar ferðatösku hafi verið rúmar 800 þúsund krónur. Spænska lággjaldaflugfélagið hefur boðið 75 þúsund. Innlent 29. júní 2023 07:46
Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Neytendur 28. júní 2023 18:39
Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess. Innlent 28. júní 2023 15:46
Það var líf og fjör í Hólminum á Dönskum dögum Bylgjulestin mætti í Stykkishólm síðasta laugardag. Mikið var um að vera í bænum um helgina en þá fór fram bæjarhátíðin Danskir dagar auk þess sem Landsmót 50+ var haldið á sama tíma. Lífið samstarf 27. júní 2023 15:12
Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Innlent 25. júní 2023 21:56
Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. Innlent 25. júní 2023 10:01
Bylgjulestin mætir á Danska daga Laugardaginn 24. júní mun Bylgjulestin heimsækja Stykkishólm en búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina þegar bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma. Lífið samstarf 22. júní 2023 14:37