Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest

Aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda eru ástæður þess að bygging hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Átti að skapa 25 ársverk. Til samanburðar væri það um 5.000 manna vinnustaður í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Miklu færri bókanir í borginni

Fyrirtæki í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu segja maímánuð fara illa af stað. Merkja mun færri bókanir í afþreyingu, á veitingastöðum og hótelum

Innlent
Fréttamynd

Lögreglustjórinn óttast uppþot í Leifsstöð

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði á fundi hjá flugvirktarráði að lítið þyrfti til að uppþot yrðu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Slíkt er ekki upplifun starfsmanna Isavia, segir upplýsingafulltrúi Isavia.

Innlent