Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Finnst góður andi ríkja á Íslandi

Nýr portúgalskur stjórnandi hefur hafið störf hjá Icelandair. Hann er þjálfaður flugmaður og hefur unnið í stjórnun síðustu árin, síðast hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga. Hann sér vaxtartækifæri hjá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búa sig undir 55% fjölgun íbúa

Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja fer í allsherjar innviðagreiningu vegna spár um farþegafjölgun á Keflavíkurflugvelli og tilheyrandi íbúafjölgun á svæðinu. Íbúum Suðurnesja fjölgar um 55% á næstu fjórtán árum, má telja víst.

Innlent
Fréttamynd

Nóvember heilsar mildur og þurr

„Eftir hlýjasta október í manna minnum (og reyndar þann blautasta suðvestan til á landinu) þá heilsar nóvember með mildu og þurru veðri, að undanskildum smá éljum við norðausturströndina.“

Innlent
Fréttamynd

Forsendur ferðaþjónustu og stefna VG

Í ferðamálastefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs segir um Ísland: "Það er eitt yngsta land í heimi og hefur að geyma aðgengilegar og óaðgengilegar óbyggðir og víðerni sem eiga fáa sinn líka. Náttúra landsins er einstök og jafnframt viðkvæm.“ Þetta á að vera lykilatriði í allri ferðaþjónustu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Gestastofan verður dýrari

Bygging gestastofu á Hakinu í þjóðgarðinum á Þingvöllum verður 20 prósent dýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í fundargerð Þingvallanefndar frá 6. september sem birt var í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra

Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir farþegar á gjörgæslu

Tveir farþegar úr rútunni sem fór út af Þingvallavegi í morgun eru á gjörgæslu Landspítalans en alls eru fimmtán farþegar úr slysinu komnir á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Flestir farþegar rútunnar kínverskir

Meirihluti farþeganna sem voru um borð í rútu sem hafnaði utan vegar á Þingvallavegi í morgun er kínverskur en ökumaður rútunnar og leiðsögumaður eru íslenskir.

Innlent