

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.
Fyrsta íslenska skemmtiferðaskipið, með heimahöfn í Reykjavík, sem gert út í ár og öld – MS Ocean Diamond leggur úr höfn.
Konan, erlendur ferðamaður, er sögð mjög þungt haldin.
Flugrútan mun vera með starfsstöð í gamla IKEA-húsnæðinu auk tveggja bílaleiga.
Ferðamennirnir voru fluttir frá Snæfellsnesi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa lent í bílslysi með fjórum öðrum ferðamönnum í morgun.
Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum.
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita 850 milljónir króna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum víðs vegar um landið. Ráðist verður í meira en hundrað verkefni. Þingvellir og Skaftafell fá samtals 316,5 milljónir til ýmissa verkefna.
Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að verja 1,8 milljörðum króna til viðbótar til brýnna framkvæmda á vegakerfi landsins.
Stjórnarformaður í Félagi leiðsögumanna gagnrýnir verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur neytendur á Íslandi til að forðast viðskipti við staði sem selja á óhóflegu verði.
„Þetta er mjög erfitt ástand,“ segir rekstrarstjóri Miðbæjarhótela.
Ferðafélag Íslands telur nýveitt stöðuleyfi fyrir gáma og skúra í Landmannalaugum ekki til hagsbóta fyrir svæðið. Oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra tekur undir það. Vinna hafin um að breyta ásýnd svæðisins.
Það var ekki sjón að sjá Ásmund í þinginu segir Vigdís Hauksdóttir.
Stúdentar flýttu einnig útskriftarferð sinni svo að verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu hindraði ekki för þeirra.
Aukning ferðamanna hefur verið milli ára alla fjóra mánuði frá áramótum.
Erlendir ferðamenn eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum.
Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta.
Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum?
Sérstök undantekning frá þeirri meginreglu að Íslandslíkanið sé að jafnaði til sýnis í öðrum helmingi Tjarnarsalar og sýningar og aðrir viðburðir séu staðsettir í hinum hluta salarins.
Hvalaskoðunarsamtök Íslands lýsa yfir áhyggjum af fækkun hrefnu við eitt mikilvægasta hvalaskoðunarsvæði landsins.
Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara.
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála óttast að langvarandi verkfall muni hafa neikvæð áhrif á komu erlendra ferðamanna hingað til lands og segir að staðan sé grafalvarleg.
Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni.
Fyrstu verkföll VR, LÍV og Flóabandalagsins hefjast 28. maí verði aðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Stefnt er að ótímabundnu allsherjarverkfalli frá og með 6. júní, takist ekki samingar. Ekki dugi það eitt að lýsa yfir góðæri.
Stór skriða féll í Dyrhólaey í gær og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður.
"Ég gekk bara fram á þetta með hóp af ferðamönnum núna í hádeginu,“ segir Aron Reynisson, leiðsögumaður, í samtali við Vísi. Stór skriða féll í Dyrhólaey og tók í sundur göngustíg sem er iðulega notaður.
„Það er eitt að hafa nágranna sem maður þekkir, eða fjöldann allan af alls konar fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Jón Lárusson, íbúi á Selfossi sem sendi bæjaryfirvöldum bréf vegna ónæðis af gestum á gistiheimili í næsta húsi.
Ekki er vitað um líðan þeirra sem slösuðust í bílslysi austan við Hvolsvöll í dag.
Árstíðabundnar sveiflur í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eru nánast að hverfa. Fleiri heilsárstörf verða því til sem gæti þýtt fleiri störf fyrir menntað fólk í greininni. Erfiðlega gengur þó að manna störf með heimamönnum á landsbyggðinni.
Hugmyndir um að uppbygging ferðamannastaða verði sett á fjárlög og því ekki fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku stjórnvalda á næstu misserum falla í góðan jarðveg hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).
Rúmlega tíu þúsund manns hjá hátt í 2.000 fyrirtækjum senda vinnuveitendum aðvörunarskot með því að leggja niður vinnu víðs vegar um land á morgun.