Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Neytendur 7. apríl 2022 22:20
Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. Innlent 6. apríl 2022 22:13
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 6. apríl 2022 21:21
Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021. Innherji 6. apríl 2022 18:11
Varar við því að starfsemin í Keflavík fjármagni taprekstur á innanlandsflugi Fráfarandi stjórnarformaður Isavia varar við hugmyndum um að starfsemin á Keflavíkurflugvelli, sem eigi í samkeppni við aðra alþjóðaflugvelli, verði nýtt til að fjármagna rekstrarhalla á innanlandsfluginu. Stjórnendur telja horfur fyrir sumarið „enn vænlegar“ og að mikilvægt sé að hætt var með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum sem fyrirliggjandi gögn hafi sýnt að voru að „valda meiri skaða heldur en verið til gagns“. Innherji 5. apríl 2022 11:03
Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Skoðun 4. apríl 2022 11:31
Tekjur stærstu hótelkeðju landsins tvöfölduðust milli ára Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótel í rekstri, tapaði um 120 milljónum króna á síðasta ári en til samanburðar nam tap félagsins á árinu 2020 nær 2,2 milljörðum króna. Innherji 30. mars 2022 15:22
Svona er fimm stjörnu hótelið við Austurbakka Edition er eitt fallegasta hótel landsins og opnaði það á síðasta ári. Um er að ræða fimm stjörnu hótel við Austurbakka 2 í miðborg Reykjavíkur. Lífið 30. mars 2022 10:31
Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Innlent 27. mars 2022 21:08
Þótti of ung til að giftast en saumaði sér þá brúðarkjól „Það var ung stúlka sem vildi gifta sig og var ekki nema sautján ára. Hún þótti aðeins of ung og var sagt að hún yrði að bíða til átján ára aldurs. Þá settist hún bara niður og fór að sauma sér brúðarkjól.“ Lífið 26. mars 2022 17:03
Fá hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leigu vegna faraldursins Fosshótel fær 33 prósent afslátt af leigugreiðslum sem spönnuðu yfir eins árs tímabil og þar af leiðandi hundrað og fjörutíu milljónir í afslátt af leiguverði. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Viðskipti innlent 25. mars 2022 23:23
Bein útsending: Hafa víðerni virði? Hvað eru víðerni? Af hverju skipta þau máli? Hversu mikilvæg eru íslensk víðerni í alþjóðlegu samhengi? Hvert er viðhorf ferðamanna og ferðaþjónustuaðila til víðerna? Innlent 25. mars 2022 09:15
Fuglahræður við Kópasker breyttust í barnahræður sem sjóða börn í potti Skrautlegar fuglahræður sem bóndi við Kópasker hóf að koma upp á túni við bæ sinn eru löngu hættar að hafa það hlutverk að fæla burt fugla, en fanga þess í stað athygli ferðamanna og einkum barna. Innlent 24. mars 2022 22:55
Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. Innlent 24. mars 2022 22:01
Keyptu Herkastalann á hálfan milljarð Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti tvö á hálfan milljarð íslenskra króna. Til stendur að reka hótel og veitingastað í húsinu. Viðskipti innlent 23. mars 2022 21:50
Bein útsending: Kynnir úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun tilkynna um úthlutun ársins úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða á fundi sem streymt verður frá og hefst klukkan 14:30. Innlent 23. mars 2022 14:01
Fá að kenna á því um leið og „ástríðufull“ fjölmiðlaumfjöllun fer af stað Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar harmar fréttir af endurkomu hvalveiða í sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki finni fyrir neikvæðum áhrifum um leið og fréttir af hvalveiðum taka að spyrjast út. Innlent 23. mars 2022 13:12
Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. Innlent 21. mars 2022 22:22
Ferðaþjónustan kemur saman að nýju Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Skoðun 21. mars 2022 14:30
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum Árið 2020 fór ferðaþjónustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferðamanna á landinu. Áhrifin eru gríðarleg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferðaþjónustuna sem enginn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Skoðun 21. mars 2022 13:59
Kílómetra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennufíkla Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn. Innlent 20. mars 2022 14:02
Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. Lífið 20. mars 2022 07:37
Björgunarsveitir kallaðar út Björgunarsveitir frá Höfn í Hornafirði og Öræfum voru kallaðar út klukkan hálf ellefu vegna slasaðrar konu í Fremri Veðurárdal austan við Breiðamerkurjökul. Innlent 19. mars 2022 12:06
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Viðskipti innlent 18. mars 2022 12:31
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. Lífið 18. mars 2022 07:27
Stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga. Innlent 17. mars 2022 16:20
Play tekur upp olíugjald á miðaverð vegna hækkana Flugfélagið Play mun taka upp sérstakt olíugjald á miðaverð eftir helgi til þess að mæta miklum hækkunum á eldsneytisverði. Félagið skilaði nærri þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári - sem forstjórinn segir engan veginn til marks um skipsbrot. Viðskipti innlent 17. mars 2022 11:37
Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma. Innlent 16. mars 2022 16:27
Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar. Innlent 16. mars 2022 11:05
Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. Innlent 15. mars 2022 21:02