Miklar tilfinningar þegar Súlur kom í heimahöfn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2022 22:00 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson dáist að merki flugfélagsins út um gluggann á Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Þota norðlenska flugfélagsins Niceair, Súlur, flaug í fyrsta skipti til heimahafnar á Akureyri í dag. Forsetafrúin fékk þann heiður að nefna flugvélina. Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“ Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Niceair er fyrsta millilandaflugfélagið sem hefur fasta viðveru allan ársins hring á Akureyrarflugvelli. Gamall draumur marga að verða að veruleika þegar flugvélin kom í fyrsta skipti til Akureyrar „Það er eiginlega ólýsanlegt. Miklar tilfinningar sem bærðust í brjóstinu á mér þegar við flugum hérna yfir flugbrautina,“ sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair í samtali við fréttastofu á flughlaði Akureyrarflugvallar, skömmu eftir að Airbus-vél félagsins lenti á flugvellinum. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina. „SÚLUR!,“ kallaði Eliza með bros á vör, þegar hún svipti hulunni af nafnamerkingu vélarinnar í blíðviðrinu á Akureyri í dag. Eliza Reid forsetafrú fékk þann heiður að nefna flugvélina.Vísir/Tryggvi Súlur heitir flugvélin, eftir bæjarfjalli Akureyrar sem gnæfir yfir bænum í suðvestri. Í sumar flýgur Niceair til London, Kaupmannahafnar og Tenerife, Manchester bætist svo við í haust. Þorvaldur Lúðvík, telur margt breytast á Norður-og Austurlandi með tilkomu þotunnar. Niceair eða North Iceland. Flugfélagið er fyrsta flugfélagið sem starfrækir millilandaflug allt árið um kring frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi „Þetta er auðvitað gríðarleg lyftistöng fyrir atvinnulífið. Öll skilyrði til atvinnuuppbyggingar þau gjörbreytast. Nú er þetta allt í einu raunhæft að vera með ýmis konar útflutning. Það er líka raunhæft að vera í alls kyns þróunarvinnu sem að þú þarft að sinna í útlöndum en þú getur auðveldar pendlað á milli.“ Þessi flugvél, hún er núna hingað komin. Hún fær litla hvíld? „Það er bara af stað á fimmtudaginn til Kaupmannahafnar.“ Allt fullt í þá vél? „Já, ég held að svo muni vera.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson og annað starfsfólk Niceair á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Og mikil tilhlökkun væntanlega? „Já, það er mikil tilhlökkun hjá öllum. Þetta er stór hópur sem hefur staðið á bak við félagið. Við erum ánægð með þessa breiðsíðu af stuðningi sem við höfum fengið.“
Fréttir af flugi Niceair Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17 Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31 Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31 „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Niceair á að tengja Akureyri við Evrópu Hópur fjárfesta á Eyjafjarðarsvæðinu kannar grundvöll fyrir áætlunarflugi milli Akureyrar og Evrópu. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem stýrir verkefninu sem ber vinnuheitið Niceair, er handviss um að eftirspurnin sé til staðar. 10. febrúar 2020 06:17
Rjómablíða tók á móti þotu Niceair Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta í dag þegar Súlur, flugvél Niceair, kom til heimahafnar á Akureyri, nú fyrir stundu. 30. maí 2022 13:31
Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. 18. mars 2022 12:31
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37