Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021. Innherji 4. janúar 2022 11:01
Búa sig undir að taka á móti fjölda erlendra verkamanna Hundrað herbergi bætast við farsóttarhúsin í dag þegar tekið verður yfir restina af Icelandair Hotel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Í kringum hundrað einstaklingar eru á biðlista eftir að komast í einangrun á farsóttarhúsi. Reiknar forstöðumaður með að tæma fyrirliggjandi lista en að fleiri sæki í húsin eftir sýnatöku í dag. Innlent 3. janúar 2022 12:21
Færði smituðum farþega mat og jólaskraut í einangrun: „Það er ýmislegt sem gerist þegar fólk er á ferðalögum“ Ragnhildur Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, sem fjallað var um í dag að hefði hjálpað hinni bandarísku Marisu Fotieo, sem fékk jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi um borð í vél Icelandair hingað til lands, segist aðeins hafa verið að gera það sem hún hefði viljað að yrði gert fyrir sig ef hún hefði verið í sömu stöðu. Innlent 30. desember 2021 20:18
Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Innlent 30. desember 2021 08:50
Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat. Innlent 29. desember 2021 15:42
„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. Innlent 28. desember 2021 22:02
Samningar loks náðst um langþráða viðbyggingu við flugstöðina Isavia hefur samið við byggingafélagið Hyrnu á Akureyri um viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu en samningurinn verður undirritaður í flugstöðinni á morgun. Viðskipti innlent 27. desember 2021 13:01
Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki. Innherji 25. desember 2021 14:00
Viðspyrnuárið 2022? Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni. Umræðan 24. desember 2021 10:01
Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. Lífið 23. desember 2021 10:31
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. Viðskipti innlent 22. desember 2021 13:01
Hellisop fullt af ferðamönnum hrundi vikum síðar Jöklaleiðsögumaður segir ferðamenn hér á landi oft hætta sér um of þegar þeir skoði íslenska jökla. Litlu geti um munað þegar komi að öryggi á jöklum enda séu þeir alltaf á hreyfingu. Innlent 21. desember 2021 20:36
Gray line léttir undir með slökkviliðinu Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda. Innlent 21. desember 2021 15:26
Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. Atvinnulíf 20. desember 2021 07:00
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. Viðskipti innlent 18. desember 2021 13:42
Áningarstaður við Laufskálavörðu eitt af bestu verkefnum ársins að mati Archilovers Einstakur áningastaður við Laufskálavörðu úr smiðju Stáss arkitekta er eitt besta verkefni ársins að mati fagmiðilsins Archilovers, fyrir fagurfræði sína, sköpun og notkunarmöguleika. Tíska og hönnun 17. desember 2021 14:31
Ferðaþjónustufyrirtæki töpuðu 105 milljörðum á síðasta ári Tap af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja nam 104,6 milljörðum króna á síðasta ári. Árið var versta rekstrarár í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 17. desember 2021 11:40
Raggagarður fær umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Vilborg Arnarsdóttir fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu Raggagarðs á Súðavík. Innlent 16. desember 2021 17:46
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. Viðskipti erlent 16. desember 2021 13:06
Vonast til þess að geta hafist handa í Kerlingarfjöllum næsta vor Stefnt er að því að draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Kerlingarfjöllum frá áformum sem kynnt voru árið 2018. Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta vor fáist tilskilin leyfi. Innlent 13. desember 2021 11:31
Karlarnir kvörtuðu en vilja helst vera með konunum en ekki einir „Ísfirðingar hafa haldið skíðagöngunámskeið í yfir tuttugu ár en fyrir tæpum tíu árum fórum við að bjóða upp á kvennahelgar sem slógu svo rækilega í gegn,“ segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir eigandi hótels Ísafjarðar. Atvinnulíf 13. desember 2021 07:01
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. Viðskipti innlent 10. desember 2021 11:11
Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. Innlent 9. desember 2021 19:20
Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. Tíska og hönnun 9. desember 2021 13:27
Hvannadalshnúkur vinsælasta áskorunin Áhugi á útivist hefur stóraukist eftir að covid skall á og skipulagðar ferðir njóta mikilla vinsælda. Lífið samstarf 8. desember 2021 10:14
Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Skoðun 7. desember 2021 12:01
Búa sig undir að flugumferð raskist ef gýs í Grímsvötnum Flugmálayfirvöld búa sig undir að eldgos í Grímsvötnum geti valdið verulegum truflunum á flugumferð, bæði hérlendis og víðar í Evrópu. Eldstöðin er komin á appelsínugula viðvörun gagnvart alþjóðaflugi, sem táknar vaxandi líkur á gosi. Innlent 6. desember 2021 20:40
Leikkonan Kaley Cuoco sprangar um Reykjavík Bandaríska leikkonan Kaley Cuoco hefur nýverið sést spássera um Reykjavíkurborg þar sem hún hefur gert sér glaðan dag í góðra vina hópi. Lífið 6. desember 2021 20:28
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. Innherji 3. desember 2021 09:33
Framkvæmdastjóri SAF: „Gott að sjá að stefnuplaggið fari ekki ofan í skúffu“ Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna komi inn á margar af þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir. Hann býst við að eiga gott samtal við stjórnvöld um skuldastöðu ferðaþjónustunnar þótt hennar sé ekki getið neins staðar í sáttmálanum. Innherji 2. desember 2021 09:02