Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Webber og Vettel spenntir fyrir Spa

Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakkii til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher tekur út refsingu í Belgíu

Michael Schumacher þarf að ræsa 10 sætum aftar en tími hans í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi segir til um. Hann braut á Rubens Barricehllo í síðustu keppni, ók í veg fyrir hann og fékk dæmt á sig víti.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen gengur vel í rallakstri

Finnanum Kimi Raikkönen gekk ágætlega í þýska rallinu sem er liður í heimsmeistaramótinu í rallakstri, en keppt var um helgina. Sebastian Loeb frá Frakklandi vann mótið á Citroen, en Raikkönen varð sjöundi á Citroen.

Formúla 1
Fréttamynd

Button vill komast í fremstu röð á ný

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að lið sitt hafi verið skrefi á eftir toppliðunum í síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi. Keppnisliða koma úr sumarfríi í næstu viku og keppa á Spa brautinni í Belgíu um aðra helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Pedro de la Rosa aldrei betri

Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur.

Formúla 1
Fréttamynd

Spennandi þróunarvinna framundan hjá Heidfeld

Paul Hembrey hjá Pirelli segir að koma Nick Heidfeld til fyrirtækisins sé mikill fengur og reynsla hans eigi eftir að koma Pirelli til góða á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið formlegt samstarf við keppnisliðin um að útvega dekk í stað Bridgestone í mótum.

Formúla 1
Fréttamynd

Mercedes setur stefnuna á 2011

Lið Mercedes í Formúlu 1 með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs ætlar ap setja meiri kraft í hönnun bíls næsta árs, heldur en framþróun 2010 bílsins. Þetta sagði Ross Brawn í frétt á autosport.com.

Formúla 1
Fréttamynd

Formúla 1 í Bandaríkjunum næstu 40 ár

Tavo Hellmund er á bakvið Formúlu 1 mótshald í Bandaríkjunum sem hefst á næsta ári á ný, í Austin í Texas. Hann segir að mótið sem hann skipuleggur gæti hæglega verið á dagskrá næstu 40 árin.

Formúla 1
Fréttamynd

Framtíð Hispania liðsins óljós

Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber spáð meistaratitlinum

Flavio Briatore, umbosðsmaður Flavio Briatore spáir honum meistaratitlinum í Formúlu 1 og telur að hann geti staðið af sér atlögur Sebastian Vettel og Jenson Button , Lewis Hamilton og Fernando Alonso.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Ekki rétti tíminn fyrir sumarfrí

Formúlu 1 lið fá kærkomið tveggna vikna frí í ágúst, þar sem bækistöðum liðanna verður meira og minna lokað. Lewis Hamilton er þó ekki hrifinn af frí á þessum tíma, sérstaklega ekki í ljósi þess að bíll hans bilaði um síðustu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher bað Barrichello afsökunar

Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber: Þurfti að hafa fyrir sigrinum

Mark Webber var ánægður með árangur dagsins í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi. Hann vann sigur, eftir að Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu að veita honum keppni. Hann sneri á þá báða með vel útfærðri keppnisáætlum Red Bull liðsins, og refsingu sem Vettel fékk fyrir að brjóta reglur í kringum endurræsingu mótsins.

Formúla 1
Fréttamynd

Titilslagur í Búdapest í dag

Formúlu 1 mót er í Búdapest í dag og Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir á ráslínu, en forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton er fimmti á ráslínu.

Formúla 1
Fréttamynd

Vettel fremstur í sjöunda skipti á árinu

Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur allra í ´timatökum á Búdapest brautinni í Ungverjalandi í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber hjá Red Bull og þeir voru afgerandi fljótastir.

Formúla 1
Fréttamynd

Webber og Vettel lang fljótastir

Ástralinn Mark Webber á Red Bull var með besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun og varð tæplega hálfri sekúndu fljótari en Sebatian Vettel á samskonar bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso stakk sér á milli Vettel og Webber

Spánverjinn Fernando Alonso náði að standa upp í hárinu á Sebatian Vettel og Mark Webber á seinni æfingu keppnisliða í Búdapest í dag. Hann varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Vettel og Webber tæoum 9.9 á eftir Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso hugsar ekki um dómaramálið

Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina.

Formúla 1