Raikkönen gæti farið aftur til Ferrari Kimi Raikkönen tekur ekki fyrir að snúa aftur til Ferrari á næsta ári. Hann ók fyrir ítalska liðið í þrjú ár, 2007-2009, og varð heimsmeistari í rauðum fák árið 2007. Raikkönen ekur nú fyrir Lotus. Formúla 1 30. júlí 2012 12:00
Hamilton vann ungverska kappaksturinn Lewis Hamilton leiddi ungverska kappaksturinn frá ræsingu og kom fyrstur yfir marklínuna nú rétt í þessu. Kimi Raikkönen ók frábærlega og endaði annar eftir að hafa sett þónokkra pressu á Lewis undir lok kappakstursins. Formúla 1 29. júlí 2012 13:57
Hamilton verður á ráspól í Ungverjalandi Lewis Hamilton á McLaren mun ræsa á ráspól í ungverska kappakstrinum á morgun. Hamilton var heilum fjórum tíundu úr sekúndu á undan Romain Grosjean á Lotus. Romain hefur aldrei ræst ofar í Formúlu 1. Formúla 1 28. júlí 2012 13:20
Fréttaskýring: Áhrif dekkjanna á keppnina í F1 Það er ekki tekið út með sældinni að vera ökuþór í Formúlu 1 í sumar því Pirelli-dekkin hafa gert leikinn enn flóknari en hann var. Dekkin eru hönnuð þannig að þau endast skemur og árangurinn sem kreista má úr nýjum dekkjum er mun meiri en úr notuðum dekkjum. Þannig hefur leikurinn verið gerður jafnari með því að kasta öllum liðum og starfsfólki þeirra á byrjunarreit. Formúla 1 28. júlí 2012 11:00
Raikkönen hefur fundið það sem vantaði Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1 segist nú hafa fundið það sem uppá vantaði svo að hann gæti kreist það besta úr bíl sínum. Kimi hefur staðið sig vel það sem af er tímabilinu og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Formúla 1 27. júlí 2012 21:30
Hamilton enn fljótastur í Ungverjalandi Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur á seinni æfingum keppnisliða fyrir ungverska kappaksturinn. Þó æfingarnar hafi hafist í þurru veðri fór að rigna og brautin varð mjög sleip. Kimi Raikkönen á Lotus varð annar. Formúla 1 27. júlí 2012 13:37
Hamilton og Button fljótastir á fyrstu æfingu McLaren-tvíeykið voru fljótastir á fyrstu æfingum fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. Lewis Hamilton var fyrstur og Jenson Button annar. Fernando Alonso á Ferrari var þriðji og heilum 0,8 sekúndum á eftir Hamilton. Formúla 1 27. júlí 2012 10:21
Alonso hefur aldrei verið í betra formi Það er Fernando Alonso sem hefur stolið senunni í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið þrjá kappakstra á tímabilinu og leiðir heimsmeistarakeppnina með 34 stigum. Mark Webber er honum næstur með 120 stig og Sebastian Vettel þriðji með 110. Formúla 1 26. júlí 2012 14:36
Raikkönen: Óheppni hefur ekkert með málið að gera Eric Boullier, liðstjóri Lotus-liðsins, segir lið sitt þurfa að skáka McLaren til að eiga möguleika á þriðja sætinu í heimsmeistarakeppni bílasmiða í ár. McLaren færðist upp fyrir Lotus á stigatöflunni eftir kappaksturinn í Þýskalandi. Formúla 1 24. júlí 2012 06:00
Vettel refsað og fær ekki annað sætið Sebastian Vettel á Red Bull tók ólöglega fram úr Jenson Button á lokametrunum í þýska kappakstrinum í dag. Þetta er niðurstaða dómara mótsins. Jenson Button verður því annar í kappakstrinum. Formúla 1 22. júlí 2012 17:36
Fernando Alonso vann í Þýskalandi Fernando Alonso á Ferrari vann þýska kappaksturinn á Hockenheim. Hann leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring og gerði gríðarlega vel þegar Jenson Button setti á hann mikla pressu undir lok kappakstursins. Formúla 1 22. júlí 2012 13:54
McLaren vongóðir en Vettel vonsvikinn Sam Michael, íþróttastjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir sigur í þýska kappakstrinum enn vera raunhæfan möguleika þrátt fyrir lélega tímatöku í dag. Jenson Button mun ræsa sjötti og Lewis Hamilton sjöundi. Formúla 1 21. júlí 2012 20:45
Alonso á ráspól í grenjandi rigningu á Hockenheim Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur í mjög erfiðum aðstæðum í tímatökum fyrir þýska kappaksturinn á Hockenheim. Heimamaðurinn Sebastian Vettel á Red Bull var annar. Formúla 1 21. júlí 2012 13:14
Enn rignir í Þýskalandi - Maldonado fljótastur Pastor Maldonado á Williams-bíl var fljótastur um Hockenheim brautina í Þýskalandi á seinni æfingum fyrir þýska kappaksturinn sem fram fer á sunnudaginn. Formúla 1 20. júlí 2012 13:42
McLaren-menn efstir eftir fyrstu æfingar Jenson Button á McLaren var fljótastur um Hockenheim-brautina í Þýskalandi í dag þegar fyrstu æfingar fyrir þýska kappaksturinn fóru fram þar í morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, var annar nánast hálfri sekúndu á eftir. Formúla 1 20. júlí 2012 10:10
Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Formúla 1 18. júlí 2012 19:15
Ólympíuleikvanginum hugsanlega breytt í F1 braut Umsókn um að fá að breyta ólympíuleikvanginum í London í Formúlu 1-braut hefur verið samþykkt af yfirvöldum þar. Þeir munu nú kanna þann möguleika áður en ákvörðun verður tekin um framtíð ólympíusvæðisins í kjölfar Ólympíuleikana í ágúst. Formúla 1 17. júlí 2012 17:00
Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Formúla 1 16. júlí 2012 21:30
Bíllinn ekki áhrifavaldur í slysi De Villota Marussia-liðið hefur lokið rannsókn sinni á því hvað olli slysi Mariu de Villota fyrir tveimur vikum. Maria er tilraunaökuþór liðsins og var að prófa bílinn á flugbraut á Englandi þegar slysið varð. Formúla 1 16. júlí 2012 14:30
Sæti Massa ekki á uppboði strax Ferrari segist ekki vera neitt að drífa sig að finna ökumann við hlið Fernando Alonso árið 2013. Jafnvel þó Mark Webber, sem álitinn var augljós kostur fyrir Ferrari, hafi dregið sig úr keppninni um sæti Felipe Massa. Formúla 1 11. júlí 2012 22:00
Webber endurnýjar samninginn við Red Bull Mark Webber, ökumaður Red Bull-liðsins í Formúlu 1, hefur endurnýjað saming sinn við heimsmeistaraliðið. Hann skrifaði undir árslangan samning. Liðsfélagi Webbers verður áfram Sebastian Vettel. Formúla 1 10. júlí 2012 17:00
Kobayashi og Maldonado þurfa að borga 5,5 milljónir í sekt Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Formúla 1 9. júlí 2012 17:00
Webber stal sigrinum á síðustu hringjunum Mark Webber náði fyrsta sæti af Fernando Alonso þegar aðeins sjö hringir voru eftir af kappakstrinum. Red Bull-bíllinn fór betur með dekkin en Ferrari bíll Alonso. Formúla 1 8. júlí 2012 14:01
Alonso náði ráspól í rigningunni á Silverstone Fernando Alonso á Ferrari verður á ráspól í breska kappakstrinum á morgun. Hann var fljótastur í tímatökum í dag sem hófust aftur eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Formúla 1 7. júlí 2012 14:54
Tímatakan stöðvuð vegna rigninga Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Formúla 1 7. júlí 2012 12:44
Hamilton fljótastur þegar föstudagsæfingum lýkur Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingum fyrir breska kappaksturinn á Silverstone í dag. Ökumenn óku aðeins fáeina hringi vegna þess hve blaut brautin var. Kamui Kobayashi ók flesta hringi á seinni æfingunni eða 16. Formúla 1 6. júlí 2012 14:53
Úrhelli setur strik í reikninginn á fyrstu æfingum Roman Grosjean var fljótastur á rennandi blautri Silverstone-brautinni á æfingum fyrir breska kappaksturinn á sunnudaginn. Keppnisliðin óku öll örfáa hringi vegna aðstæðna. Kobayashi ók þó nítján stykki. Formúla 1 6. júlí 2012 10:41
Þó Ferrari hafi unnið tvo er allt opið McLaren liðið gerir ekki ráð fyrir að Red Bull hafi nokkra yfirburði þegar Formúla 1 stoppar næst á Silverstone brautinni í Bretlandi. Brautin er sögufræg og hefur haldið marga af ótrúlegustu kappökstrum sögunnar. Formúla 1 5. júlí 2012 06:00
Tapaði auga í æfingaslysi Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars. Formúla 1 5. júlí 2012 05:00
Maldonado segist skilja Pirelli dekkin Pastor Maldonado sem ekur Williams Renault í Formúlu 1 segist nú skilja hvernig Pirelli-dekkin virka. Hann er því fyrstur til að átta sig á virkni dekkjanna. Formúla 1 2. júlí 2012 20:15