Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara laugardaginn 1. júní 2024.

Fréttamynd

Halla Hrund komin með lág­marks­fjölda með­mælenda

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hefur safnað lágmarksfjölda meðmæla í meðmælendasöfnun forsetaframbjóðenda á vef Ísland.is. Þetta staðfestir Sunna Kristín Hilmarsdóttir, sem er í kosningateymi Höllu, í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Á­nægð með á­kvörðun sína og hlakkar til fram­haldsins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa legið ljóst fyrir þegar hún tók ákvörðun um að bjóða sig fram í embætti forseta að það að hún væri sitjandi forsætisráðherra kæmi til með að flækja málin. Ákvörðunin sitji vel í henni og hún hlakki til komandi kosningabaráttu.

Innlent
Fréttamynd

„Ó­neitan­lega ó­venju­legt“

Guðni Th. Jóhannesson ræddi við formenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka símleiðis og segist viss um að senn komi í ljós hverjar lyktir viðræðna stjórnarflokkanna verða og þar af leiðandi hver verður næsti forsætisráðherra Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Katrín verður for­sætis­ráð­herra þangað til að ný stjórn er mynduð

Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

Innlent
Fréttamynd

Sver af sér rætna her­ferð gegn Baldri

Ástþór Magnússon sver af sér öll tengsl við Facebook-síðuna Bessastaðabaráttan, þar sem rætinni herferð gegn Baldri Þórhallssyni hefur verið haldið úti. Sama dag og tengslin voru borin upp á Ástþór var síðunni eytt.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­sögn sína heilla­spor fyrir VG

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor.

Innlent
Fréttamynd

Homminn Baldur

Tugir einstaklinga hafa lýst sig reiðubúna til að gegna því mikilvæga verkefni að vera forseti lýðveldisins. Það endurspeglar eflaust heilbrigt lýðræði hve margir eru boðnir og búnir í starfið þó sumum finnist það orðið skrípaleikur. 

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á út­spili Katrínar

Skiptar skoðanir eru á útspili Katrínar Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra í tengslum við forsetaframboð hennar. Einhverjir hlakka til að kjósa hana meðan aðrir saka hana um ábyrgðarleysi

Innlent
Fréttamynd

Katrín pakkar saman

Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi pakkaði eigum sínum á skrifstofu forsætisráðherra fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Þau eru að rífast um forsætisráðherrastólinn“

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa fundað stíft í dag um framtíð stjórnarinnar vegna forsetaframboðs Katrínar Jakobsdóttur. Formaður flokks fólksins segir að um slag um forsætisráðherrastólinn sé að ræða. Formaður Miðflokksins furðar sig á hve óundirbúnir stjórnarflokkarnir voru undir ákvörðun Katrínar. 

Innlent
Fréttamynd

Lifði af sjó­slys og tekur nú forsetaslaginn

Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Eiríkur öðlaðist landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann segist tilbúinn að taka slaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðun stjórnar­flokkanna „alls ekki flókin“

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi ekki nema sólar­hring til að ráða ráðum sínum

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur litla trú á að ríkis­stjórnin haldi út kjör­tíma­bilið

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust.

Innlent
Fréttamynd

Jakob Frí­mann tekur ekki forsetaslaginn

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólksins, mun ekki gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. Hann kveðst styðja Katrínu Jakobsdóttur heilshugar í hennar framboði. 

Innlent
Fréttamynd

Vinstri græn vilja halda sam­starfinu á­fram

Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín vildi engum spurningum svara

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra yfirgaf ríkistjórnarfund morgunsins án þess að gefa sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla varðandi líklegt forsetaframboð sitt. Hún sagðist vera á leið í stjórnarráðið og myndi ræða við fjölmiðla síðar í dag.

Innlent