Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fóru laugardaginn 1. júní 2024.



Fréttamynd

Elíta menningar og ör­lög þjóðar

Ragnar Kjartansson er ekkert merkilegri Íslendingur, en við hin, þótt hann hafi vinnu af því að smíða listaverk og foreldrar hans séu leikarar. Ragnar skrifar þ. 29. maí 2024 inn á visir.is grein þar sem hann andmælir grein Auðar Jónsdóttur skáldkonu á Heimildinni þ. 27. maí 2024.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín með mikið for­skot í nýrri könnun

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti séns

Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Að for­tíð skal hyggja

Hún er svo undarleg þessi stemming í samfélaginu núna. Ég skil hana ekki. Ég skil ekki hversu margt fólk sem hefur gagnrýnt ríkisstjórn Íslands harkalega undanfarin ár flykkir sér á bak við fyrrverandi forsætisráðherra og er sannfært um að hún yrði frábær forseti.

Skoðun
Fréttamynd

Reiði sam­fé­lags 2.0

Reiði heils samfélags er bæði heillandi og ógnvekjandi. Það er ekki oft sem atburðir gerast sem leiða til slíkrar reiði, en af og til þá blossar hún upp.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir for­setar fyrir einn

Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti jafn­réttis og hug­sjóna í þágu sam­fé­lagsins

Þegar orðið á götunni sagði að Katrín Jakobsdóttir hygðist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands þá hugsaði ég - hættu nú alveg, það væri galið! Ég vildi alls ekki missa hana sem forsætisráðherra, hún var jú límið í þessari ríkisstjórn og hélt öllu saman þarna niður á Austurvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Að velja réttu mann­eskjuna

Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Sex fram­bjóð­endur senda kröfubréf til Stöðvar 2

Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Þolinmóðan mannvin á Bessa­staði!

Forseti Íslands á fyrst og fremst að vera fólksins. Hann þarf að vera mannlegur, búa yfir góðri samvinnuhæfni og vera fær í samskiptum. Þar stendur Baldur Þórhallsson sannarlega sterkur eins og í mörgu öðru sem skiptir miklu máli þegar kemur að embætti forseta Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar varstu?

Hvar varstu þegar sprengjunum rigndi yfir? Hvað varstu að gera þegar barnið dó? Að nudda stírurnar úr augunum? Hella upp á kaffi? Taka fyrsta sopa dagsins? Þau dóu mörg. Klæða þig í skóna? Loka á eftir þér hurðinni?

Skoðun
Fréttamynd

Katrín og Halla Tómas­dóttir hnífjafnar í nýrri könnun Maskínu

Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir eru hnífjafnar samkvæmt nýrri könnun fyrir fréttastofuna. Marktækur munur er á fylgi þeirra og Höllu Hrundar Logadóttur sem nýtur næst mest fylgis á eftir þeim. Seinni kappræður fréttastofunnar vegna forsetakosninganna næst komandi laugardag verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi strax að loknum kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Auður í krafti karla

Fyrir 25 árum fór ég fyrir verkefninu Auður í krafti kvenna, átaki til að valdefla konur og virkja frumkvæði þeirra og kraft til efnahags- og samfélagslegra framfara. Til urðu tugir fyrirtækja og hundruð nýrra starfa á meðan á átakinu stóð.

Skoðun
Fréttamynd

Segir enn svig­rúm til að taka fram úr Katrínu

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur.

Innlent
Fréttamynd

Hommar og hegningar­lög

„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi

Skoðun
Fréttamynd

Að breyta heiminum

Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur í stóru og smáu

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann er vinsæll og virtur kennari en þegar hann er ekki við kennslu ferðast hann um allan heim og fjallar um sérfræðisvið sitt og sérstakt áhugamál; stöðu smáríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðnings­maðurinn og valdið

Valdið útdeilir gæðum, það ákveður hver fær stöðuna eða styrkinn, það býður í veisluna með þeim mikilvægu og auðvitað ferðirnar og listahátíðirnar, maður minn. Valdið veitir embættið, aðstöðuna, stjórnar samtalinu, stýrir klappinu. Valdið skapar frægðina og frægðin styður valdið, ef þú klappar mér - þá klappa ég þér.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur bak við þig stendur

Í aðdraganda forsetakosninga hafa tvær spurningar verið hvað mest áberandi varðandi framboð Baldurs. Af hverju Baldur OG Felix? Af hverju er verið að tala um að Baldur sé samkynhneigður? Byrjum á fyrri spurningunni: Af hverju erum við að tala um Baldur OG Felix?

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna Katrín?

„Það kemur því ekki á óvart að Katrín nýtur trausts sem nær yfir allt litrófið í íslenskum stjórnmálum.“

Skoðun
Fréttamynd

Sund og Halla Hrund

Sundlaugarnar eru staður þar sem ókunnugir hittast, þar sem leiðir fólks liggja saman, þar sem óvinir geta ekki forðast hver annan. Þar kemur saman fólkið úr hverfinu, þorpinu, sveitinni, fólk á öllum aldri með margs konar bakgrunn, ýmis konar holningu og alls konar sýn á lífið.

Skoðun
Fréttamynd

Svargreinin sem Mogginn neitaði að birta

Hjörleifur Hallgríms, Akureyringur og eldri borgari, skrifar grein í Morgunblaðið 22. maí með fyrirsögninni „Nokkur orð um kosningu forseta“. Útdráttur við greinina er þessi: „Það er óskemmtilegt að segja það, en útlit er fyrir að Halla Hrund sé ekki öll þar sem hún er séð“.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrstu atkvæðakassarnir opnaðir í Ráð­húsinu

„Þetta fer allt vel að lokum,“ segir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík sem tók við fyrstu utankjörfundaratkvæðunum til flokkunar í Ráðhúsinu í morgun. Nú þegar þrír dagar eru til kosninga er kjörsókn töluvert lakari en í síðustu forsetakosningum.

Innlent