Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 16:34
Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. Innlent 24. febrúar 2024 15:30
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 14:37
Lánlaust Man United mátti þola tap á heimavelli Manchester United hafði unnið fimm leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni en var hvorki fugl né fiskur er liðið tapaði 1-2 fyrir Fulham á Old Trafford í dag. Líkt og áður á leiktíðinni er Man Utd án fjölda leikmanna en það afsakar ekki hörmulega frammistöðu liðsins í dag. Enski boltinn 24. febrúar 2024 14:30
Sérstök hvatning veitt Grindvíkingum á ársþingi KSÍ Knattspyrnusamband Íslands veitti Ungmennafélagi Grindavíkur sérstaka hvatningu vegna þeirra áskorana sem Grindvíkingar hafa staðið og standa enn frammi fyrir. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 13:19
Mál Alberts látið niður falla Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot. Innlent 24. febrúar 2024 13:18
Adam Ægir tryggði Valsmönnum sigur eftir að hafa lent undir Valur og Fram áttust við á N1 vellinum við Hlíðarenda í Lengjubikarnum í dag. Eftir að hafa lent undir tókst Valsmönnum að snúa lukkunni sér í vil og unnu leikinn að endingu 2-1. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 12:58
Búið að bjóða Moyes samning en hann er óákveðinn um framtíðina West Ham hefur boðið David Moyes framlengdan samning hjá félaginu en sjálfur vill hann bíða með allar ákvarðanir til enda tímabilsins. Enski boltinn 24. febrúar 2024 11:00
Vilja breyta leikdegi lokaumferðarinnar vegna Taylor Swift tónleika Real Madrid hefur sent inn beiðni til spænska knattspyrnusambandsins um flýkkun á síðasta leik tímabilsins svo vallarstarfsmönnum á Santiago Bernabeu gefist meiri tími til að undirbúa Taylor Swift tónleika. Fótbolti 24. febrúar 2024 09:33
Hinn nítján ára Forson gæti byrjað í fjarveru Højlund Meiðslavandræði Manchester United ætla engan endi að taka en í gær, föstudag, var staðfest að danski framherjinn Rasmus Højlund verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Í fjarveru Danans gæti hinn 19 ára gamli Omari Forson byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 24. febrúar 2024 09:01
Samdi fleiri lög með Haaland: „Þetta er banger“ Norðmaðurinn Erik Tobias Sandberg er nýjasti leikmaður ÍA á Akranesi sem leikur í deild þeirra bestu í sumar. Sandberg kom fyrir tilstuðlan Arnórs Smárasonar en hann á athyglisverða sögu að baki. Íslenski boltinn 24. febrúar 2024 08:01
Vanda kveður: „Munaði hársbreidd að FIFA tæki yfir starfsemi KSÍ“ Á morgun, laugardag, fer ársþing Knattspyrnusambands Íslands fram. Þar mun Vanda Sigurgeirsdóttir láta af störfum sem formaður sambandsins. Íslenski boltinn 23. febrúar 2024 23:01
Breiðablik og Breiðablik með örugga sigra í kvöld Karla- og kvennalið unnu leiki kvöldsins í Lengjubikarnum í fótbolta örugglega. Íslenski boltinn 23. febrúar 2024 22:30
Varamennirnir tryggðu Leeds sigur í toppslagnum Leeds United gerði sér lítið fyrir og lagði Leicester City í uppgjöri toppliða ensku B-deildarinnar. Bæði lið ætla sér beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 23. febrúar 2024 22:05
Mistök markvarðar Mainz tryggði Leverkusen sigur Bayer Leverkusen vann 2-1 sigur á Mainz í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörður gestanna gerðist sekur um slæm mistök sem þýða að Leverkusen er nú með 11 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fótbolti 23. febrúar 2024 21:46
Fyrrverandi þjálfari kínverska landsliðsins í lífstíðarfangelsi Hinn kínverski Li Tie hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í heimalandi sínu fyrir að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja þar í landi sem og múta fólki til að komast í þjálfarastól kínverska landsliðsins. Hann lék með Everton á Englandi frá 2002 til 2006. Fótbolti 23. febrúar 2024 20:32
Gengur hvorki né rekur hjá Lyngby án Freys Íslendingalið Lyngby tapaði 1-0 fyrir Randers í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þetta er annað tap liðsins í röð eftir að deildin hófst aftur eftir jólafrí. Fótbolti 23. febrúar 2024 20:06
Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Fótbolti 23. febrúar 2024 19:15
Dæmdur í árs fangelsi fyrir að höfuðkúpubrjóta mann Ilias Chair, landsliðsmaður Marokkó og leikmaður QPR í ensku B-deildinni, hefur verið dæmdur í árs fangelsi af dómstól í Belgíu fyrir stórfellda líkamsárás. Höfuðkúpubraut hann mann með grjóti. Enski boltinn 23. febrúar 2024 18:26
„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 23. febrúar 2024 17:27
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 16:57
Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. Íslenski boltinn 23. febrúar 2024 16:30
Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Enski boltinn 23. febrúar 2024 14:40
Sveindís Jane byrjar í endurkomunni Það er meiri sóknarbragur yfir byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en oft áður en liðið fyrir Serbíuleikinn hefur verið gert opinbert. Fótbolti 23. febrúar 2024 13:57
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. Fótbolti 23. febrúar 2024 13:32
Höjlund frá keppni í nokkrar vikur Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum Manchester United en hann skorar ekki mörk á næstunni. Enski boltinn 23. febrúar 2024 13:05
Henderson snýr aftur til Englands í Sambandsdeildinni Ajax og Aston Villa mætast í stærsta einvígi sextán liða úrslita Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla. Dregið var í dag. Fótbolti 23. febrúar 2024 12:38
Liverpool til Tékklands í Evrópudeildinni Liverpool lenti á móti tékknesku meisturum þegar dregið var í dag í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Fótbolti 23. febrúar 2024 11:22
Nú geturðu fengið Haaland ís í Noregi Erling Haaland, framherji Manchester City og norska landsliðsins, hefur haslað sér völl á nýjum vettvangi, nefnilega í ísbransanum. Enski boltinn 23. febrúar 2024 11:00